Fréttablaðið - 01.06.2011, Side 32

Fréttablaðið - 01.06.2011, Side 32
MARKAÐURINN F Y R I R T Æ K I Ð G A M L A M Y N D I N Til að koma sprotafyrirtæki af stað þarf óbeislaðan sköpunar- kraft, þrautseigju og elju. Kraft- miklir frumkvöðlar sigla áfram á fullu stími og sigra hverja hindr- unina á fætur annarri til að koma hugmynd sinni og fyrirtæki á góðan stall. Í hamaganginum sem fylgir nýjum fyrirtækjum er alltaf viss áhætta að atriði eins og ferl- ar og skjölun gagna mæti afgangi. Þessi grein færir fram nokkur at- riði sem hjálpa frumkvöðlum að skipuleggja gæðamál sprotans síns frá byrjun og vera þann- ig betur tilbúnir til að uppfylla kröfur markaðarins um þroskuð og öguð vinnubrögð. SKRÁÐU JAFNÓÐUM Ef þú ert að leysa verkefni í fyrsta sinn – skráðu hvernig þú leysir það. Þetta mun flýta fyrir þér í næsta skipti sem þú leysir svipað verkefni og auðveldar þér líka þá að láta aðra leysa það fyrir þig. Ef þú gerir þetta við algeng verkefni í fyrirtækinu þínu þá ertu kom- inn með vísi að fínni gæðahand- bók áður en þú veist af. Skráðu jafnóðum. Með því að skrá vinnuferli frá byrjun þá tryggirðu að verðmæt þekking haldist í fyrirtækinu í stað þess að vera eingöngu bund- in við ákveðna einstaklinga. Fjár- festar horfa líka hlýlega til þeirra fyrirtækja sem sýna fram á að stór hluti verðmætanna í fyrir- tækinu sé bundinn innan veggja þeirra í vel skjöluðum ferlum og gögnum. SAFNAÐU GÖGNUM Með því að fylgja skilgreindum ferlum þá skaparðu tækifæri til að safna gögnum. Með góðum gögn- um um reksturinn þinn ertu allt- af í frábærri stöðu til að skapa þér samkeppnisforskot. Þessi gögn eru ekki bara af fjárhagslegum toga. Safnaðu gögnum um allt mögulegt svo sem álit viðskiptavina, tíma- skráningu, fjölda símtala, fjölda gallaðra vara í framleiðsluferli, heimsóknir á vefsíðuna þína eða annað sem þú telur að hjálpi til við þinn rekstur. Í rekstri fyrirtækja verður til gífurlegt magn upplýs- inga sem hægt er að nýta til auk- innar verðmætasköpunar. Snið- ugir frumkvöðlar byrja strax að safna gögnum og nota þau svo til að stjórna rekstrinum betur. SPARAÐU MEÐ VOTTUNUM Mjög líklegt er að markaðsaðilar krefjist formlegra vottana eða merkinga á vörunum þínum, svo sem CE-, UL- eða TÜV-merkinga. CE-merkingar leyfa fyrirtækjum að markaðssetja vöru sína án hindrana innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Evrópsk yfirvöld skylda framleiðendur til að hafa slíkar merkingar ætli þeir sér að markaðssetja vörur sínar á Evrópska efnahagssvæðinu. UL- merkingar segja til um að varan uppfylli ákveðna UL-staðla sem eiga við hana og eru oft krafa frá kaupendum. Þessar merkingar hjálpa til við að tryggja ákveðna neytendavernd á hverju mark- aðssvæði. Fyrirtæki sem hyggj- ast nota slíkar merkingar þurfa að útfæra ákveðnar kröfur til að þau geti leyft sér að merkja fram- leiðsluvörur sínar á slíkan máta. Ýmsar leiðir eru færar varðandi úttekt á gæðakerfi eða vöru. Eðli vörunnar eða þjónustunnar ræður því hvort ytri úttektaraðilar þurfi að koma að málum eða hvort fram- leiðandanum sé treyst til að gera það sjálfur. Mikilvægt er að hafa í huga í byrjun hvaða staðlar eiga við vöruna eða þjónustuna sem um ræðir. Oft eru kröfur um að verk- lagsreglur og/eða gæðakerfi hafi verið komið upp innan fyrirtækis- ins, jafnvel á meðan á þróun stóð. Í sumum tilvikum þarf jafnvel vott- að gæðakerfi sem er reglulega tekið út af ytri aðila. Þeir frum- kvöðlar sem hafa hugað að þessum atriðum frá byrjun hafa töluvert forskot á þá sem reyna að bjarga sér með slíkar vottanir eftir á. GAGNRÝNIN HUGSUN Taktu reglulega frá tíma til