Fréttablaðið - 13.05.2011, Síða 54

Fréttablaðið - 13.05.2011, Síða 54
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR38 Katy Perry segir að eigin- maður sinn, Russell Brand, haldi henni jarðtengdri. Hún eigi það til að missa stund- um fótanna í glamúr og glys fræga fólksins. Þetta kemur fram í Vanity Fair. Perry sló eftirminnilega í gegn árið 2008 og viðurkenn- ir í viðtalinu að frægðin eigi það stundum til að stíga henni til höfuðs. Þá hafi hún mann- inn sinn til að koma sér niður á jörðina aftur. „Hann kemur mér alltaf í samband við raunveruleikann og minnir mig á hvað það er í lífinu sem skiptir mestu máli.“ Heldur Perry á jörðinni GLEYMIR SÉR Katy Perry gleymir sér stundum í frægðinni en maðurinn hennar, Russell Brand, er fljótur að kippa henni niður á jörðina aftur. Leonardo DiCaprio er hættur með kærustu sinni, ísraelsku fyrirsætunni Bar Rafaeli. Þetta kemur fram í New York Post. Þau hafa verið saman í fimm ár og ákváðu í síðustu viku að þetta væri orðið gott. „Þetta var óhjákvæmilegt, þau eru ennþá vinir og tala saman. Þau hafa bara þrosk- ast hvort í sína áttina,“ hefur New York Post eftir heimildarmanni sínum. Blaðið greinir jafnframt frá því að hvorki DiCaprio né Rafaeli hafi verið reiðubúin til að binda sig til fram- búðar; þau séu bæði ákaflega upptekin á sínu sviði og hafi því vart tíma fyrir hvort annað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem DiCaprio og Rafaeli hætta saman, þau voru í sundur í sex mán- uði árið 2009 eftir að hafa verið saman í fjögur ár. DiCaprio hefur lýst því yfir að hann sé ekki viss um að hjónaband sé rétti hlutur- inn fyrir sig. „Ég hef séð allt of mörg hamingjusöm hjónabönd fara í súginn og þá hef ég yfirleitt verið jafn hissa og allir aðrir.“ DiCaprio á lausu HÆTT SAMAN Leonardo DiCaprio og Bar Rafaeli eru hætt saman eftir fimm ára samband. Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan hefur verið dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að stela háls- meni af skartgripasala í Kaliforníu og rjúfa skilorð. Henni hefur jafn- framt verið gert að gangast undir sálfræðimeðferð vegna stelsýki. Lohan getur þó prísað sig sæla þar sem talið er líklegt að hún þurfi ekki að afplána dóminn í fangelsi því þau eru öll uppfull í Kaliforníu. Er því talið líklegt að Lohan fái að afplána dóminn í stofufangelsi. Lohan hefur átt ákaflega erf- itt uppdráttar undanfarin ár, en þetta er annar dómurinn á fjórum árum sem hún hlýtur. Upphafið að þessum dómi má rekja til þess að hún réðst að starfsmanni Betty Ford-meðferðarheimilisins í des- ember síðastliðnum. Samkvæmt skýrslum sem lagðar voru fyrir dómara í vikunni virðist Lohann hafa stolist út um miðja nótt og pantað sér drykki á veitingastöð- um og börum. Með þeirri hegðun sinni rauf hún skilorðið sem hún var dæmd til að halda árið 2007 fyrir ölvunarakstur. Lohan sendi frá sér yfirlýsingu eftir að dómurinn var genginn í gegn og sagðist vera þakklát fyrir þá sanngirni sem hún hefði mætt í dómsal. „Nú bið ég bara um að fá að afplána minn dóm í friði frá fjölmiðlum.“ Lohan á leið í fangelsi VANDRÆÐASEGGUR Lindsay Lohan er vandræðagemlingur og hefur nú verið dæmd í 120 daga fangelsi. Talið er líklegt að hún fái að afplána þann tíma í stofufangelsi. Leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á Cannes-hátíðinni í Frakk- landi á morgun. Á meðal þátttakenda verða Zinedine Zidane, Eric Cantona og Jude Law. Friðrik Þór Friðriksson, leik- stjóri og framleiðandi, tekur þátt í góðgerðaleik í fótbolta á kvik- myndahátíðinni í Cannes sem nú stendur yfir í Frakklandi. Á meðal þekktra einstaklinga sem hafa boðað komu sína eru frönsku landsliðsmennirnir fyrrverandi Zinedine Zidane, Eric Cantona og Youri Djorkaeff, auk leikarans Jude Law. „Maður má ekkert taka á því í kvöld því maður verður að vera „fitt“ fyrir laugardaginn,“ segir Friðrik Þór, sem átti afmæli þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. Hann lætur því eingöngu vatn inn fyrir sínar varir fram að leik og ætlar að sleppa kokteilunum og kampavínsglösunum sem freista gesta Cannes hvað eftir annað. Friðrik Þór þarf að vera mættur í boltann klukkan níu í fyrramál- ið og er það fyrirtækið Nike sem stendur fyrir uppátækinu. „Mig grunar að þetta sé strandbolti því Cantona er að kynna strandbolta úti um allan heim. Hann er miklu erfiðari fyrir gamla menn,“ segir leikstjórinn og hlær. „En þetta kemur bara í ljós á laugardaginn.“ Friðrik er í fínu formi enda spil- ar hann fótbolta þrisvar í viku með Lunch United. Hann ætlar ekki að hika við að láta stjörnurn- ar finna fyrir því ef hann lendir á móti þeim í liði. „Jú, jú, það verð- ur að hafa gaman af þessu.“ Hann hefur sótt kvikmyndahá- tíðina í Cannes yfirleitt á hverju ári síðan 1987 og þekkir því hverja þúfu í borginni. Margt frægt fólk spókar sig um á hátíð- inni og stutt er síðan Friðrik hitti leikarann Fisher Stevens, sem lék undir hans stjórn í myndinni Cold Fever. Hann fór einnig í hádegisverð með ítölsku leikkon- unni Claudiu Cardinale sem var mikið kyntákn hér á árum áður og lék í myndum eftir leikstjórana Federico Fellini og Sergio Leone, auk þess að fara með hlutverk í The Pink Panther á móti Peter Sellers. „Ég er að reyna að fá hana til Íslands á kvikmyndahátíðina RIFF í haust,“ sagði leikstjórinn, sem verður í Cannes í eina viku. freyr@frettabladid.is Leikur knattspyrnu með stjörnunum í Cannes BOLTI MEÐ STJÖRNUNUM Friðrik Þór Friðriksson spilar fótbolta með stjörnum á borð við Zinedine Zidane, Eric Cantona og Jude Law í Cannes. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TILBOÐ 3 TILBOÐ 2 TILBOÐ 1 Komið og prófið nýja matseðilinn okkar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.