Fréttablaðið - 13.05.2011, Side 4

Fréttablaðið - 13.05.2011, Side 4
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 12.05.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,953 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,35 115,91 187,50 188,42 162,95 163,87 21,853 21,981 20,841 20,963 18,140 18,246 1,4249 1,4333 183,04 184,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 22° 19° 15° 21° 23° 15° 15° 22° 17° 25° 22° 33° 16° 19° 15° 16°Á MORGUN 3-8 m/s. Stöku skúrir en rigning V-til annað kvöld. SUNNUDAGUR 5-10 m/s. 5 8 9 3 7 6 5 7 8 8 8 7 1 2 3 4 4 3 3 3 2 4 10 7 6 9 12 7 7 10 8 6 EVRÓVISJÓN- VEÐRIÐ verður heilt á litið nokkuð gott og einkum suðaustanlands. Það eina sem gæti trufl að gleðskapinn er væta um suð- vestan og vestan- vert landið seinna um kvöldið. Vindur verður þokkalega hægur og hitinn svipaður og í dag. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LÖGGÆSLUMÁL „Við þurfum að sjálfsögðu að skoða fjárveiting- arnar og tryggja nægilegt fjár- magn til þessara mála. Þær hafa verið af skornum skammti eins og til annarra opinberra stofnana og starfsemi.“ Þetta segir Ögmundur Jónas- son innanríkisráðherra, spurður um viðbrögð við fréttum af aukn- um fjölda kæra, til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, vegna kynferðisbrota. „Svo er hitt, sem við hljótum að velta fyrir okkur líka, og það snýr að forgangsröðun á rannsóknum glæpamála,“ útskýrir Ögmundur. Ráðherra segist telja skýr- ingar á fjölgun kærumála vegna ofbeldisbrota af þrennum toga. „Í fyrsta lagi skal nefna að það sé að eiga sér stað vitundarvakn- ing í þjóðfélaginu, sem gerir fórn- arlömbunum auðveldara að sækja rétt sinn. Í annan stað að um sé að ræða aukið traust til lög- reglunnar og vaxandi traust til réttarkerfisins á þessu málasviði. Í þriðja lagi er náttúrlega sú skýring að í kreppuástandi kunni ofbeldisglæpum að fjölga.“ Ögmundur segir að séu tvær fyrstnefndu skýringarnar réttar þá eigi að kappkosta að halda áfram á þeirri braut. - jss Innanríkisráðherra um fjölgun kæra vegna kynferðisbrota til lögreglu: Tryggja þarf nægilegt fjármagn ÖGMUNDUR JÓNASSON Segir að skoða þurfi fjárveitingar til þeirra sem rannsaka kynferðisbrot. MENNTAMÁL Háskólaráð Íslands hefur skipað þriggja manna sérfræðinganefnd til að rannsaka vinnubrögð siðanefndar skólans þegar hún hafði til meðferðar kæru Vantrúar á hendur guðfræði- kennara við skólann. Formaður nefndarinnar er meðal annars sakaður um að leka trúnaðarupplýsingum um málið til formanns Vantrúar og eiga við hann náin sam- skipti. Málið á sér eins og hálfs árs sögu og hefur á síðustu stig- um þess verið afskaplega við- kvæmt innan skólans og vald- ið miklum titringi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tuttugu manna hópur kenn- ara á hugvísindasviði hittist meðal annars á fundi vegna málsins, en einn úr þeirra hópi hefur mótmælt framferði siðanefnd- arinnar harðlega með bréfaskrifum til stjórnenda skólans og nemenda Bjarna. Forsaga þess er sú að Vantrú kvartaði til siða- nefndar yfir námsefni guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar. Í glærukynningu nám- skeiðs sem Bjarni kenndi fjallaði hann um Van- trú á hátt sem félagsmönnum þótti ósæmilegur og birti meðal annars myndasyrpu af forvígis- mönnum félagsins sem þeim þóttu líkjast saka- mannauppstillingu. Siðanefndin, undir forystu Þórðar Harð- arsonar læknisfræðiprófessors, tók málið til meðferðar eftir kvörtunina. Gögn málsins, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, bera með sér að Þórður hafi í kjöl- farið átt nokkur samskipti við formann Van- trúar og haldið honum vel upplýstum um gang málsins. Hann hafi jafnvel sent á hann trún- aðarsamskipti sín við stjórnendur í háskólan- um. Á sama tíma var ekkert samband haft við Bjarna. Þetta er Bjarni Randver afar óánægður með og lögmaður hans, Ragnar Aðalsteinsson, hefur gagnrýnt vinnubrögðin harðlega í grein- argerðum sem hann hefur