Fréttablaðið - 13.05.2011, Qupperneq 22
22 13. maí 2011 FÖSTUDAGUR
Engar heimildir fyrir niðurníðslu
Fréttablaðið og aðrir fjöl-miðlar hafa að undanförnu
fjallað um fjölda niðurníddra
húsa í miðborginni. Sú umfjöllun
hefur verið málefnaleg og hún er
mjög þörf. Niðurníðslan er óþol-
andi. Hún skaðar okkur öll því
hún setur slæman svip á verð-
mæta sameign okkar, miðborg-
ina. Hún verðfellir eignir í næsta
nágrenni. Hún skapar íkveikju-
hættu. Hún býr til hættuleg leik-
svæði fyrir börn.
Niðurníðslan hefur viðgengist
árum saman. Ástæðurnar eru
margvíslegar. Í sumum tilvik-
um stafar hún af hreinni og
klárri vanrækslu. I öðrum til-
vikum hafa menn ætlað sér um
of. Þeir hafa keypt gömul hús á
uppsprengdu verði í trausti þess
að geta rifið þau og byggt stærra
í staðinn. Það hefur ekki gengið
eftir og við sitjum uppi með hús í
niðurníðslu.
Það sannar sig líka enn og
aftur að góð fyrirheit geta leitt
til vondrar niðurstöðu. Fyrir 10
árum kepptist borgarstjórnin
við að koma í veg fyrir að
stóru verslunarmiðstöðvarnar,
Kringlan og Smáralind, gerðu
endanlega út af við verslun og
mannlíf í gamla miðbænum.
Viðamikil þróunaráætlun um
eflingu miðborgarinnar var sam-
þykkt aldamótaárið 2000. Hún
fól meðal annars í sér miklar
uppbyggingarheimildir á nokkr-
um miðborgarreitum. Til að
liðka fyrir keypti borgin fjölda
lóða, einkum milli Hverfisgötu
og Laugavegs, seldi þær til fjár-
festa, með leyfi fyrir sameiningu
þeirra í stórum stíl og fyrirheit
um stóraukið nýtingarhlutfall.
Eftir á að hyggja virðast borg-
aryfirvöld hafa sett af stað of
stórvirk tæki til efla miðborg-
ina. Þar sem nýir miðborgar-
kjarnar áttu að rísa blasir við
auðn og niðurnídd hús. En þar
sem náðist að byggja ný mið-
borgarhús virka þau nokkrum
númerum of stór fyrir hina smá-
sköluðu Reykjavíkurbyggð. Í bók
sinni 101 Tækifæri skrifar Snorri
Freyr Hilmarsson að borgaryfir-
völd hafi notað jarðýtur þar sem
betra hefði verið að nota skóflur.
Eitt af því sem flækir málin
er hinn sterki „óefnislegi eign-
arréttur“ sem ríkir hér á landi.
Hann hefur meðal annars leitt
til þess að fjárfestar, sem fyrir
nokkrum árum fengu vilyrði
fyrir miklu byggingarmagni á
tilteknum reitum, líta á vilyrðin
sem ígildi fasteignar enn þann
dag í dag, jafnvel þótt þeir hafi
enga getu til að byggja og bæði
borgarbúar og borgaryfirvöld
telji byggingarmagnið allt of
mikið. Hótanir um skaðabætur
vofa yfir, verði byggingarmagnið
minnkað. Flest þeirra svæða þar
sem nýju miðborgarkjarnarnir
áttu að rísa eru nú í pattstöðu.
Meðan á því stendur grotna húsin
niður sem áttu að víkja fyrir
hinni nýju byggð. Það á ekki að
viðgangast. Við töpum öll á því.
Ágreiningur um byggingarmagn
veitir enga heimild fyrir niður-
níðslu.
