Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.06.2011, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.06.2011, Qupperneq 16
16 1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 N iðurstöður evrópsku könnunarinnar Eurobarometer on Youth, sem Fréttablaðið hefur sagt frá undan- farið, eru fyrir margar sakir merkilegar. Rann- sóknin felur í sér bæði jákvæð og neikvæð tíðindi fyrir Íslendinga sem taka ber mark á. 800 íslensk ungmenni á aldrinum 15 til 35 ára tóku þátt í rann- sókninni. Hún leiðir meðal annars í ljós að íslensk ungmenni líta háskólanám hér á landi mjög jákvæðum augum. Níutíu prósent þeirra telja háskóla- nám á Íslandi vera góðan kost. Þetta hljóta háskólarnir að geta unað vel við, ekki síst Háskóli Íslands, sem hefur þurft að takast á við aukna aðsókn og mikinn niðurskurð á sama tíma. Aðeins í Danmörku var hlut- fall jákvæðra til háskólanáms hærra. Íslendingar treysta skólakerfinu, eins og Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra orðaði það í blaðinu um helgina. Flestir Íslendingar segjast sækja háskólanám til að fá betri atvinnutækifæri eða hærri laun. Afar fáir vilja nota háskóla- námið til að auka tækifæri sín til að stofna eigið fyrirtæki. Þar eru Íslendingar á botninum. Í því felst vissulega vísbending fyrir atvinnulífið í landinu, eins og menntamálaráðherra sagði. Íslensk ungmenni tróna efst á listanum yfir þá sem helst vilja vinna annars staðar en í heimalandinu. 84 prósent þeirra geta hugsað sér að vinna í öðrum löndum í Evrópu. Fjörutíu prósent vilja vinna í öðrum löndum til lengri tíma. Svipað hlutfall segist þegar hafa prófað að dvelja erlendis í meira en mánuð vegna vinnu, náms eða sjálfboðastarfs. Þetta þarf ekki endilega að vera neikvætt, eins og Halldór S. Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, benti á í viðtali á mánudag. „Við erum eyland, ferðumst mikið og erum snemma búin að gera ráð fyrir því að við munum lík- lega flytjast búferlum á einhverjum tímapunkti.“ Því er ekkert óeðlilegt að íslensk ungmenni vilji prófa að búa annars staðar í Evrópu. Þessi víðsýni er af hinu góða. Hins vegar er áhyggjuefni hversu stór hluti ungra Íslendinga getur hugsað sér að flytjast til annarra landa til lengri tíma. Við höfum ekki efni á því að missa mikið af ungu fólki úr landinu, hvað þá öll fjörutíu prósentin sem geta vel hugsað sér að fara. Halldór, sem hefur lengi rannsakað atvinnuleysi, segir að fá tækifæri séu fyrir atvinnulaust ungt fólk hér á landi. Þannig hafi það verið um allnokkurt skeið. Ef fólk sér ekki tækifærin hér leitar það auðvitað annað. Í kjölfar hrunsins var mikið rætt um nauðsyn þess að hlúa að ungu fólki og koma í veg fyrir stórfellda fólksflutninga frá Íslandi. Þó að ýmislegt hafi verið reynt í þessum málum þarf að gera betur. Ekki er nóg að fólk vilji í yfirfulla háskólana, það verður að sjá atvinnutækifæri að náminu loknu. Búa verður þannig um hnútana að ungt fólk sem fer utan í nám eða til vinnu sjái hag sinn í því að koma aftur heim og ljá atvinnulífinu á Íslandi krafta sína. Nýverið hitti ég í Alþingishúsinu nýja sendiherra. Það væri ekki í frá- sögur færandi nema af því að þeir hafa sérstakt og brýnt hlutverk í samfélagi okkar: Að kynna samning Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks meðal jafningja sinna undir formerkjum hagsmunasam- taka fólks með þroskahöml- un. Sjö einstaklingar sóttu námskeið sem veitti þeim innsýn í sáttmálann sem Ísland undirritaði 30. mars 2007. Hann fjallar um það hvernig á að gæta þess að réttindi fatlaðs fólks í land- inu séu tryggð. Og hver