Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 01.06.2011, Blaðsíða 38
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR26 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta Um þarsíðustu helgi fóru fram héraðs-kosningar hér á Spáni og eins og jafnan þegar kosningar fara fram varð ég margs vísari um meðbræður mína. ÉG hafði til dæmis lengi dáðst að nauta- bönum og þá sérstaklega fyrir þá reisn sem þeir sýna þegar skepnan nær að setja hornin í þá. Ef ég hefði skepnu upp á hálft tonn á eftir mér sem síðan ræki horn í síðu mína myndi ég líklegast ganga af göflunum og kikna í hnján- um af ótta í hvert skipti sem ég sæi horn. Yrði þetta svo römm fóbía að ég myndi líklegast aldrei aftur geta farið til Hornafjarðar. En þessu er öðruvísi farið með nautabana sem stundum eru stangaðir margsinnis niður en standa alltaf upp aftur rétt eins og fótboltakappi sem hefur verið felldur og bíður þess eins að dómar- inn dæmi aukaspyrnu. Svo halda þeir áfram að veifa skikkju sinni framan í skepnuna eins og ekkert hafi í skorist. ÞESSI hegðun var mér alveg óskiljanleg og taldi ég það víst að engir aðrir en nautabanar gætu sýnt af sér slíka fífldirfsku. En þar varð mér á í messunni. ÉG fór nefnilega í þorpið Zújar í Granada- héraði þar sem ég er skráður til heimilis og gerði mig líklegan til að kjósa. Svo undarlega brá við að mér varð létt þegar ég komst að því á kjörstað, sem er vel vaktaður af sjálfum frambjóðendunum, að ég var ekki á kjörskrá. „Þú kemur bara á mánudaginn og leggur inn kvörtunarbréf,“ sagði bæjarritarinn þegar ljóst var að ég var ranglega óskráður á kjörskrá. ÞAÐ sannaðist nefnilega hið fornkveðna þennan kjördag að sá á kvölina sem á völ- ina. Hér er nefnilega hægt að velja á milli andalúsískra þjóðernissinna sem er stað- bundinn brandari, Lýðflokksins hægri- sinnaða sem er spilltari en andskotinn og síðan Sósíalistaflokksins. OG viti menn, meiri hluti Zújar-búa skaut nautabananum ref fyrir rass. Það er að segja, eftir að Sósíalistaflokkurinn er búinn að koma atvinnuleysinu upp í 30 pró- sent í Zújar eins og í Granadahéraði öllu, þá dressaði meirihluti íbúa sig upp, mætti í kjól og hvítu á kjörstað og kaus sósíalista til áframhaldandi stjórnarsetu. Þvílíka fífldirfsku hef ég aldrei nokkurn tímann séð í einu einasta nautaati. Sósíalistar dauðans ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman HJÁLP Ég er hund- óánægður með hlutskipti mitt í lífin u. Takk fyrir Hey... Þarftu ekki að æfa aðeins blístrið þitt? Sástu augnatillitið? Svefnher- bergisaugu! Eiga dömur að vera svona fúlar þegar þær eru á leið inn í svefn- herbergi? Palli minn. Ég keypti belti handa þér! Til hvers? Til að ganga með? Til hvers? Til að halda bux- unum uppi! Nú. Til hvers? Mamma! Hannes er að klifra í bókahillunni aftur! Hann er að ganga frá öllu svo þú takir ekki eftir neinu! Nú ætlar hann að fela sig í herberginu sínu! Ég er ekki klöguskjóða, ég lít meira á mig sem fréttamann á vettvangi. prfprfff! prfprfff! LÁRÉTT 2. óskiptu, 6. í röð, 8. sægur, 9. hnoðað, 11. skóli, 12. fjöldi, 14. áburður, 16. snæddi, 17. fúadý, 18. umrót, 20. á fæti, 21. seytlar. LÓÐRÉTT 1. smyrsl, 3. í röð, 4. viðtaki, 5. sarg, 7. félagsskapur, 10. traust, 13. gifti, 15. truflun, 16. spíra, 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. öllu, 6. rs, 8. mor, 9. elt, 11. fg, 12. margt, 14. gúanó, 16. át, 17. fen, 18. los, 20. tá, 21. agar. LÓÐRÉTT: 1. krem, 3. lm, 4. loftnet, 5. urg, 7. slagtog, 10. trú, 13. gaf, 15. ónáð, 16. ála, 19. sa. Við leitum að fagmenntuðum bifvélavirkjum á bílaverkstæði HEKLU Boðið er upp á skemmtilegan vinnustað, úrvals aðstöðu til viðgerða og viðhalds, gott tæknilegt umhverfi ásamt miklum möguleikum á þjálfun og endurmenntun. Á verkstæðum HEKLU er unnið eftir gæðakerfi sem byggir á Volkswagen Group og ISO 9001:2000 stöðlum. Gæðakerfið er vottað af faggildum aðilum. Bifvélavirki á bílaverkstæði hefur það hlutverk að greina, finna úrlausnir og vinna við viðgerðir á verkstæðinu. Ábyrgð og verkefni: • Öll almenn viðhalds- og viðgerðavinna • Meðhöndlun bilanagreininga • Deila þekkingu með starfsfélögum • Framfylgja öllum öryggisreglum og gæðakröfum framleiðenda Hæfniskröfur: • Fullgild réttindi sem bifvélavirki • Reynsla af starfi sem bifvélavirki • Góð tungumálakunnátta • Góð tölvukunnátta • Áhugi á símenntun í greininni og vilji til að kynna sér tækninýjungar • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Vinnutími á verkstæðinu er frá kl. 8:00 - 16:00. Allir starfsmenn HEKLU er hvattir til að sýna frumkvæði, metnað og vilja til að ná árangri í starfi. Vinsamlegast sendið inn umsóknir ásamt ferilskrá á mh@hekla.is Frekari upplýsingar um starfið gefur Magnús Halldórsson í síma 825 5638
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.