Í borgarstjórninni eru allir
sammála um að þetta megi ekki
ganga lengur svona. Meirihluti í
skipulagsráði lagði fram bókun
og nokkurs konar stefnuyfirlýs-
ingu á miðvikudaginn. Þar segir
að ekki verði lengur hikað við að
beita dagsektum og öðrum þving-
unarúrræðum, svo sem nauð-
ungarsölu, gagnvart eigendum
niðurníðsluhúsa og lóða ef þeir
sinna ekki áskorun byggingar-
fulltrúa um úrbætur. Dagsekt-
irnar geta orðið allt að 50.000
krónum á dag. Þar er einnig
tekið fram að við beitingu sekta
og þvingunarúrræða verði „ekki
tekið tillit til þess hvort slæmt
ásigkomulag fasteigna megi
rekja til heimilda í deiliskipulagi,
mögulegra óska lóðarhafa um
breytinga á skipulagi eða ann-
arra áhrifaþátta enda eru engar
heimildir fyrir því í lögum að
slíkar aðstæður veiti lóðarhöfum
rétt á að sinna viðhaldi fasteigna
illa eða ekki“.
Niðurnídd hús
Hjálmar
Sveinsson
varaformaður
skipulagsráðs
Niðurníðslan hefur viðgengist árum
saman. Ástæðurnar eru margvíslegar. Í
sumum tilvikum stafar hún af hreinni
og klárri vanrækslu.
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
Í DAG VERÐUR SÉRFRÆÐINGUR FRÁ NIKE Í ÚTILÍF
SMÁRALIND FRÁ KL. 17–19.
ÍS
L
E
N
SK
A
SI
A
.I
S
U
T
I
54
97
3
05
/1
1
TILBOÐ: 21.592 KR.
PEGASUS +27.
Vinsælustu hlaupaskórnir frá
Nike. Almennt verð: 26.990 kr.
TILBOÐ: 17.992 KR.
AIR MAX MOTO +8.
Góðir hlaupaskór.
Almennt verð: 22.490 kr.
TILBOÐ: 21.592 KR.
LUNARGLIDE +2.
Léttir hlaupaskór.
Almennt verð: 26.990 kr.
TILBOÐ: 11.192 KR.
DART 8.
Ódýrir og þægilegir skór.
Almennt verð: 13.990 kr.
20% KYNNINGAR-
AFSLÁTTURAF VÖLDUM NIKE HLAUPASKÓM OG HLAUPAJÖKKUM
Ég hef verið gagnrýnd
Fyrir 20 árum var örkreppa á Íslandi og Hjálparstarf
kirkjunnar fór að deila út
matarpokum. Strax var tekin
sú skynsamlega ákvörðun að
setjast niður með hverjum og
einum, fara í gegnum hans mál
og skrá helstu staðreyndir. Var
þar lagður grunnur að mikil-
vægu talsmannshlutverki Hjálp-
arstarfs kirkjunnar sem æ síðan
hefur byggst á staðreyndum,
áreiðanlegum upplýsingum um
fátækt en ekki tilfinningu.
Stjórnvöld farin að hlusta –
aðgerða óskað
Fyrir um 8 árum var félagsráð-
gjafi ráðinn til Hjálparstarfs-
ins. Á þeim tíma deildu tvö
hjálparsamtök út matarpokum,
Mæðrastyrksnefnd Reykja-
víkur á höfuðborgarsvæðinu
og Hjálparstarfið sem sinnti
öllu landinu. Stjórnmálamenn
skutu á samtökin og muna allir
orð Davíðs Oddssonar um að
Íslendingar hefðu alltaf verið
tilbúnir að elta það sem er
ókeypis. Þau orð endurspegla
áralanga afstöðu stjórnvalda
að vilja ekki ræða vandann. Nú
hefur bágstöddum fjölgað til
muna. Ekki er hægt að skella
skollaeyrum við. Hjálpar-
samtökin eru orðin þrenn.
Enn bólar ekki á lausnum frá
stjórnvöldum þótt vissulega
séu þau farin að hlusta.
