Fréttablaðið - 01.06.2011, Side 40

Fréttablaðið - 01.06.2011, Side 40
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR28 28 menning@frettabladid.is Álfar og huldufólk, sumar- sýning Minjasafns Akureyrar, verður opnuð í dag. Sýningin samanstendur af útskurðarverkum listakon- unnar Ingibjargar H. Ágústs- dóttur sem tengjast gripum og sögum af huldufólki og samskiptum þeirra við menn, gripa úr hulduheimum sem varðveittir hafa verið í Þjóð- minjasafni Íslands ásamt grip- um í einkaeign. Við þetta bæt- ist fróðleikur um þjóðtrúna sem tengd er álfum og huldu- fólki og gefur gestum safnsins góða innsýn inn í hulduheima. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri opnar sýninguna klukkan 17. Álfasýning á Akureyri VIÐ ÁLFAKLETT Ingibjörg H. Ágústs- dóttir skar út verkin á sýningunni. Núið og hverfulleiki andar- taksins eru inntak bók- verksins Júní eftir Hörpu Árnadóttur myndlistar- mann, sem kemur út í dag. Bókin er nátengd sýning- unni Mýraljós en báðar byggja þær á eins konar dagbókarbrotum Hörpu frá dvöl hennar á Bæ á Höfða- strönd í fyrrasumar. „Það var ekki meiningin í upp- hafi að þetta yrði bókverk. En þegar uppi var staðið hafði svo mikið efni raðast upp á vinnu- stofuvegginn hjá mér, með frek- ar línulegri frásögn og eitt leiddi af öðru,“ segir Harpa Árnadóttir myndlistamaður um tilurð bókar- innar Júní sem kemur út í dag á vegum Crymogeu. Bókin samanstendur af texta- brotum og myndum, texti sem oft er í raun mynd og unnin er upp úr eins konar dagbókarfærslum Hörpu þegar hún dvaldi á Bæ á Höfðaströnd í Skagafirði í boði Steinunnar Jónsdóttur fyrir ári síðan. Útgáfa bókarinnar er nátengd sýningunni Mýrarljósi í Listasafni ASÍ, sem er hluti af Listahátíð í Reykjavík og byggir á sömu vinnubókum. „Þetta eru persónulegar og hversdagslegar hugleiðingar sem endurspegla augnablik sem ég upplifði og minningar sem streyma fram. Svona eins og að hugsa beint á blöðin. Það má kannski segja að þetta sé tilraun til að fanga andblæ sumarsins, ilm, birtu og veðrabrigði, að lýsa hverfandi andrá; hvernig maður upplifir augnablikið og rennur saman við það. Þetta snýst um að lifa í núinu og að njóta þess.“ Mikil vinna var lögð í hönn- un og frágang bókarinnar, sem líkist innbundu safni nýgerðra vatnslitamynda og textablaða sem smeygt hefur verið inn í möppu. Um hönnun sáu Hildi- gunnur Gunnarsdóttir og Snæ- fríð Þorsteins sem unnið hafa að unnið að fleiri bókum Crymogeu, þar á meðal hina víðfrægu Flora Islandica eftir Eggert Péturs- son. Í tilefni útgáfunnar verð- ur efnir Crymogea til móttöku í Listasafni ASÍ milli klukkan 17 og 19 í dag. bergsteinn@frettabladid.is Að fanga hverfandi andrá HARPA ÁRNADÓTTIR Harpa Árnadóttir er fædd árið 1965 á Bíldudal í Arnarfirði. Eftir háskólanám í sagnfræði og bókmenntum fór hún í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi við Listaháskólann í Valand, Gautaborg. Harpa hefur sýnt víða og eru verk hennar í eigu ýmissa opinberra safna og einkasafnara á Íslandi og í Svíþjóð. Hún hefur hlotið verðlaun fyrir teikningar hjá Þjóð- listasafni Svíþjóðar. HARPA ÁRNADÓTTIR Júní er sambland af textabrotum og vatnslitamyndum sem endurspegla ákveðin augnablik sem Harpa upplifði á Höfðaströnd í Skagafirði í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikhús ★★★ Rebbasögur Listahátíð í Reykjavík Höfundur og leikstjóri: Jean-Luc Penso Brúðustjórnun: Jean-Luc Penso og Erika Capello Raddir: Þór Tulinius og Vigdís Gunnarsdóttir Íslensk þýðing: Friðrik Rafnsson Söngtextaþýðing: Sölvi Björn Sigurðsson Tæknimaður: David Dubois. Rebbasögur í Tjarnarbíói. Le roman de Renart, Leikhús litla spegilsins. Skuggaleikhús í Tjarnarbíói Refurinn Renart beitir öllum klækjum sem hann getur