sent háskólarektor, siðanefndinni og fleirum. Eftir að gagnrýnin kom fram sagði Þórður sig frá málinu og var nýr formaður settur yfir málið í hans stað. Þórður hefur síðan verið skip- aður formaður siðanefndarinnar á nýjan leik. „Ég tel að hann hafi brotið á mér með slíkum hætti að hann geti ekki verið í siðanefnd,“ segir Bjarni í samtali við Fréttablaðið. Hann bætir við að þegar niðurstaða þremenninganna liggi fyrir muni hann kanna mögulegan bótarétt sinn, enda hafi málið verið honum dýrt. Vantrú hefur síðan fallið frá málinu, að sögn vegna þess að ófriðurinn sem skapaðist í kring- um málið hafi eyðilagt það. stigur@frettabladid.is Rannsaka vinnubrögð siða- nefndar HÍ í máli Vantrúar Óháð nefnd fer yfir störf siðanefndar Háskóla Íslands. Formaðurinn sakaður um þjónkun við Vantrú og óheiðarleg vinnubrögð en nýtur trausts rektors. Mikill titringur í skólanum. Kennari íhugar skaðabótamál. HÁSKÓLI ÍSLANDS Talsverðrar ólgu hefur gætt í skólanum vegna málsins, ekki síst undanfarnar vikur og mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BJARNI RANDVER SIGURVINSSON LÖGREGLUMÁL Lögregla rannsak- ar nú dýraníðsmál sem komið er upp á Eskifirði, að sögn Óskars Bjartmarz yfirlögregluþjóns hjá lögregluembættinu á Seyðisfirði. Grunur leikur á að eggvopni hafi verið beitt á kynfæri hryssu og hún skorin inni í skeiðinni, þannig að mikið blæddi úr. Málið var kært til lögreglu sem hóf þegar rannsókn. Samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins var egg- vopnið ófundið í gær. Auk lögreglu hefur málið verið kært til Matvælastofnunar. - jss Hrottaskapur gegn hryssu: Lögregla rann- sakar dýraníð Rannsakendurnir þrír Þrennt hefur verið skipað í nefndina sem fara á yfir vinnubrögðin og leggja til úrbætur á starfs- reglum siðanefndarinnar. Þau eru: ■ Elín Díanna Gunnarsdóttir, sálfræðidósent við Háskólann á Akureyri. ■ Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendur- skoðandi. ■ Þórhallur Vilhjálmsson, aðallögfræðingur Alþingis. Eitt margra erfiðra mála Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, vill ekki tjá sig efnislega um mál Bjarna og Vantrúar meðan á þessu ferli stendur. Spurð um áhrif málsins á andann í skól- anum svarar Kristín: „Þetta er stór stofnun og það er ekkert óeðlilegt í svona umhverfi að fólk hafi sterkar og skiptar skoðanir. Það eru mörg erfið mál sem þarf að leysa og þetta er eitt af þeim.“ Þórður Harðarson, formaður siðanefndarinnar, hefur hlotið talsverða gagnrýni vegna fram- göngu sinnar í málinu. „Þetta er bara önnur hlið málsins og hann nýtur míns fyllsta trausts,“ segir Kristín. KRISTÍN INGÓLFSDÓTTIR BANDARÍKIN John McCain, öldunga- deildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblik- anaflokksins, segir ekkert hæft í fullyrðingum um að pynting- ar á grunuðum hryðjuverka- mönnum hafi gegnt lykilhlut- verki í því að afla upplýsinga sem leiddu til þess að Osama bin Laden fannst og var síðan ráðinn af dögum. McCain segist hafa fengið staðfestingar á þessu hjá Leon Panetta, yfirmanni leyniþjónust- unnar CIA, sem stangist á við fullyrðingar Michaels Mukasey, fyrrverandi dómsmálaráðherra í stjórn George W. Bush, um gagn- semi pyntinga. McCain er sjálfur fyrrverandi stríðsfangi frá Víetnam og mátti þá sæta pyntingum. - gb McCain ósáttur við Mukasey: Ekkert gagn að pyntingum JOHN MCCAIN MÜNCHEN, AP John Demjanjuk var í gær dæmdur til fimm ára fanga- vistar fyrir aðild sína að dauða þúsunda manna í Sobibor-útrým- ingarbúðum nasista á styrjaldar- árunum. Demanjuk var varðmaður í Sobibor um nokkurra mánaða skeið árið 1943 og þótti því sam- sekur um morð á þeim 28 þúsund- um sem létust þar á þeim tíma. Demjanjuk, sem er 91 árs, fæddist í Úkraínu en fluttist til Bandaríkjanna eftir stríð. Hann hefur um árabil neitað þáttöku í grimmdarverkum nasista og segir sönnunargögnin fölsuð. - þj Fyrrverandi fangavörður: Samsekur um morð nasista

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.