að end- urskoða ferli innan fyrirtækisins með gagnrýnum hætti. Er hægt að gera hlutina betur, á ódýrari máta eða öðruvísi. Þú skalt stanslaust hvetja starfsfólk til að taka þátt í að betrumbæta hlutina. Þetta er lykilþáttur í öllum gæðakerfum og á svo sannarlega við um smærri fyrirtæki líka. Gagnrýnin hugs- un í gæðakerfinu þínu mun leiða til betri árangurs í rekstri. Þegar hlutir fara úrskeiðis í rekstri fyrirtækisins er mikil- vægt að hafa skýra áætlun um hvernig fyrirtækið bregst við. Sem dæmi getur fyrirtækið skil- að gallaðri vöru á markað eða við- skiptavinur skilar inn kvörtun yfir lélegri þjónustu. Meðhöndlun fyrirtækja á þessum hlutum skilja á milli þeirra sem ná árangri og hinna. Markviss meðhöndlun mis- taka, eða frábrigða, tryggja að orsök mistakanna finnst og að- gerðir settar í gang til að fyrir- byggja að sömu mistökin eigi sér stað aftur. Með því að tileinka þér mark- vissa hugsun um gæðamál frá stofnun fyrirtækisins þíns nærðu að tryggja öguð vinnubrögð sem líklegri eru til að skila árangri. Til eru margir sérfræðingar í gæða- málum sem geta hjálpað þér að innleiða gæðahugsun í þínu fyr- irtæki og gott er að leita ráða hjá þeim. Mikilvægasta skrefið er samt að frumkvöðullinn sjálfur tileinki sér slíka hugsun frá upp- hafi. Það mun skapa mikil verð- mæti í sprotanum og auðvelda framtíðarvöxt. Kærar þakkir fær Kolbrún hjá Nox Medical fyrir góð ráð við gerð þessarar greinar. 1. JÚNÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR6 U T A N D A G S K R Á R Skoski rithöfundurinn Robert Louis Stevenson (höfundur Dr. Jekyll og Mr. Hyde og Fjársjóðseyjunnar) greindi frá því í einu ljóða sinna, The Scotsman‘s Return From Abroad, hvaða viskí hann héldi helst upp á: „The king o‘ drinks, as I conceive it, / Talisker, Isla, or Glenlivet!“ Öll eru þessi viskí afbragðsgóð og nær hann nokkurri breidd í vali sínu, úr reykjarkeim Islay og Talisker yfir í mýkt Glenlivet. Þá er gaman að því hvað smekkur hans er nálægt und- irritaðs. Í fyrstu umfjöllun þess- ara pistla var til dæmis fjallað um Islay (Isla) viskíið Laphroaig, sem viðurkennast verður að er í sérstöku uppáhaldi. Núna verður hins vegar kíkt á það sem rithöfundurinn nefndi fyrst í ljóðlínu sinni, Talisker. Viskíið kemur frá einu viskíverk- smiðjunni sem er að finna á skosku eynni Skíð (Isle of Skye). Skíð (sem á gelísku en ýmist nefnd An t-Ei- lean Sgitheanach eða Eilean a‘ Cheó) er svo aftur stærst og nyrst Suðureyja á Skotlandi. Talisker er almennt talið með fremstu viskíum í heimi (líklega er vissara að tala frekar um „fremstu“ en „bestu“ vegna þess hve smekkur manna er mis- jafn). Þannig gefur viskísérfræðingur- inn Michael Jackson því einkunnina 90 af 100 í bókinni Michael Jackson‘s Complete Guide to Single Malt Scotch. Talisker er eitt af þessum viskíum sem sumir lýsa sem sprengju í bragðlaukana. Viskíið er líka 45,8 prósent að styrkleika sem bætir dálítið á brunakraftinn. Með því að bæta skvettu af vatni í vískiíð breytast eiginleikarnir dálítið, sopinn mýkist og blómakeimur bætist við. En það er „smag sag“ hvort fólk vill bæta við vatni eða ekki. Móreykjarbragðið er áberandi, en þó ekki jafn afgerandi og í sumum Islay-viskíum. Góða stund má svo dunda sér við að greina bragðið og til- brigði vegna þess hve eftirbragðið lifir lengi. Framleiðandinn lýsir drykknum svo að hann sé skærgullinn, með kröftugum móreyk og vísan að sjávarseltu, ferskum ostrum og sítrussætleika. Undir það má vel skrifa. Frá Skíð kemur konungur drykkja Gæðasprotar ná árangri Fæstir velta fyrir sér lífshlaupi peningaseðla sem eru í umferð, en fyrir margt