Fréttablaðið - 01.06.2011, Page 31
H A U S
MARKAÐURINN
Ú T T E K T
5MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2011
Bandaríski háskólaprófessorinn
Michael Porter hefur um árabil
talað fyrir mikilvægi klasastarfs.
Hann skilgreinir klasa sem land-
fræðilega þyrpingu tengdra fyrir-
tækja, birgja, þjónustuaðila, fyrir-
tækja í tengdum atvinnugreinum
og stofnana sem starfi á sérhæfð-
um sviðum og vinni bæði saman
auk þess að eiga í samkeppni.
Þeir sem rannsakað hafa klasa-
myndun segja hana hafa jákvæð
áhrif á samkeppnishæfni, mótun
þekkingar og geta skapað verð-
mæti.
Porter sagði í erindi sem hann
hélt í Háskólabíói í fyrravetur að
eigi klasinn að virka þurfi reglu-
verk hans að vera í lagi, framtíðar-
sýn og skipulag að vera skýrt auk
þess sem markmiðin þurfi að vera
augljós.
Hver er þessi klasi?
MICHAEL PORTER Bandaríski fræðimaðurinn ræddi um þau tækifæri sem geta falist í
auðlindum jarðvarmans hér í Háskólabíói í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fyrstu niðurstöður rannsókna á
sjávarklasanum benda til að allt
að sjö hundruð fyrirtæki eiga
teljandi hluta undir í viðskipt-
um við sjávarútvegsfyrirtækin.
Rannsókninni er hvergi nærri
lokið og breytist því hlutfallið í
samræmi við það sem myndin af
sjávarklasanum verður gleggri.
Taflan hér sýnir hvaða atvinnu-
greinar það eru sem eiga mest
undir í viðskiptum sínum við
sjávarútvegsfyrirtækin.
Að sama skapi telja forsvars-
menn sjávarútvegsins að þessi
fyrirtæki geti fundið fljótlega
fyrir afleiðingunum ef afkoma
greinarinnar breyttist hvort
sem væri til hins betra eða hins
verra.
Margir eiga sitt undir
sjávarútveginum
Grein Hlutur
Málmsmíði og viðgerðir* 50,75%
Umboðsverslun** 26,57%
Rafmagns-, gas- og hitaveita 18,4
Trjáiðnaður*** 15,5
Samgöngur og flutningar**** 5,0-10,0%
Önnur viðsk. og sérhæfð þjónusta 8,66%
Vátryggingafélög 6,5%
Vélaleiga 4,6%
Efnaiðnaður***** 4,2%
Vélsmíði og vélaviðgerðir 1,4%
Rannsóknir og þróun 1,2%
* Öll slippþjónusta og einstaka tæknifyrirtæki ** Kaup á eldsneyti og innfluttum vélum og tækjum. ***
Þarna á meðal eru fyrirtæki sem framleiða bretti og umbúðir **** Innan flutningaþjónustu er löndun
***** Þarna á meðal eru fyrirtæki sem selja málningu og hreinsiefni
H L U T U R A T V I N N U G R E I N A
Þau voru sum hver í nánum
tengslum við nokkur sjávarút-
vegsfyrirtæki, sem voru þeirra
stærstu viðskiptavinir en lítið
sín á milli. Í öðrum hugbúnaðar-
geirum sá ég meiri samskipti og
meiri tengsl á milli frumkvöðl-
anna og fyrirtækja innan grein-
arinnar,“ segir Þór sem í fram-
haldinu tók að skoða hvernig efla
mætti samskiptanet fyrirtækja
innan sjávarklasans. „Í því felast
gríðarleg verðmæti ef við náum
að styrkja samstarf fólks í þró-
unarstarfi og markaðssetningu.
Mikil störf og verðmæti geta
orðið til,“ heldur hann áfram.
Þór telur ástæðu þess að fyrir-
tæki sem tengjast sjávarklasan-
um hafi lítil samskipti sín á milli
þá að greinin sé gömul saman-
borið við aðrar tæknigreinar. Það
geti komið niður á markaðsstarfi
þeirra í öðrum löndum.
„Sumir halda að það nægi að
vera frá Íslandi og að það eitt
og sér geti opnað þeim næstum
sjálfkrafa dyr í útlöndum. Það
reynist oft því miður ekki vera,“
segir Þór.
ÞÓR SIGFÚSSON Forsvarsmenn
fyrirtækja í sjávarklasanum tengjast lítið
öðrum fyrirtækjum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
nnatvinnuvegur þjóðarinnar
ármálafyrirtækjum. Allir tengjast þeir sjávarútvegi
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
H V A R E R V Ö X T U R I N N ?