er betur til þess fallinn en ein- mitt sá sem er í þeim hópi? Hann getur best tjáð jafn- ingjum sínum og okkur öllum hvernig við eigum að bera virðingu fyrir öllum, hverju þarf að breyta, hvernig gæta þarf að aðgengi og réttarkerfinu svo nokkuð sé nefnt. Augljóst var af þessum stutta fundi okkar að sendiherrarnir nýju eru allir sem einn áhugasamir um að standa sig. Þetta eru þau Gísli Björnsson, Ingibjörg Rakel Bragadóttir, Ína Vals- dóttir, María Hreiðarsdótt- ir, Skúli Steinar Pétursson, Þórey Rut Jóhannesdóttir og Þorvarður Karl Þorvarðar- son. Þau hafa öll öðlast mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra og hafa sérhæft sig í ákveðnum sviðum í þessu verkefni. Núna í júní fara þau um og kynna samninginn öðru fólki með þroskahömlun. Þau skipta liði og heimsækja meðal annars hæfingar- stöðvar, ýmsa vinnustaði og aðra þá staði sem óska eftir kynningu þeirra. Þar leggja þau upp í mikilvæga sendiför með mikilvæga þekkingu og áminningu sem koma þarf á framfæri. Ég vil að lokum óska þeim velfarn- aðar í sendiherrastarfinu og er sann- færður um að hér eru á ferðinni nýir og nauðsynlegir sendiherrar. HALLDÓR Augljóst var af þessum stutta fundi okkar að sendiherr- arnir nýju eru allir sem einn áhuga- samir um að standa sig. Nýir og nauðsynlegir sendiherrar Réttindi fatlaðra Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Margir geta hugsað sér að vinna erlendis. Ef unga fólkið fer SUMARTILBOÐ TVEIR FYRIR EINN 1. JÚNÍ – 25. ÁGÚST Mánud. og miðvikud. kl 7.00 - 8.15 þriðjud. og fimmtud. kl 17.45 - 19.00 Útijóga, miðvikud. kl. 17.30 - 18.30 Ertu “enn á leiðinni” í jóga? Vantar þig orku, einbeitingu, gleði og ró? KUNDALINI JÓGA ÚTI OG INNI Orkugefandi - Markvisst - Umbreytandi Skráning og nánari upplýsingar: www.jogasetrid.is Auður Bjarna 846 1970 L ó t u s J ó g a s e t u r - B o r g a r t ú n i 2 0 , 4 . h æ ð Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is SKOÐUN Ekki hægt Ef horft er fram hjá þingflokki Vinstri grænna eiga Íslendingar því ekki að venjast að í brýnu slái á milli sam- flokksmanna á Alþingi. Þetta gerðist þó í gær, þegar Árni Johnsen kvaddi sér hljóðs til að gagnrýna af hörku málflutning samherja síns, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, í umræðum um kvótamál. Sagðist Árni harma að Þorgerður skyldi státa af því að Sjálfstæðis- flokkurinn væri jafnvel til í að auka veiðileyfagjald. „Það er ekki hægt að tala þannig fyrir hönd sjálfstæðismanna,“ sagði Árni og var nokkuð niðri fyrir – svo sem ekki í fyrsta sinn. Hvernig þá? Þetta vekur upp spurningar um það hvernig sé eiginlega hægt að tala fyrir hönd sjálfstæðismanna að mati Árna. Kannski svona: „Alþingi ályktar að fela velferðarráðherra að vinna 10 ára aðgerðaáætlun um tóbaksvarnir þar sem einn liðurinn verði að sala á tóbaki verði takmörkuð við apótek.“ Þetta segir í það minnsta í spánnýrri þingsályktunartillögu sem Árni flytur. Það væri forvitnilegt að vita hversu stór hluti samflokksmanna hans er hlynntur þessu máli. Upphlaupið Gjörvallur þingflokkur Vinstri grænna hefur lagt til að Ísland gangi úr NATO. Meira að segja utanflokksfólkið Atli, Ásmundur og Lilja eru með á málinu. Önnur eins samstaða hefur ekki sést á vinstri vængnum í lengri tíma. Og af einhverjum ástæðum geta pólitíkusar hægra megin miðju ekki á heilum sér tekið vegna þessarar tillögu. Eins og hún komi þeim svakalega á óvart. Samt er það yfirlýst stefna Vinstri grænna að ganga úr NATO og hefur alltaf verið. Upphlaupið er því annarra en þeirra. stigur@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.