Fréttablaðið - 01.06.2011, Síða 12
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR12
EFNAHAGSMÁL Þingmenn Fram-
sóknarflokksins lögðu nýverið
fram ýtarlegar tillögur til átaks
í atvinnumálum á Alþingi. Til-
lögurnar eru 46 talsins, og áætla
þingmennirnir að verði þær að
veruleika gæti störfum fjölgað um
tólf þúsund á næstu árum.
Í tillögunum, sem unnar voru af
atvinnumálanefnd Framsóknar,
er meðal annars lagt til að skulda-
meðferð lítilla og meðalstórra
fyrirtækja sem talin eru rekstr-
arhæf fari fram með gegnsæjum
hætti og ljúki sem fyrst.
Framsóknarmenn vilja einnig
endurskoða skattaumhverfi
atvinnulífsins til að tryggja sam-
keppnishæfi landsins.
Lagt er til að ríkið leggi í kynn-
ingarátak til að efla ferðaþjón-
ustuna allt árið. Til þess verði
varið 350 milljónum króna gegn
því að fyrirtæki í ferðaþjónustu
leggi fram aðra eins upphæð.
Þá er lagt til að endurgreiðslur
til kvikmyndagerðar verði hækk-
aðar, sparisjóðir verði endurskipu-
lagðir, loðdýrarækt verði tryggt
samkeppnishæft umhverfi og
skattaumhverfi vegna olíuleitar í
landhelginni verði bætt. - bj
Þingmenn Framsóknarflokksins leggja fram 46 tillögur til átaks í atvinnumálum:
Störfum gæti fjölgað um 12 þúsund
TILLÖGUR Birkir Jón Jónsson, varafor-
maður Framsóknarflokksins, var for-
maður atvinnumálanefndar Framsóknar,
sem kom fram með tillögurnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KJARNORKUVERI BREYTT Í TÍVOLÍ
Gamalt kjarnorkuver í Kalkar í Þýska-
landi, skammt frá landamærum
Hollands, er nú notað sem skemmti-
garður. NORDICPHOTOS/AFP
HAÍTÍ, AP Líklega hafa mun færri
látist í jarðskjálftanum á Haítí í
upphafi síðasta árs en opinberar
tölur segja til um. Þetta er niður-
staða skýrslu sem unnin var fyrir
Þróunarstofnun Bandaríkjanna,
USAID. Skýrslan hefur ekki verið
birt enn þar sem lokafrágangur
stendur yfir.
Í niðurstöðum skýrslunnar, sem
fréttaveitan AP hefur undir hönd-
um, segir að líklega hafi á milli 46
þúsund og 85 þúsund manns látist í
jarðskjálftanum, sem er víðs fjarri
þeim 316 þúsund sem stjórnvöld á
Haítí segja að hafi látist.
Þá segir í skýrslunni að 895 þús-
und manns hafi flúið heimili sín og
375 þúsund búi enn í bráðabirgða-
skýlum á meðan opinberar tölur
segja að 1,5 milljónir manna hafi
flúið að heiman og 680 þúsund séu
enn á vergangi.
Þetta þykir skipta miklu máli
þar sem Haítí fékk tugmilljarða í
framlög frá stofnunum og öðrum
löndum til uppbyggingarstarfs
á grundvelli þess fjölda sem lést
eða þeirra sem þurfa hjálp sökum
hamfaranna.
Stjórnvöld í Haítí sögðust ekki
hafa séð skýrsluna og gátu því
ekki tjáð sig um efni hennar.
