Fréttablaðið - 13.05.2011, Blaðsíða 46
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR30 30
menning@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 13. maí 2011
➜ Tónleikar
21.00 Tuborg og Bar 11 bjóða til tón-
listarveislu á Bar 11 í sumar. Frítt verður
inn á alla tónleikana. Hljómveitin Leg-
end spilar í kvöld og opnar húsið kl. 21.
22.00 Hljómsveitin Árstíðir heldur
tónleika á Kaffi Rósenberg í kvöld kl.
22. Spiluð verða lög af væntanlegri
plötu Árstíða.
➜ Opnanir
10.00 Opnun sýningarinnar Þetta
vilja börnin sjá verður í dag kl. 10.
Hollar veitingar í boði. Allir velkomnir.
➜ Kvikmyndir
13.00 Borgarbókasafn Reykjavíkur
sýnir þýskar teikni- og hreyfimyndir frá
árunum 2000-2007 dagana 13.-24. maí.
Fjölmargar stuttmyndir sýndar. Sýning-
arnar hefjast kl. 13 alla dagana.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Takmarkaður sýningafjöldi
Miðasölusími: 551 1200
eða á leikhusid.is
Sprenghlægileg og smart sýning!
EB, Fbl.
Sun 15.maí kl.19
Fös 20.maí kl.22
Lau 21.maí kl.22
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
„Mikið er nú gaman í leikhúsi
þegar það er gaman!“ – EB, Fbl
„Skemmtileg og hressandi leikhúsupplifun,
öðruvísi og ögrandi“ – IÞ, Mbl
HRYLLILEGA KRASSANDI RUSLÓPERA
MEÐ TÓNLIST TIGER LILLIES
Eva Gabrielsson, ekkja
Stiegs Larsson, segist seint
munu fyrirgefa föður og
bróður metsöluhöfundarins
fyrir að neita henni um arf-
inn sem Larsson lét eftir
sig. Málinu verði líklega
aldrei lokið af hennar hálfu
en hún láti það þó ekki
stjórna lífi sínu.
Eva Gabrielsson var sambýlis-
kona sænska rithöfundarins
Stiegs Larsson í rúma þrjá ára-
tugi. Larsson féll skyndilega frá
2004, nokkrum mánuðum áður
en fyrsta bókin í Millennium-þrí-
leiknum, Karlar sem hata konur,
kom út og sló í gegn um allan
heim.
Framhaldið þekkja allir. Þar
sem parið hafði aldrei gift sig
erfðu faðir og bróðir Larssons
réttinn að bókum hans og auðæfin
sem fylgdu. Gabrielsson hefur átt
í harðvítugum, opinberum deil-
um við feðgana allar götur síðan.
Fyrr á árinu gaf hún út tvær
bækur. Gabrielsson var gestur á
höfundakvöldi í Norræna húsinu í
gærkvöldi en fyrr á árinu gaf hún
tvær bækur; „Sambo: ensammare
än du tror“ og „Millennium, Stieg
& jag“.
Í þeirri fyrri fjallar hún um
sambúðarlöggjöfina í Svíþjóð,
en í þeirri síðari reifar hún þætti
úr sambandi sínu og Larssons,
sem hún segir að hafi ratað í
bækurnar.
„Fyrri bókina skrifaði ég í
þeirri von að geta breytt löngu
úreltum sambúðarlögum í Sví-
þjóð,“ segir Gabrielsson í samtali
við Fréttablaðið. „Það er órétt-
látt að löggjafinn líti ekki á sam-
býlisfólk sem pör bara vegna þess
að það vantar einhverja pappíra.
Veruleikinn á að fá að tala sínu
máli. Í tólf ríkjum Bandaríkj-
anna gengur löggjafinn einfald-
lega úr skugga um hvort um raun-
verulega sambúð var að ræða ef
skera þarf úr um arf. Hafi parið
verið með sameiginlegan fjárhag
eða búið á sama stað í ákveðinn
tíma er slíkt samband talið jafn-
gilda hjónabandi hvað erfðarétt
varðar.“
Síðari bókina skrifaði Gabriels-
son til að varpa ljósi á til dæmis
tilurð Millennium-þríleiksins.