Ráðgjöf, fjölbreytt og einstak-
lingsbundin aðstoð
Ég hef verið gagnrýnd fyrir
að segja að margir þurfi aðra
aðstoð en að fá matarpoka –
þótt enginn lifi án matar. Þess
vegna leggur Hjálparstarf
kirkjunnar, eitt góðgerðar-
félaga ef þessu tagi, mikla
áherslu á faglega ráðgjöf og
fleiri úrræði en mat. Þau fela
í sér hjálp vegna skólagöngu
og tómstunda barna og ung-
menna, styrki fyrir lyfjum
og lækniskostnaði, fatnað og
fleira. Um þetta má lesa í árs-
skýrslu á www.help.is, undir
liðnum Um starfið. Aðstoð
okkar er sveigjanleg og sniðin
að þörfum hvers og eins.
Inneignarkort í stað matarpoka
– nauðsynlegt samstarf
Nú 1. maí hófst ný tegund
mataraðstoðar, inneignar-
kort í stað matarpoka. Um
leið var ákveðið að Hjálpar-
starf kirkjunnar myndi aðeins
aðstoða barnafólk með mat en
vísa öðrum til hinna hjálpar-
samtakanna, þar sem þau
starfa. Séu engin slík, veitum
við öllum aðstoð. Þetta er gert
vegna þess að inneignarkortin
eru dýrari leið og vegna þess
að rannsóknir sýna að barna-
fjölskyldur hafa það verst í
kreppu. Um leið ýtum við við
áragamalli ósk okkar til hinna
samtakanna um að við vinnum
saman, skiptum með okkur
umsækjendahópnum. Þann-
ig komum við í veg fyrir að
sumir fari á marga staði eftir
aðstoð. Þannig getum við sniðið
aðstoðina hver að sínum hópi.
Allir sem sækja um aðstoð hjá
okkur þurfa að koma með gögn
um tekjur og útgjöld. Það sem
er afgangs ræður því hvort við-
komandi fái aðstoð. Þannig fá
aðeins þeir verst settu hjálp.
Við veitum neyðaraðstoð en
ekki viðbót við framfærslu.
Fjármálaráðgjöf hefur bæst
við hjá okkur. Strax bókaðist í
hana. Skjólstæðingum okkar
gefst nú líka nýr kostur – ein-
staklings- og fjölskylduráðgjöf.
Tilboðin byggja á þúsundum
viðtala sem ég hef tekið um
þörfina. Tekið skal fram að öll
önnur aðstoð okkar en mat-
araðstoð er ætluð öllum, bæði
barnafólk og öðrum, hvar sem
er á landinu.
Hvað veist þú í alvöru um
fátækt á Íslandi? Fylgstu með
sjónvarpsþættinum
Hjálparstarfið hefur gerst
aðili að Evrópusamtökum gegn
fátækt og félagslegri einangr-
un. Við væntum samstarfs og
frjórra hugmyndaskipta um
þennan alheimsvanda. Hér á
landi hefur vantað góða og upp-
lýsta umræðu meðal almenn-
ings og ráðamanna. Fimmtu-
dagskvöldið 26. maí verður, í
opinni dagskrá, þáttur á Stöð
2 með viðtölum við þá sem búa
við fátækt á Íslandi og fræði-
menn um vandann. Ég skora á
þig að fylgjast með. Við verð-
um að vita hvernig ástandið er.
Svo verðum við að bregðast
við – þú og ég, íslenskir sam-
borgarar.
Ég hef verið gagnrýnd fyrir að segja
að margir þurfi aðra aðstoð en að fá
matarpoka – þótt enginn lifi án matar.
Hjálparstarf
Vilborg
Oddsdóttir
félagsráðgjafi
Hjálparstarfs
kirkjunnar
vhs spólu í
kolaportinu
Stöð 2, Stöð 2 Bíó og Stöð 2 Extra kosta aðeins 229 krónur á dag í Stöð 2 Vild.
Tryggðu þér áskrift í dag!
FYRIR 229 KRÓNUR
FÆRÐ ÞÚ:
frábæra skemmtun í
heilan sólarhring fyrir
alla fjölskylduna
eða
512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000