Fréttablaðið - 01.06.2011, Síða 42
1. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR30
Tónlist ★★★★
MINØR/PIONÉR
Flutt í Hörpu
Tónlist eftir: Högna Egilsson,
Davíð Þór Jónsson og President
Bongó. Textar eftir: Atla Bollason.
Fram komu: Karlakórinn Fóst-
bræður kom fram undir stjórn
Árna Hraðarsonar. Lýsing: Páll S.
Ragnarsson.
Tónskáldið Alexander Skrjabín
skynjaði tónlist í litum. Hann
dreymdi um tónleika þar sem
áheyrendur myndu ekki aðeins
heyra tónlist, heldur sjá hana
líka sem hafsjó af litum. Tæknin
í þá daga var auðvitað takmörkuð
(Skrjabín lést árið 1915), en þetta
er hægðarleikur í dag. Í einum
af sölum Hörpu, Norðurljósum,
eru veggirnir t.d. hálfgegnsæir,
og þeir geta skipt litum. Gaman
væri að hafa tónleika þar með
tónlist eftir Skrjabín.
Á laugardagskvöldið voru í
Norðurljósum tónleikar með
verkum eftir Högna Egilsson (úr
Hjaltalín), píanóleikarann Davíð
Þór Jónsson og hljóðstjórann
President Bongó. Ljósatæknin
var nýtt til fulls á tónleikunum.
Veggirnir breyttu um lit eftir
stemningu tónlistarinnar hverju
sinni. Það var mögnuð upplifun.
Litadýrðin gaf tónlistinni alveg
nýja vídd.
Auðvitað skipti það máli hvernig
tónlistin hljómaði. Og hún var
yfirleitt stórskemmtileg, auk
þess sem hljómburðurinn var
flottur. Framvindan í hverju lagi
var í sjálfu sér ekki mikil, en
andrúmsloftið var grípandi. Ein-
faldar, mjög djúpar bassahend-
ingar voru áberandi, bæði leikn-
ar á píanó og úr tölvu. Yfir öllu
svifu alls konar safaríkir píanó-
hljómar.
Högni söng – hann er með
fallega rödd. Það var rík tilfinn-
ing í öllu sem hann gerði, ein-
lægni og fegurð.
Karlakórinn Fóstbræður kom
líka fram undir stjórn Árna
Harðarsonar. Hugsanlega hefði
hlutverk hans mátt vera veiga-
meira. Hann var allur á rólegu
nótunum, söng veikt og þægi-
lega, sjaldnast meira en það. Hér
hefði breiddin í tónlistinni mátt
vera meiri.
Fjölbreytnin var ríkulegri í
hinu sjónræna. Á sviðinu var
ekki bara flygill, heldur einnig
gamall píanógarmur. Í kringum
hann var hrúga af járnarusli;
bárujárn og ryðguð púströr. Á
tímapunkti rótaði Davíð í hrúg-
unni, og hávaðinn bergmálaði í
hljóðkerfi salarins og varð hluti
af tónlistinni. Undir lok tón-
leikanna réðst Högni svo á píanó-
ið með sleggju og barði hljóm-
borðið í klessu. Oft hefur mann
langað til að gera það, he he!
Niðurlæging píanósins var full-
komnuð í lok tónleikanna, en þá
var píanóið híft upp í loft og skil-
ið þar eftir dinglandi. Gaman
hefði verið að sjá það detta aftur
á sviðið, með tilheyrandi braki og
brestum. En sjálfsagt hefur ekki
fengist leyfi fyrir því!
Einstaka atriði var heldur lang-
dregið, eins og t.d. þegar bókstaf-
urinn A var búinn til úr járna-
ruslinu (sem væntanlega vísaði
til afmælis Amnesty Internation-
al þann dag). Það tók óþarflega
langan tíma, sem gerði tónlistina
heldur endurtekningarsama. En í
það heila voru tónleikarnir frum-
legir og spennandi, og maður
gekk glaður út að þeim loknum.
Jónas Sen
Niðurstaða: Athyglisverðir tónleikar
með fallegri tónlist. Lýsingin var
frábær.
PÍANÓIÐ DREPIÐ
Högni söng – hann
er með fallega rödd.
Það var rík tilfinning í öllu
sem hann gerði, einlægni og
fegurð.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 1. júní
➜ Tónleikar
12.00 Jóhann Friðgeir Valdimarsson
tenór og Antonía Hevesi píanó-
leikari koma fram á hádegistónleikum í
Hafnarborg í dag. Tónleikarnir hefjast
kl. 12.