Mikill vöxtur
Lítill vöxtur
Hefðbundin
starfsemi
Sjávartækni
Fiskeldi
Veiðar
Heilsutækni
Ný tækni
Orka
Lyfjaþróun
prótíns og
olíu-OMEGA Lífvirk efni
hafsins
Umhverfis
tækni
Fiskeldi
Skynjarar
Land-
grunnið
Skipaflutningar
Tækni-
þróun í
búnaði
Ferða-
þjónusta
Fiskveiðar
Myndin sýnir að lítill vöxtur er í hefðbundn-
um veiðum og vinnslu í sjávarútvegi. Öðru
máli gegnir um fyrirtækin hægra megin á
myndinni. Þar eru ýmir tæknifyrirtæki sem
falla undir sjávarklasann.
Velta sjávarútvegs nam um 290
milljörðum króna í fyrra, eða sem
nemur nítján prósentum af vergri
landsframleiðslu. Þá er áætlað að
beint framlag sjávarútvegsins
sem hlutfall af landsframleiðslu
hafi verið 10,14 prósent í fyrra
en óbeint framlag 8,63 prósent.
Í veiðum og vinnslu hjá sjávar-
útvegsfyrirtækjum í fyrra voru
8.700 störf. Til viðbótar starfa
svo tíu þúsund manns við sjávar-
útveg og heildarfjöldinn því nít-
ján þúsund. Í útreikningunum er
ekki tekið tillit til margföldunar-
áhrifa, launa eða rentu sem skap-
ast í greininni, að sögn Lindu.
Samanburðartölur við fyrri ár
liggja hins vegar ekki fyrir.
Ekki er búið að kortleggja
öll þau fyrirtæki sem tilheyra
sjávarklasanum og greina þau
með svipuðum hætti og fyrir-
tæki í sjávarútvegi auk þess
sem enn á eftir að sjá hvernig
þau fyrirtæki sem tilheyra sjáv-
arklasanum tengjast hvert við
annað. Stefnt er að því að verk-
efninu ljúki í haust.
Greiningu á sjötíu tæknifyrir-
tækjum er þó að mestu lokið.
Niðurstaða yfirferðarinnar bend-
ir til að velta geirans nam tæpum
tíu prósentum af heildarveltu
sjávarútvegsins, 26 milljörðum
króna í fyrra.
Linda bendir á að greinin öll
sem atvinnuvegur sé að þróast í
aðra átt. Tæknigeirinn í sjávar-
klasanum sé orðin stuðningsgrein
við sjávarútveginn og gefi henni
samkeppnisforskot. „Það er ljóst
að margar atvinnugreinar eiga
mikið undir sjávarútveginum,“
segir hún.
MEIRA EN GRUNNATVINNUVEGUR
Linda segir sjávarútveginn hafa
verið gagnrýndan að ósekju upp
á síðkastið. „Umræðan fer oft á
þann veg að mikilvægi sjávar-
útvegs sé að minnka. Svo þarf
alls ekki að vera. Starfsemin er
að breytast. Það verður að líta á
sjávarútveginn og tengda starf-
semi hans sem eina heild. Þetta
er meira en bara veiðar og vinnsla.
Þótt vinnuafl í sjávarútvegi sé að
dragast saman þá þýðir það ekki
endilega að vinnuafl á heildina
litið sé að dragast saman. Það er
ekki hægt að horfa á þennan eina
hluta, veiðar og vinnslu. Þetta er
svo miklu meira,“ segir hún og
bendir á að sjávarútvegurinn hér
sé ólíkur öðrum greinum. Hann sé
skilgreindur sem grunnatvinnu-
vegur og hafi hann sem slíkur
mikil margföldunaráhrif.
„Það eru svo margar atvinnu-
greinar sem eiga mikið undir
sjávarútvegi. Ef hann myndi
leggjast af yrðu þær fyrir miklu
hnjaski, hugsanlega leggjast líka
af,“ segir hún og bendir á sem
dæmi að ef skósmiður loki verk-
stæði sínu þá hafi það lítil ef nokk-
ur keðjuverkandi áhrif. Öðru máli
gegni í sjávarútvegi; sé greininni
kippt út geti önnur fyrirtæki farið
sömu leið.
„Við höfum sýnt hversu um-
fangsmikil starfsemin er. Burt-
séð frá því hver áhrif frumvarps-
ins verða, ef það verður að lögum,
hvort heldur þau verða jákvæð
eða neikvæð, þá mun áhrifanna
gæta umfram veiðar og vinnslu.
Tengdar greinar munu að öllum
líkindum finna fyrir því mjög
fljótlega. Fólk verður svo að geta
sér til um hvort áhrifin eru já-
kvæð eða neikvæð,“ segir hún.
Umræðan fer oft á
þann veg að mikilvægi
sjávarútvegs sé að
minnka. Það er rangt.
Starfsemin er að
breytast. Það verður að
líta á sjávarútveginn
og klasann sem heild.
Þetta er meira en
grunnatvinnuvegur. Þótt
vinnuafl í sjávarútvegi
sé að dragast saman
þá þýðir það ekki að
vinnuafl á heildina litið
sé að dragast saman.
Það er ekki hægt að
horfa á þennan eina
hluta, veiðar og vinnslu.
Þetta er svo miklu meira