„Þetta er ekki endurminninga-
bók eða ævisaga, ég vildi einfald-
lega koma því á hreint hvernig
þessar bækur urðu til og hvernig
ýmislegt úr okkar sambandi rataði
beint í bækurnar, þar á meðal hug-
myndir frá mér og fleira sem ég
lagði til.“
Gabrielsson segist ekki líta á
sig sem meðhöfund bókanna hvað
sjálfar skriftirnar áhrærir; þær
hafi Stieg séð alfarið um. „En inni-
haldið er að mörgu leyti afrakstur
samstarfs sambands okkar. Eng-
inn hefði vefengt það hefðum við
verið gift.“
Lætur deilurnar ekki ráða lífi sínu
Deilurnar um arfinn og höfunda-
réttinn hafa nú staðið í á sjöunda
ár. Gabrielsson fullyrðir að hún hafi
hins vegar aldrei látið þær heltaka
líf sitt.
„Ég skrifaði þessa bók meðal
annars til þess að þurfa ekki að
svara mikið fleiri spurningum um
þetta mál. Það sem gerðist þegar
fyrsta bókin kom út 2005 var ég
sú eina sem þekkti Stieg og verkið
virkilega vel. Ég neyddist þannig
hálfpartinn til að verða hinn opin-
beri fulltrúi bókarinnar, mæta í við-
töl og gera það sem Stieg hefði þurft
að gera hefði hann lifað. Ég geri ráð
fyrir að gera það áfram.
Ég var aftur á móti aldrei háð
Stieg með líf mitt eða afkomu. Ég
er í minni eigin vinnu, á áhugamál
sem ég sinni og svo framvegis. Ég
hef því ekki látið þetta mál verða
ráðandi í lífi mínu. Ég held hins
vegar að því verði aldrei lokið af
minni hálfu því óréttlætið verður
ávallt til staðar.“
Gagnrýnir Larsson-iðnaðinn
Gabrielsson er afar gagnrýnin út í
það sem hún kallar „Stieg Larsson-
iðnaðinn“, sem ekki ber að rugla
saman við „Millennium-iðnaðinn“.
„Sá síðarnefndi gerir út á sjálf-
ar bækurnar, sem er fínt. Þær voru
skrifar til að vera lesnar sem víðast.
„Stieg Larsson-iðnaðurinn gengur
hins vegar út á að reyna að græða á
persónu Stiegs; að gera heimildar-
myndir um hann, blaðagreinar og
jafnvel ævisögur. Markmiðið er
fyrst og fremst að búa til vöru með
tengingu við nafn Stiegs Larsson
og vonast eftir skjótvinnum gróða.
Ég hef fengið ótal fyrirspurnir frá
fólki um samstarf við slík verkefni
en ávallt afþakkað. Ég hef engan
áhuga á taka þátt í því að að búa til
söluvöru úr persónunni.“
Hef enga ástæðu til að fyrirgefa
Því trúir hún hins vegar vel upp
á Larsson-feðgana, sem hún segir
hafa nálgast höfundarverk Stiegs
Larssons fyrst og fremst með því
hugarfari að græða á því.
Spurð hvort reiðin í þeirra garð
hafi hjaðnað með árunum verður
Gabrielsson ströng á svipinn.
„Ég verð reið eins lengi og þess
þarf. Ég hef enga ástæðu til ann-
ars. Til að fyrirgefa einhverjum
þarf viðkomandi að iðrast gjörða
sinna og breyta rétt. Þar til það
gerist á ég ekki eftir að fyrirgefa
þeim. Hvort það sé líklegt til að ger-
ast er ekki mitt vandamál heldur
þeirra. Skömmin er þeirra og allur
umheimurinn veit það.
bergsteinn@frettabladid.is
Verð reið svo lengi sem
óréttlætið er til staðar
EVA GABRIELSSON Þau Stieg Larsson bjuggu saman í 32 ár en þar sem þau voru ógift fékk hún engan arf. Hún vinnur að því að
bæta réttarstöðu para í óstaðfestri sambúð í Svíðþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ÞAÐ SEM ER Í KAOLIN Sigríður Júlía Bjarnadóttir myndlistarmaður sýnir olíumálverk á sýningunni
„Það sem er“ í Gallerí KAOLIN Ingólfsstræti 8. Sýningin stendur til 23. maí og er opin alla virka daga
klukkan 12 til 18 og frá 11 til 15 langa laugardaga.
Ég verð reið eins lengi og það þarf.
Ég hef enga ástæðu til annars. Til að
fyrirgefa einhverjum þarf viðkomandi að iðrast
gjörða sinna og breyta rétt.
EVA GABRIELSSON
EKKJA STIEGS LARSSON