12.30 Lokatónleikar skólaárs HÍ fara
fram í dag kl. 12.30. Svíta nr. 1 fyrir
flautu og jasspíanótríó eftir Claude
Bolling verður leikin. Tónleikarnir fara
fram í Hátíðasal Aðalbyggingar HÍ.
Aðgangur ókeypis. Allir velkomnir.
23.00 Hljómsveitirnar Agent Fresco,
Benny Crespo’s Gang, Valdimar og
Andvari koma allar fram á Sódóma í
kvöld. Húsið opnar kl. 22 og hefjast tón-
leikarnir kl. 23. Aðgangseyrir kr. 1000.
➜ Opnanir
17.00 Minjasafnið á Akureyri opnar
sýninguna Álfar og huldufólk í
dag kl. 17. Sýningin samanstendur
af útskurðarverkum listakonunnar
Ingibjargar H. Ágústsdóttur.
Áshildur Haraldsdóttir, Einar Scheving,
Neal Kirkwood og Richard Korn leika
svítu nr. 1 fyrir flautu og jasspíanótríó
eftir Claude Bolling á síðustu hádeg-
istónleikum skólaársins í Háskóla
Íslands í dag. Tónleikarnir verða
haldnir í Hátíðasal Aðalbyggingar og
hefjast klukkan 12.30. Aðgangur er
ókeypis.
DJASSSVÍTA Í HÍ
JBK Ransu spjallar við gesti og
segir þeim frá verkum sínum á
sýningunni Abstrakt klukkan 20
í kvöld.
Abstrakt er samsýning þeirra
Jóns og Guðrúnar Bergsdóttur í
samstarfi við listahátíðina List
án landamæra, sem hefur það að
markmiði að koma list fólks með
fötlun á framfæri og að koma á
samstarfi milli fatlaðs og ófatlaðs
listafólks.
Ransu er þekktur fyrir sterk
abstrakt málverk en Guðrún saum-
ar út undraverðar myndir þar sem
flæða saman litir og form. Hlið
við hlið á veggnum mætast verk
þeirra í heimi lita og forma.
JBK Ransu
ræðir Abstrakt
Vigdís Jakobsdóttir leikstjóri
var kjörin í yfirstjórn alþjóðlegu
leiklistarsamtakanna ASSITEJ
á heimsþingi samtakanna sem
haldið var 23. til 26. maí í Kaup-
mannahöfn og
Malmö. Ísland
hefu r ver ið
félagi í sam-
tökunum síðan
1990 en þetta
er í fyrsta sinn
sem íslenskur
fulltrúi á sæti í
yfirstjórninni.
ASSITEJ eru
alþjóðleg sam-
tök um barna- og unglingaleikhús.
Um er að ræða regnhlífarsamtök
yfir landsskrifstofum í meira ein
áttatíu löndum um allan heim og
að þeim koma þúsundir leikhúsa,
stofnana og fagfólks í leikhúsi.
Samhliða heimsþinginu var
boðið upp á stóra alþjóðlega leik-
listarhátíð í borgunum tveimur,
þar sem boðið var upp á tugi leik-
sýninga frá öllum heimshlutum.
Sýning Þjóðleikhússins á Sindra
silfurfiski var fulltrúi Íslands á
hátíðinni. - bs
Vigdís kjörin
í yfirstjórn
ASSITEJ
VIGDÍS
JAKOBSDÓTTIR
Samkeppnin er opin öllum og eru verðlaunin
fyrir 1. sætið að verðmæti 1.000.000 króna.
Nánar auglýst síðar.
HÖNNUNAR
SAMKEPPNI
Árið 2008 gjörbyltum við hjá
Icelandair matseðlinum í vélum okkar
Núna er komið að
upplifun, útliti og umbúðum
Icelandair óskar, í samstarfi við
Hönnunarmiðstöð Íslands, eftir hönnun
á nýjum matarumbúðum fyrir Icelandair.
Skiladagur er 15. september 2011.
Úrslit samkeppninnar verða tilkynnt
fimmtudaginn 29. september 2011.
Kynningarfundur verður haldinn
9. júní kl. 15:00–18:00 á Keflavíkurflugvelli.
Rútur fara frá Hótel Loftleiðum kl. 15:00.
Skráning á kynningu fer fram
á info@honnunarmidstod.is.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
5
52
26
0
6/
11