Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 22
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is 74 Franski Nóbelsverðlaunahafinn dr. Fran- coise Barré-Sinoussi heldur öndvegisfyrir- lestur í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag á málþingi til heiðurs fyrsta íslenska veiru- fræðingnum, Birni Sigurðssyni. Barré-Sinoussi hóf veirurannsóknir sínar árið 1970 og þrettán árum síðar greindu hún og samstarfsfólk hennar frá uppgötv- un á veirunni sem síðar hlaut nafnið HIV. Fyrir þessa uppgötvun hlaut hún Nóbels- verðlaunin í líf- og læknavísindum árið 2008 ásamt samstarfsmanni sínum, prófessor Luc Montagnier. Í dag stjórnar hún rannsóknarstofu í veirufræði við Pasteur-stofnunina í París. Rannsóknarteymi stofnunarinnar leggur áherslu á að finna vörn gegn HIV-smiti og að leita lækninga við sjúkdómnum. Barré- Sinoussi hefur unnið markvisst að því að efla samskipti á milli þeirra sem rannsaka HIV og alnæmi á alþjóðvettvangi, stuðlað að aðgerðum í þágu heilsu í þróunarlöndum og lagt mikið af mörkum til að auka þekkingu á HIV-veirunni og alnæmi í Afríku og Asíu. Hún var nýverið kjörin formaður Alþjóða alnæmissamtakanna. Á fyrirlestrinum sem hefst klukkan 14 í dag mun dr. Barré-Sinoussi flytja fyrirlest- urinn Uppgötvun HIV-veirunnar: Dæmi um hvernig grunnrannsóknir eru hagnýttar í baráttu gegn nýrri farsótt. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er opinn öllum meðan húsrúm leyfir. Einnig mun Halldór Þormar, prófessor emeritus við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ, fjalla um Björn Sigurðsson og fram- lag hans til rannsókna í líf- og læknisfræði. Björn var fyrsti forstöðumaður Tilrauna- stöðvar HÍ í meinafræði að Keldum. Hann setti fram kenningar um hæggenga smit- sjúkdóma sem hafa haldið nafni hans á lofti í vísindaheiminum. Til slíkra sjúkdóma telj- ast til dæmis alnæmi og Creutzfeldt-Jakob sjúkdómurinn. Þá mun dr. Valgerður Andrésdóttir, sér- fræðingur við Tilraunastöð HÍ í meinafræð- um að Keldum, ræða stöðu lentiveirurann- sókna á Keldum um þessar mundir. DR. BARRÉ-SINOUSSI: FLYTUR ÖNDVEGISFYRIRLESTUR Um uppgötvun veiru NÓBELSVERÐLAUNAHAFI Dr. Barré-Sinoussi flytur fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag um upp- götvun HIV-veirunnar. Merkisatburðir 1968 Nýja sundlaugin í Laug- ardal í Reykjavík tekur til starfa. 1976 Bretar viðurkenna 200 mílna fiskveiðilögsögu við Ísland. 1996 Sex sveitarfélög á norð- anverðum Vestfjörðum sameinast undir nafn- inu Ísafjarðarbær. 2007 Reykingabann tekur gildi á öllum veitinga- og skemmtistöðum á Íslandi. MORGAN FREEMAN leikari er 74 ára í dag. „Líklegasta leiðin til að tapa örugglega er að hætta.” Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Aðalsteinn Sigfús Árilíusson frá Geldingsá á Svalbarðsströnd, lést 28. maí. Útför hans fer fram frá Svalbarðskirkju mánudaginn 6. maí kl. 13.30. Lára Kristín Sigfúsdóttir Hallgrímur Haraldsson Hafsteinn Sigfússon Eygló Kristjánsdóttir Halldór Heiðberg Sigfússon María Guðrún Jónsdóttir Sigrún Heiðdís Sigfúsdóttir Valbjörn Óskar Þorsteinsson Sólveig Sigfúsdóttir Reynir Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gíslína Magnúsdóttir Höfðagrund 11, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 29. maí síðastliðinn. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju 7. júní kl. 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili Akranesi. Magnús Ólason Þóra Másdóttir Hlöðver Örn Ólason Sigríður K. Óladóttir Þórður Sveinsson Valentínus Ólason Halldóra Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, G. Kjartan Sigurðsson vélstjóri, Háaleiti 27, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 29. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 3. júní kl. 15.00. Erla Sigurjónsdóttir Sigurjón Kjartansson Rúna Sigurðardóttir Margrét Ragna Kjartansdóttir Pétur Valdimarsson Hafdís Kjartansdóttir Árni H. Árnason Sif Kjartansdóttir Haukur H. Hauksson Lilja Guðrún Kjartansdóttir Svanur Þorsteinsson barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir Ragnheiður Jóna Ármannsdóttir Akraseli 6, lést í faðmi fjölskyldunnar þann 25. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 3. júní kl. 11.00. Þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Trond Are Schelander Ármann Schelander Knut Egil Schelander Jan Olav Schelander Katrín Eyjólfsdóttir Ármann Gunnlaugsson Eyjólfur Ármannsson Synnøve Schelander Wang Leif Ole Wang Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sveinbjörg Jónsdóttir Framnesvegi 20, Keflavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, föstudaginn 27. maí. Útförin verður frá Innri- Njarðvíkurkirkju mánudaginn 6. júní kl. 14.00. Ásdís M. Sigurðardóttir Árni B. Árnason Róbert Rósmann Beta Nonglak Phoemphian Guðrún S. Guðjónsdóttir Helga M. Guðjónsdóttir Anton M. Antonsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, Þorsteinn Jóakimsson bifreiðarstjóri, Hlíf 2, Ísafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 25. maí. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugar- daginn 4. júní kl. 14.00. Þeir sem vilja minnast hans vinsamlega láti minningarsjóð Úlfs Gunnarssonar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði njóta þess. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Páll Kristmundsson Rósa Þorsteinsdóttir Árni Aðalbjarnarson Gunnar Theodór Þorsteinsson Elín Huld Halldórsdóttir Friðgerður Þorsteinsdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Valgerður Guðrún Vilmundardóttir Skúlagötu 20, sem lést aðfaranótt 27. maí á Landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 3. júní kl. 13.00. K. Kolbrún Baldursdóttir Guðmundur Fr. Ottósson Ásgeir Torfason Hrefna S. Sigurnýasdóttir Ástríður G. Torfadóttir Trausti Ævarsson Valgerður G. Torfadóttir Elías Kári Halldórsson Ragnhildur Torfadóttir Kristján Sigurðsson Þórunn Vilmundardóttir Jón Árni Vilmundarson barnabörn og barnabarnabörn. Ásmundar Jónssonar og Helgu Jónu Sveinsdóttur Ásabraut 4, Akranesi. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu, afa, langömmu og langafa, Ingibjörg Ásmundsdóttir Jóhann Oddnýr Pétursson Jón Óskar Ásmundsson Guðrún Margrét Halldórsdóttir Svanhvít Ásmundsdóttir Þór Magnússon Einar Aðalsteinsson Suzanne T. Adalsteinsson barnabörn og barnabarnabörn Starfsfólki heimahjúkrunar og lyflæknisdeildar Sjúkrahúss Akraness eru færðar sérstakar þakkir fyrir alúð og frábæra umönnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.