Fréttablaðið - 13.05.2011, Page 42

Fréttablaðið - 13.05.2011, Page 42
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR26 BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. fugla hljóð, 6. kringum, 8. hluti verkfæris, 9. hlaup, 11. ekki, 12. rót, 14. kvenvargur, 16. karlkyn, 17. þunnur vökvi, 18. blund, 20. átt, 21. umstang. LÓÐRÉTT 1. veltingur, 3. tveir eins, 4. fjölmiðlar, 5. ái, 7. raf, 10. rúm ábreiða, 13. poka, 15. gan, 16. nögl, 19. guð. LAUSN Yfirmaðurinn þinn rekur þig, Þú verður sköllóttur Og tengda- mamma þín flytur inn. Ekki góð hug- mynd! Ég veit allt um það! Geturðu skipt fimmara, Palli minn? Kannski... Ég var að meina fimm þúsund og þú veist það. Miðað við minn vasapening þá verður maður að hugsa í smærri einingum. Látum okkur sjá já, veistu jú, hérna! Ég fæ að velja næstu tann- burstategund! Ég fæ að sitja við hliðina á pabba við kvöldmatinn, ég fæ fyrsta glasið úr mjólkurfernunni og ég fæ að velja útvarpsstöðina í næstu bílferð! Solla, það er eins og þú sért á hött- unum eftir rifrildi. einsog? Hamfara- spákona LÁRÉTT: 2. ropa, 6. um, 8. orf, 9. gel, 11. ei, 12. grams, 14. skass, 16. kk, 17. lap, 18. lúr, 20. na, 21. ómak. LÓÐRÉTT: 1. rugg, 3. oo, 4. pressan, 5. afi, 7. merskúm, 10. lak, 13. mal, 15. span, 16. kló, 19. ra. Breytt landnotkun við Hornbrekkubót, Ólafsfirði Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 þann 13. apríl 2011. Skipulagsbreytingin snýr að breytingu á landnotkun 1700 m2 landsvæðis við Hornbrekkubót í Ólafsfirði. Vestasti hluti verslunar- og þjónustusvæðis í Hornbrekkubót mun fá skilgreininguna opið svæði til sérstakra nota í samræmi við aðliggjandi svæði. Breytingin auglýsist hér með skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Bæjarstjóri Fjallabyggðar Auglýsing um óverulega breytingu á aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2028 Hafðu samband 773 6262 Árni Þór Sölufulltrúi arni@remax.is Sími: 773 6262 Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali Vegna aukningar á sölu fasteigna vantar okkur eignir í sölu. Hringdu núna og ég veiti þér góða þjónustu Lind Ennþá eru til risaeðlur. Í hvert skipti sem við höldum að þær séu útdauðar rís ein- hver þeirra upp og afsannar kenninguna. Nú síðast reis upp risaeðla í líki formanns þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum og fullyrti að fólkið sem ynni hvað harðast að því að hjálpa þolendum kynferðisbrota yki vandann sem slík brot væru. UMRÆÐA um skömmina sem þolendur kynferðisbrota upplifa oft virðist með öllu hafa farið framhjá honum, sem og sú stað- reynd að aðeins brot af þolendum kærir gerendurna til lögreglu einmitt af þessum sökum, og því er afar eðlilegt að tölum hjá lögreglu og hjálparsamtökum ber ekki saman. NEI, samtökin Stígamót nærast á því að vandamálið sé til staðar, segir hann. Nú veit ég ekki hversu mikið almenningur les fréttir af þessum ógeðslegu verknuðum, hvað þá að hann lesi dóma þar sem þeim er lýst í þaula. En þeir sem það gera held ég að gætu sammælst um að enginn vill hagnast á því að vandamálið sé til staðar. Allra síst fólkið sem vinn- ur við að heyra og vinna úr slíkum frásögn- um og upplifunum. Hvort sem er hjá lögreglu eða hjálparsamtökum. Þvert á móti myndu líklega engir fagna því meira ef starf þeirra yrði gert óþarft en einmitt þetta fólk. SEM betur fer virðast þó fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því sem Stígamót hafa lengi reynt að koma fólki í skilning um. Það er ekki til afsökun fyrir beitingu kyn- ferðisofbeldis og enginn, nokkurn tíma, á að þola það. Ekki heldur um verslunar- mannahelgi. Enda virðast líka fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að vanda- málið hverfur ekki þó að við lokum fyrir því augunum. FLEIRI tilkynningar til lögreglu þýða ekki endilega fleiri mál. Þær þýða hins vegar að skömminni hefur verið komið þangað sem hún á heima, hjá gerendum. Það dugar samt skammt þegar ekki tekst að klára málin og fá þá dæmda. Þess vegna eigum við að hafa áhyggjur af því að lögreglan hafi ekki undan við að rannsaka kynferðisbrot. UNDANFARIÐ hafa risaeðlur vissulega komið fram í sviðsljósið en hafa jafn- óðum verið afhjúpaðar sem slíkar – sem boðberar úrelts viðhorfs. RISAEÐLURNAR eru kannski ekki alveg útdauðar. En þeim fer að minnsta kosti fækkandi. Af risaeðlum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.