Talsmaður Jean-Max Bellerive,
fyrrum forsætisráðherra, sagði
hins vegar í samtali við AP að
skýrslan væri ófullkomin og rétt
tala látinna væri sennilega mun
nær opinberum tölum. - þj
Skýrsla Þróunarstofnunar Bandaríkjanna um afleiðingar jarðskjálftans á Haítí:
Segja færri látna en áður var talið
EYMD Þrátt fyrir að enginn efist um að mikil eymd sé á Haítí, eru skiptar skoðanir
um hversu margir létu þar lífið í skjálftanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EVRÓPUMÁL Útflutningur írska
hagkerfisins eykst um sjö prósent
árið 2011, samkvæmt útreikning-
um írska þjóðarbankans í skýrslu
um erlendar fjárfestingar. Þá er
meðtalin útseld þjónusta.
Blaðið Irish Times segir þetta
líkt frammistöðunni 2010, þegar
vöruútflutningur jókst um sjö
prósent en þjónusta til erlendra
um tíu prósent.
Laun hafa lækkað á Írlandi og
samkeppnishæfni landsins aukist.
Bein erlend fjárfesting jókst um
átján prósent í fyrra. - kóþ
Efnahagsmál Íra ekki alsvört:
Útflutningur
eykst frá Írlandi
SAMGÖNGUR Sýslumaðurinn
í Kópavogi setti lögbann á
þjónustu fyrirtækið Kynnisferðir í
gær. Bannið gerir það að verkum
að fyrirtækið má hvorki auglýsa
né aka áætlunarferðir á sérleyfis-
leiðum Bíla og fólks ehf., sem sér
um sérleyfisakstur um Suður-
landið undir nafninu Sterna.
Forsvarsmenn Bíla og fólks
fóru fram á það við sýslumann að
bannið yrði sett á og var það sam-
þykkt. Kynnisferðir mótmæltu
banninu á grundvelli þess að
þjónusta fyrirtækisins sé annars
eðlis en þess fyrrnefnda. Ekki
var fallist á þau rök. - sv
Lögbann sett á Kynnisferðir:
Beiðni Bíla og
fólks samþykkt
ÁRÓSAR Borgaryfirvöld í Árósum í
Danmörku hafa þurft að skipta um
lása í um 250 stofnunum í borginni
með kostnaði sem hleypur á millj-
ónum. Þjófar komust yfir lykla
og lykilnúmer, merkt viðeigandi
stofnunum, í innbroti á skrifstofur
hreingerningafyrirtækis.
Strax fór að bera á innbrotum í
stofnanir, en nú hefur verið lagt í
úrbætur. Fyrirtækið hefur beðist
afsökunar og ræðir nú við borgar-
yfirvöld um skaðabætur. - þj
Vandræði í Árósum:
Lyklaþjófar ollu
milljónatjóni
LYKLAMÁL Borgaryfirvöld í Árósum hafa
skipt um læsingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞORGILS
ZÜRICH, AP Aðalþing alþjóðaknattspyrnusam-
bandsins, FIFA, var sett í gær í skugga hneykslis-
mála sem komið hafa upp síðustu vikur.
Í opnunarræðu sinni sagði Sepp Blatter, for-
seti FIFA, uppljóstranirnar um mútuþægni
æðstu embættismanna skekja stoðir sambands-
ins. „Ég hélt að fótboltaheimurinn einkenndist
af prúðmennsku, virðingu og aga en því miður
hef ég séð að svo er ekki lengur,“ sagði Blatter,
sem gegnt hefur stöðu forseta frá árinu 1998.
Forsetakjör FIFA fer fram í dag en Blatter
er einn í framboði eftir að Mohammed bin
Hammam, forseti Knattspyrnusambands Asíu,
dró framboð sitt til baka á sunnudag í kjölfar
ásakana um mútur. Knattspyrnusambönd Eng-
lands og Skotlands hafa síðan sagt kosningarn-
ar skorta trúverðugleika og kallað eftir því að
þeim verði frestað þar til óháð rannsóknarnefnd
hafi kannað málið til hlítar.
Bin Hammam, sem hefur átt sæti í aðalstjórn
FIFA, hefur verið vikið úr stjórninni tímabundið
ásamt öðrum stjórnarmanni vegna ásakana um
að FIFA-fulltrúum frá Karíbahafsríkjum hafi
verið greiddar umtalsverðar fjárhæðir fyrir
stuðning við forsetaframboð bin Hammams.