til þess að stríða hinum dýrunum; sérstaklega tekur hann úlfinn Ysengrin og fjölskyldu hans fyrir. Svona hrekkjusvínasögur eru víða þekktar. Hér birtust þær í kínverskri skuggaleikhúshefð, þó leikhúsið sjálft væri franskt. Þetta var sýning ætluð alyngstu áhorfend- unum enda voru þeir óþreyjufullir og margir á þessari sýningu. Hér var flókin saga sögð með líklega alltof mörgum orðum. Vigdís Gunnarsdóttir og Þór Tulinius töluðu fyrir dýrin. Betur hefði farið á því að rebbinn hefði haft karl- mannsrödd. Þetta var engu að síður mikið sjónarspil og gaman að sjá þessa gömlu hefð í fullu fjöri. Skuggar og litir. Leikið á þremur tjöldum sem voru kannski í minnsta lagi fyrir einmitt þennan sal. Tónlistin og hljóðin voru skemmtileg. Rebbasaga var frumsýnd í Taílandi árið 1993 og hefur ferðast um allar koppagrundir síðan; um Indónesíu, Kína, Frakkland og víðar. Sýningin er samstarfsverkefni Listahátíðar, franska sendiráðsins og Alliance française. Höfundurinn og leikstjórinn Jean-Luc Penso lærði þessa tækni af Kínverjum og stofnaði Leikhús litla spegilsins 1978. Það er svolítið erfitt að átta sig á brúðunum úr salnum en þær eru allar búnar til úr nautshúðum og þær festar á þunnar stangir sem nema við útlimi brúðunnar þannig að hver fígúra getur fett sig og brett bæði aftur- ábak og áfram. Sérstaklega skemmtilegt þegar þrír litlir pollar dönsuðu einhvers konar breikdans í dýraheimi. Salurinn var nú heldur farinn að ókyrrast þegar á leið enda sýningin full löng og hefði mátt þétta söguna betur og gera persónu rebbans skýrari. Það sem var þó eftirminnilegast að sögn lítillar persónu sem leikinn sá, var þegar rebbinn datt oran í brunninn djúpa og þegar hann gabbaði hinn til þess að hjálpa sér. Það að fingur stjórnandans sést er hluti af töfrum þessa leikhúsforms. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Haganlega gerð leiksýning fyrir yngstu kynslóðina en helst til löng. JÓN INGI SÝNIR Í EDEN Jón Ingi Sigurmundsson hefur opnað málverkasýningu í Eden í Hveragerði. Jón Ingi hlaut nýlega menningar- viðurkenningu Árborgar 2011 á hátíðatónleikum í tilefni hátíðarinnar Vor í Árborg, þar sem Kjartan Björnsson,formaður menningarnefndar, og Eyþór Arnalds, formaður bæjarráðs, afhentu Jóni Inga viðurkenninguna. Sýningu Jóns Inga í Eden lýkur 13. júní (annan í hvítasunnu). Óttar M. Norðfjörð gerir viðreist þessi dægrin. Óttar var staddur á einni stærstu bókahátíð Spánar um helgina, Fería del Libro, í Madríd. Tilefnið var útgáfa bókarinnar Sól- kross, sem kom út þar í landi á dög- unum undir heitinu La Cruz Solar. Að sögn Tómasar Hermanns- sonar, útgefanda hjá Sögum, vakti Óttar nokkra athygli á bókahátíð- inni. „Spánverjar eru spenntir fyrir bókinni; henni er vandlega stillt upp í bókabúðum og það myndaðist röð við básinn hans á hátíðinni þar sem hann áritaði bókina.“ Þá hafa stærstu fréttaveitur Spánar rætt við Óttar, til dæmis dagblaðið El Mundo og Radio Nacional. Sólkross er spennu- saga með sögulegu ívafi og kom út á Íslandi 2008 og er væntanleg í Þýskalandi í júlí. Nýjasta bók Óttars, Áttblaðarósin, kom út fyrir síðustu jól. - bs Sólkross kemur út á spænsku og þýsku ÓTTAR NORÐFJÖRÐ Sólkross er komin út á Spáni og kemur út á þýsku í sumar. Miðvikudaginn 1. júní kl. 20.00 Kajsa Ingimarson á höfundakvöldi í Norræna húsinuÞórdís Gísladóttir, þýðandi, ræðir við Kajsu um verk hennar.Léttar veitingar í boði. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. NORRÆNA HÚSIÐ KYNNIR: HÖFUNDA- KVÖLD #5 „Bækur eru saklausir hlutir, en rithöfundar eru ægilegar verur“.Þórbergur Þórðarson, Mitt rómantíska æði. Sturlugata 5 101 Reykjavík S. 5517030 nh@nordice.is www.norraenahusid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.