löngu síðan, árið 1967 nánar tiltekið, fékk blaða- maður Vísis leyfi til að kynna sér þessi mál niður í kjölinn með heimsókn á Seðlagreiningardeild Seðlabankans. Hlutverk þeirrar deildar, sem var til húsa í kjallara undir Landsbankanum við Austur- stræti, var að fara yfir notaða seðla. Sjö starfsstúlkur sem þar unnu tóku frá þá seðla sem voru orðnir ónýtir og töldu þá heilu í 100 seðla búnt sem sett voru aftur út í veltuna. Á myndinni má einmitt sjá Sigfús Styrkársson, starfsmann deildarinnar, með afrakstur dagsins, 15,3 milljón- ir króna sem raðað var í skúff- urnar þrjár á gólfinu. Um þriðj- ungur var tekinn úr umferð með því að gata þá og brenna í þar til gerðum ofni. Í þá tíð voru í gildi seðlar í sex upphæðum, 5, 10, 25, 100, 500 og 1000 krónur. - þj Vísir fékk að líta á bak við tjöldin hjá Seðlabankanum: Seðlarnir mæta örlögum sínum NOTAÐIR SEÐLAR YFIRFARNIR Sigfús Styrkársson við vinnu sína í Seðlagreiningardeildinni. MYND/LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR Þrátt fyrir að hafa aðeins verið á markaðnum síðan í mars á þessu ári hafa tvíbökuðu brauð- in frá Rusk vakið mikla lukku og árangurinn hefur verið fram- ar öllum væntingum eigenda. Um er að ræða sannkallað fjöl- skyldufyrirtæki þar sem hjón- in Guðmundur Árni Jónsson og Lára Nanna Eggertsdóttir eru að vinna með brauð sem þau hafa lengi bakað til heimabrúks. Þau eru skorin í þunnar sneiðar sem eru svo þurrkaðar í ofni. „Við höfum verið að baka þessi brauð heima við í rúm tvö ár,“ segir Guðmundur „Svo voru vinir og ættingjar farnir að þrýsta á okkur að reyna að setja brauðin á markað þann- ig að einn daginn ákváðum við að slá til.“ Þau fengu svo aðstöðu, tæki og tól hjá HP Kökugerð á Selfossi og svo fór allt í gang. Nú er Rusk með þrjár tegund- ir af tvíbökum í sölu í flestum stórmörkuðum og einnig í heilsu- verslunum og ostabúðum. Guð- mundur segir viðtökurnar hafa verið framar vonum. „Við vorum ekki búin að gera okkur nokkrar væntingar varð- andi viðtökurnar, og renndum blint í sjóinn en það er greinilegt að það er markaður fyrir góða vöru úr gæðahráefni. Þar fyrir utan er þetta vara sem hvergi annars staðar er til.“ Guðmundur segir engin leyndar mál felast í uppskrift- unum. Þar sé meðal annars að finna lífrænt spelt, heilhveiti, lífræn sojamjólk, AB mjólk, og fleira hollt og gott. Hjónin hafa fleiri uppskriftir á takteinum, en stefna fyrst að því að auka útbreiðslu um landið. „Svo sjáum við hvað gerist í kjölfarið,“ segir Guðmundur, og bætir því við að fyrirspurnir um tvíbökurnar berist víða að, jafnvel frá útlöndum. - þj Gæðavörur seljast Tvíbökur Rusk hafa vakið mikla lukku. Byrjuðu sem heimabakstur en fást nú í flestum búðum. MEINHOLLT Guðmundur og Lára Nanna með tvíbökurnar frá Rusk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN S P R O T A R Ingvar Hjálmarsson tölvunarfræðingur G R E I N A R Ö Ð U M N Ý S K Ö P U N Markaðurinn birtir röð greina um mikilvæg atriði fyrir sprotafyrirtæki. Ingvar Hjálmarsson hefur tíu ára reynslu úr heimi margs konar fyrirtækja, bæði sprota og stærri fyrirtækjum. Þar hefur hann unnið að rekstri, vöruþróun, vörustýringu, sölu- og markaðsmálum og fleiri þáttum. Hægt er að senda höfundi línu á ingvarh@gmail.com Í G L A S I M E Ð Ó L A K R I S T J Á N I Hef opnað sálfræðistofu að Laugavegi 36 Storð ehf Jarðbundin ráðgjöf Laugavegi 36 stordehf@gmail.com sími: 8684538 Veiti ráðgjöf til einstaklinga og stjórnenda með sérstakri áherslu á stjórnun streitu og bætt jafnvægi vinnu og einkalífs. Sturla J. Hreinsson, cand psych

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.