Fréttablaðið - 13.05.2011, Síða 58
13. maí 2011 FÖSTUDAGUR42
sport@frettabladid.is
MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR heldur áfram að fara á kostum í sænska kvenna-
boltanum. Hún tryggði liði sínu, Kristianstad, sigur á Tyresö í gær með eina marki leiksins.
Kristianstad hefur komið skemmtilega á óvart í upphafi tímabils og er í öðru sæti deildarinnar.
FÓTBOLTI Stelpurnar okkar í
kvennalandsliðinu spila sinn
fyrsta leik í undankeppni EM 2013
þegar Búlgarar mæta á Laugar-
dalsvöllinn í næstu viku. Sigurður
Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálf-
ari er búinn að velja 22 manna hóp
fyrir leikinn.
„Við rennum aðeins blint í sjó-
inn því við höfum aldrei spilað
við Búlgaríu en ég er búinn að sjá
nokkra leiki með þeim á DVD og
þær eru sýnd veiði en ekki gefin,“
sagði Sigurður Ragnar, en þetta
verður einn af skyldusigrum
stelpnanna í riðlinum. „Þær töp-
uðu nokkrum leikjum frekar stórt
í síðustu undankeppni en þeim
tókst líka að ná jafntefli við Dan-
mörku úti í Búlgaríu þannig að
þær virðast geta varist. Við þurf-
um að sýna þolinmæði og reyna
að brjóta þær niður,“ segir lands-
liðsþjálfarinn, en þetta er fyrsta
verkefni liðsins síðan það komst
í úrslitaleikinn á hinu sterka
Algarve-móti.
„Við spiluðum mjög vel á
Algarve og þá var liðið sérstak-
lega öflugt varnarlega og mark-
varslan mjög góð. Núna reikna ég
með að það muni reyna meira á
hversu gott liðið er að sækja. Ég
hugsa að við verðum miklu meira
með boltann í þessum leik og þá
snýst þetta aðallega um að reyna
að brjóta niður vörnina hjá þeim.
Algarve á að gefa okkur byr í segl-
in en það hjálpar okkur ekki beint
því við fáum ekki gefins mark
fyrir að hafa gengið vel í mars,“
segir Sigurður.
Sigurður Ragnar valdi þær
stelpur sem voru í aðalhlut-
verki þegar liðið náði öðru sæti
í Algarve-bikarnum og þá kemur
Hólmfríður Magnúsdóttir aftur
inn í hópinn eftir meiðsli.
Hann valdi líka þrjá nýliða í
hópinn, Stjörnustelpuna Eyrúnu
Guðmundsdóttur, KR-inginn
Katrínu Ásbjörnsdóttur og hina
sautján ára gömlu Guðmundu
Brynju Óladóttur frá Selfossi.
„Ég hef haldið mig við þessa
stefnu því við höfum ekkert 21 árs
lið. Þetta er aðeins til að brúa bilið
og til að ungir og efnilegir leik-
menn fái nasaþefinn af A-lands-
liðinu,“ segir Sigurður Ragnar.
„Við höfum séð unga leikmenn
vinna sér sæti í liðinu, eins og
Söru Björk Gunnarsdóttur, Dag-
nýju Brynjarsdóttur og Rakel
Hönnudóttur,“ segir Sigurður
Ragnar, en Guðmunda hefur verið
í aðalhlutverki með 17 ára lands-
liðinu sem komst alla leið í loka-
úrslit EM.
„Hún er aðeins eldri en Sara
var þegar ég valdi hana fyrst. Í
gegnum tíðina hafa okkar bestu
leikmenn byrjað í landsliðinu á
þessum aldri og núna höfum við
aldrei átt jafn gott 17 ára lands-
lið. Mér finnst mikilvægt að senda
þau skilaboð út að ungir leikmenn
geti unnið sér sæti í landsliðinu
með því að standa sig vel. Ef leik-
menn eru nógu góðir á ekki að
skipta neinu máli hvað þeir eru
gamlir eða hvar þeir spila,“ sagði
Sigurður Ragnar að lokum. - óój
Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi 22 manna hóp fyrir fyrsta leikinn í EM 2013:
Við fáum engin gefins mörk
fyrir að ganga vel í mars
SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON Á leið í
þriðju undankeppnina. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI „Það var grátlegt að þetta
mark skyldi ekki duga til sigurs.