Hafa ásakanirnar á hendur bin Hammam,
sem er frá Katar, einnig vakið spurningar um
kosningarnar sem fram fóru í desember um
keppnisstaði heimsmeistaramótanna 2018 og
2022. Niðurstaða þeirra kosninga var sú að
Rússland hlaut mótið 2018 og Katar 2022. Þann-
ig hefur komið upp á yfirborðið tölvupóstur sem
Jerome Valcke, aðalritari FIFA, skrifaði þar
sem hann segir bin Hammam hafa áformað að
kaupa forsetastólinn rétt eins og „þeir“ keyptu
heimsmeistaramótið.
Valcke hefur síðan neitað því að hann hafi
verið að vísa til mútanna, og að sama skapi hafa
talsmenn framboðs Katar harðneitað því að hafa
brotið af sér.
Áður hafa komið upp ásakanir um að tveimur
afrískum FIFA-fulltrúum hafi verið grett fyrir
að kjósa Katar.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem upp hafa
komið hneykslismál hjá FIFA í forsetatíð Sepps
Blatter. Hann hefur alla tíð verið umdeildur
og raunar verið kallaður teflon-maðurinn af
augljósum ástæðum.
Í þetta skiptið beinast ásakanirnar þó ekki
að honum, en Blatter var næstum hrakinn úr
embætti árið 2002 þegar lá við gjaldþroti FIFA
í kjölfar þess að markaðsfyrirtækið ILS fór á
hausinn.
Engu minna fjaðrafok var í kringum forseta-
kjörið 1998 þegar Blatter bar sigurorð af Sví-
anum Lennart Johansson, þáverandi forseta
Knattspyrnusambands Evrópu. Flugu ásakanir
um mútur og baktjaldamakk á báða bóga.
magnusl@frettabladid.is
Mútur og baktjaldamakk í
knattspyrnuhreyfingunni
Mikill fjölmiðlasirkus er í kringum aðalþing FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem sett var í Zürich
í gær. Hafa komið upp vísbendingar um mútuþægni og baktjaldamakk meðal æðstu embættismanna FIFA
í aðdraganda þess. Í þetta skiptið beinast spjótin þó ekki að hinum umdeilda forseta Sepp Blatter.
FRÁ ÞINGINU Sepp Blatter þótti ólíkur sjálfum sér við
setningu FIFA-þingsins í gær. Blatter lætur sér sjaldan
bregða þótt fjölmiðlamenn þjarmi að honum en æsti
sig í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KSÍ fylgir Evrópuþjóðunum að málum
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, situr aðalþing FIFA fyrir hönd Íslands. Vísir hafði samband
við Geir í gær og spurði hann um afstöðu KSÍ til forsetakjörsins. Englendingar og fleiri
þjóðir hafa sagst ætla að sitja hjá í kosningunni og kallað eftir óháðri rannsóknarnefnd.
Geir segir KSÍ ekki ætla að fylgja fordæmi þeirra.
„Evrópuþjóðirnar hafa hist og við fylgjum foringja vorum, Platini, og framkvæmdastjórn
UEFA eins og staðan er núna,“ sagði Geir og bætti við: „Við höfum sest niður með Norður-
landaþjóðunum og þar vilja allir gjarnan fá niðurstöðu í þessi mál. Það þarf að leiða fram
hvað er satt og rétt.“
Spurður hvort KSÍ væri að leggja blessun sína yfir spillinguna með því að kjósa Blatter
sagði Geir: „Við höfum stutt Blatter áður og vorum búnir að taka ákvörðun um að styðja
hann í þessu kjöri. Það er bara hægt að styðja þá sem eru í framboði. Maður veltur því líka
fyrir sér af hverju þeir bjóða sig ekki fram sem vilja stuðla að framgangi annarra mála.“