Enda lamdi ég fast í jörðina þegar
þeir jöfnuðu,“ sagði Matthías Vil-
hjálmsson, fyrirliði FH, sem taldi
sig hafa tryggt FH sigur í Keflavík
er hann skoraði glæsilegt mark úr
aukaspyrnu af um þrjátíu metra
færi.
Gamla brýnið Grétar Ólafur
Hjartarson sá aftur á móti til þess
að FH fór aðeins með eitt stig
í Hafnarfjörðinn er hann jafn-
aði leikinn fyrir heimamenn í
uppbótartíma.
„Við vorum að vonast til þess að
byrja mótið aftur. Við erum þó með
fjögur stig og það er jafn mikið og
eftir fjórar umferðir í fyrra. Ef
við vinnum næsta leik er byrjunin
betri en fyrir ári. Þetta er því ekki
alslæmt en þetta gæti verið betra,“
sagði Matthías, en FH er búið að
vinna einn leik, gera eitt jafntefli og
tapa einum leik. Liðið er þó aðeins
þrem stigum á eftir toppliði KR.
„Það hefur ýmislegt vantað upp
á hjá okkur. Við þurfum að taka
betri ákvarðanir á síðasta þriðj-
ungi vallarins og nýta færin okkar
betur. Svo er svolítið einbeitingar-
leysi hjá okkur í föstum leikatrið-
um. Mér finnst við hreinlega hafa
verið klaufar í þessum leikjum þar
sem við höfum misst stig. Við klár-
um ekki færin okkar og þá er okkur
refsað. Þessu verður að breyta.“
FH-ingum var spáð titlinum
fyrir tímabilið enda liðið ákaflega
vel mannað og hópurinn breiður.
Matthías segir að menn finni ekk-
ert sérstaklega fyrir pressunni
enda ætli FH sér alltaf stóra hluti.
„Pressan hefur engin áhrif á
okkur. Þetta hefur alltaf verið
svona síðan ég byrjaði í meistara-
flokki. Pressan ætti frekar að kalla
á að menn væru enn einbeittari
en ella,“ sagði Matthías, sem var
ekki ánægður með fyrstu tvo
leikina hjá sér í mótinu.
„Það eru margir góðir leikmenn
í FH og reyndir. Við hjálpumst
allir að en ég set alltaf mjög mikla
pressu á sjálfan mig. Fyrstu tveir
leikirnir voru vonbrigði hjá mér
persónulega en mér leið mun betur
í Keflavík. Ég vona að með hækk-
andi sól verði ég enn betri.“
Matthías fór utan til Englands í
vetur þar sem hann var í láni hjá
enska C-deildarliðinu Colchester.
Dvölin þar var styttri en áætlað
var enda fékk Matthías lítið sem
ekkert að spreyta sig hjá félaginu.
„Dvölin þar gerði mér samt mjög
gott og ég lærði heilmikið sem ég
get nýtt mér. Það var gott að fá
smjörþefinn af atvinnumennsk-
unni því nú veit ég betur hvað þarf
til ef ég ætla að komast í atvinnu-
mennsku. Ég bað um að koma heim
fyrr þar sem mig vantaði leikæf-
ingu. Ég vildi koma heim og spila
þó svo að æfingarnar úti hefðu
verið ágætar. Það var nauðsynlegt
að fá leiki í Lengjubikarnum svo
ég yrði klár fyrir sumarið,“ sagði
Matthías.
Þó svo að FH-vélin hafi hikstað
örlítið í fyrstu leikjunum segir
Matthías engar líkur vera á því að
leikmenn liðsins fari á taugum.
„Við erum alveg rólegir. Við
þurfum ekkert að panikka fyrr en
í svona 20. umferð ef staðan verður
slæm þá,“ sagði Matthías léttur.
henry@frettabladid.is
Set mikla pressu á sjálfan mig
FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson er leikmaður 3. umferðar í Pepsi-deild karla. Matthías lék afar vel gegn
Keflavík og skoraði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu. Matthías fékk smjörþefinn af atvinnumennsk-
unni í vetur er hann var lánaður til Englands. Hann segir FH-inga vera rólega þrátt fyrir misjafna byrjun.
KOMINN Í GANG Matthías átti magnaðan leik gegn Keflavík og skoraði eitt af
mörkum ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Lið umferðarinnar
4-4-2
Magnús Pétursson Stjarnan
Guðmundur Reynir Gunnarsson KR
Haraldur Freyr Guðmundsson Keflavík
Jón Orri Ólafsson Fram
Rasmus Christiansen ÍBV
Tómas Óli Garðarsson Breiðablik
Matthías Vilhjálmsson FH
Viktor Bjarki Arnarsson KR
Þórarinn Ingi Valdimarsson ÍBV
Robbie Winters Grindavík
Garðar Jóhannsson Stjarnan
HANDBOLTI Þjálfarinn Aðalsteinn
Reynir Eyjólfsson er heldur betur
að gera það gott með þýska B-
deildarliðið Eisenach þessa dag-
ana, en það hefur tryggt sér sæti
í nýrri B-deild þýska boltans á
næstu leiktíð.
„Það er búið að vera gríðarlega
mikið undir í vetur og félög að
berjast fyrir lífi sínu. Þetta
hefur verið merkilegt ár,“
sagði Aðalsteinn, en hans
lið er taplaust í tíu leikjum í
röð. Þar af unnust níu leikj-
anna. B-deildin er tvískipt
í ár en verður sameinuð í
eina á næsta ári. Aðeins
níu lið af átján í deild
Eisenach fá sæti í nýrri
sameiginlegri B-deild á
næsta ári. Þeirra félaga
sem falla bíður nýtt rekstr-
arumhverfi og jafnvel
gjaldþrot.
„Það má segja að framtíð
félaganna hafi verið undir
á þessu tímabili,“ sagði Aðalsteinn,
sem tók við liðinu í lok síðasta
tímabils.
„Það er vel staðið að öllu hér.
Vel stutt við liðið, fjórtán atvinnu-
menn í hópnum og ekki yfir neinu
að kvarta. Þetta er það besta sem
ég hef komist í á mínum ferli,“
sagði Aðalsteinn, sem verður
áfram þjálfari þar sem liðið
verður áfram í B-deild. Ef það
hefði mistekist væri hann
án samnings.
„Þetta var mitt fyrsta
ár í þessari deild og
ég varð því að sanna
mig. Þetta er því mik-
ill sigur fyrir mig
persónulega. Ég líki
þessu við að vinna titil.
Ég vissi ekki hvernig ég
átti að vera eftir að áfang-
anum var náð. Svo var
tómarúm daginn eftir en
ég er að ná áttum,“ sagði
Aðalsteinn léttur. - hbg
Aðalsteinn vann þrekvirki með þýska liðið Eisenach:
Mikill sigur fyrir mig
FÓTBOLTI Kenny Dalglish skrifaði
í gær undir þriggja ára samning
við Liverpool og getur nú farið að
huga að því að setja saman leik-
mannahóp liðsins fyrir næsta
tímabil. Dalglish tók við liðinu
tímabundið í janúar en fékk
nýjan samning eftir að hafa ger-
breytt spilamennsku og gengi
liðsins.
„Það skiptir ekki máli hvort
leikmenn eru keyptir fyrir háar
eða lágar fjárhæðir heldur er
aðalatriðið að eyða peningunum
af skynsemi. Ég hef peninga til
þess að eyða í leikmenn en það
mun ekki tryggja eitt eða neitt.
Ég ætla að eyða skynsamlega í
leikmenn í sumar,“ sagði Kenny
Dalglish.
„Eins og hjá öllum fótbolta-
klúbbum verða einhverjar hreyf-
ingar á mönnum inn eða út og
ég er viss um að það verður
nóg af pælingum um hve sér að
koma eða fara. Þið munið jafn-
vel þekkja einhver nöfnin,“ sagði
Dalglish léttur að vanda.
„Við ætlum að stunda góð við-
skipti í sumar og því betur sem
það tekst, þeim mun betur mun
ganga í framhaldinu,“ sagði
Dalglish. - óój
Dalglish framlengdi:
Ætlar að eyða
skynsamlega
KENNY DALGLISH Hefur slegið í gegn
með Liverpool eftir áramót.
NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES