Fréttablaðið - 09.06.2011, Side 54

Fréttablaðið - 09.06.2011, Side 54
9. júní 2011 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is Undirbúningur brúð- kaups getur verið skraut- legur, en því fær Annie Walker að kynnast þegar hún tekur að sér hlutverk aðalbrúðarmeyjar í brúð- kaupi æskuvinkonu sinnar. Með vinsælustu grínleik- konu Bandaríkjanna í farar- broddi, Kristen Wiig, fær myndin Bridesmaids góða dóma gagnrýnenda. Annie Walker er einhleypur köku- bakari sem vinnur fyrir sér í skartgripabúð. Þegar æskuvin- konan Lillian trúlofast og biður Annie að vera aðalbrúðarmær getur hún ekki neitað. Annie fær samt hálfgert taugaáfall þegar hún gerir sér grein fyrir ábyrgð- inni sem fylgir hlutverkinu, enda er tímafrekt að skipuleggja gæsap- artí, hjálpa til við að velja kjól og vera einstakur stuðningsmaður verðandi brúðar. Með nokkrum litríkum vinkon- um og vandamönnum Lillian hefst Annie handa við skipulagningu samhliða því að takast á við erfið- leika í einkalífinu, en það hrindir af stað fyndinni atburðarás. Aðalleikkona myndarinnar, Kristen Wiig, hefur verið ein af færustu grínleikkonun vestan- hafs, en hún er hluti af Saturday Night Live leikhópnum og lék meðal annars í Flight of the Conch- ords. Wiig fær mikið lof fyrir leik sinn í myndinni og er kölluð gyðja grínsins í dómi Rolling Stone. Í öðrum helstu hlutverkum eru þær Maya Rudolph, Rose Byrne, Mel- issa McCarthy, Wendi McLendon- Covey og Ellie Kempe. Leikstjóri Bridesmaids er Paul Feig, sem er með myndir á borð við Knocked Up og sjónvarpsþættina Arrested Development á ferilskránni. Gagnrýnendur lofa mynd- ina í hástert. Miðlar á borð við Entertain ment Weekly og Wall Street Journal gefa henni til að mynda fullt hús stiga, en meðal- einkunnin er 74 stig af 100 mögu- legum. alfrun@frettabladid.is Samkvæmt kvikmyndatímaritinu Empire er nýjasta kjaftasagan í Hollywood sú að Paul Walker eigi að leika aðalhlutverkið í fimmtu Tor- tímandamyndinni. Upphaflega stóð til að Arnold Schwarzenegger sneri aftur á hvíta tjaldið í þessari mynd en horfið var frá þeirri hugmynd. Kjaftasagan um Walker á sér eðlilegar skýringar því leikstjóri Fast & Furious, Justin Lin, hefur samþykkt að gera myndina og það kemur því engum á óvart að Walker skuli vera orðaður við hlutverkið. Ljóst er að bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino hyggst ekki svíkja aðdáendur sína með nýjustu mynd sinni. Hann hefur nú leitað til Leonardo DiCaprio í þeirri von að leikarinn taki að sér aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd hans, Django Unchained. Kvikmyndin segir frá heillandi en ofbeldishneigð- um eiganda skemmtistaðarins Candyland, Calvin Candie. Þar berast menn á banaspjótum og kvenkyns þrælar eru notaðir sem kynlífstól. Tarantino vill að DiCaprio leiki þennan mann. Leikstjórinn hefur þegar fengið Christoph Waltz, sem var magnaður í Inglourious Basterds, til að leika þýskan tannlækni sem hefur snúið sér að hausaveiðum. Hins vegar er Will Smith hættur við að leika þrælinn Django sam- kvæmt síðustu fregnum. Tarantino hefur þegar látið framleiðslufyrirtæki sitt hafa handritið en ekki er ljóst hvenær tökur hefjast. DiCaprio hefur hins vegar úr nægum verkefnum að moða; hann leikur J. Edgar Hoover í vænt- anlegri kvikmynd Clints Eastwood og gæti leikið aðalhlutverkið á móti Carey Mull igan í The Great Gatsby sem ástralski leikstjór- inn Baz Luhrmann hyggst gera. Þá má ekki gleyma því að DiCaprio er nýhættur með ísraelsku fyrirsætunni Bar Refaeli og að hann hefur sést með Gossip Girl- stjörnuna Blake Lively upp á arm- inn að undanförnu. Tarantino leitar til Leonardo DiCaprio MAGNAÐ TVÍEYKI Leonardo DiCaprio og Quentin Tarantino yrðu magnað tvíeyki. Leikstjórinn vill fá leikarann til að leika ofbeldishneigðan skemmtistaðareiganda í kvikmynd sinni Django Unchained. Witherspoon framleiðir mynd Al Pacino er í viðræðum við handritshöfundinn og leikstjórann Dan Fogelman um að leika í kvikmynd hans Imagine. Myndin segir frá skallarokkara sem fær bréf frá John Lennon, fjörutíu árum eftir að það var skrifað, og ákveður að breyta lífi sínu með því hafa uppi á syni sínum. Upphaflega stóð til að Steve Carell léki í myndinni en hann forfallaðist sökum anna á öðrum vígstöðvum. Fogelman er einn heitasti handritshöfundur Hollywood um þessar mundir. Hann skrif- aði handritið að teiknimyndunum Cars og Tangled, sem báðar nutu mikilla vinsælda, og er einnig maðurinn á bak við handritið að gamanmyndinni My Mother‘s Curse, sem þau Seth Rogen og Barbra Streisand munu leika í á næstunni. Þá er hann með nokkur járn í eldinum, þar á meðal mynd með Tom Cruise. Pacino í Lennon-mynd FJÖLHÆF Reese Witherspoon hyggst framleiða og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Who Invited Her? Óskarsverðlaunaleikkonan Reese Witherspoon hyggst framleiða og leika aðalhlutverkið í kvik- myndinni Who Invited Her? Kvikmyndaverin Sony, Paramount og Dreamworks börðust hatrammlega um myndina en að endingu hreppti síðastnefnda fyrir- tækið hnossið. Who Invited Her? fjallar um konu sem hyggst troða sér í steggjapartí góðs vinar síns. Witherspoon, sem er ein launahæsta leikkona Hollywood, leikur næst í gamanmyndinni This Means War, sem fjallar um tvo CIA-leyniþjónustumennn sem verða ástfangnir af sömu konunni. Meðal mótleikara hennar í þeirri mynd eru Chris Pine og Tom Hardy. Witherspoon, sem síðast lék í Water for Elephants, gaf sér síðan smá tíma til að taka á móti Góðgerðar- verðlaunum MTV sem hún fékk fyrir að skemmta kvikmyndaáhorfendum með frammistöðu sinni á hvíta tjaldinu undanfarin ár. Witherspoon bætist þar í hóp leikara á borð við Tom Cruise, Söndru Bullock og Jim Carrey. BRÚÐARMÆR Í KRÍSU LITRÍKIR PERSÓNULEIKAR Annie Walker, sem Kristen Wiig leikur, tekst á við það að vera aðalbrúðarmærin með hjálp litríkra vin- kvenna brúðarinnar, með skemmtilegum afleiðingum. Walker í T:5 Sminkan Heba Þórisdóttir er hluti af teyminu á bak við myndina, en samkvæmt IMDB-vefnum er hún yfirmaður sminkudeildar Bridesmaids. Heba er komin með góða ferilskrá í Hollywood, en hún hefur verið með penslana á lofti í kvikmynd- unum Inglourious Basterds, Kill Bill 1 og 2 og The Prestige. Leikkonan Scarlett Johansson hefur tekið ástfóstri við sminkuna og hefur Heba séð alfarið um útlit hennar í myndunum He’s Just Not That Into You, The Spirit, The Nanny Diaries og The Black Dahlia. Heba Þórisdóttir farðar í þremur myndum sem komu eða koma út á þessu ári, en auk Bridesmaids sá hún um útlit Óskarverðlaunahafans Cate Blanchett í myndinni Hanna sem frumsýnd var í vor. Hún er einnig titluð yfirmaður förðunardeildar myndar- innar We Bought a Zoo, þar sem Scarlett Johans- son og Matt Damon eru í aðalhlutverkum. ÍSLENSK SMINKA Á SETTI > HÆTTUR Í CSI Laurence Fishburne mun yfirgefa CSI-sjónvarpsþáttaröðina eftir að hafa hlaupið í skarðið fyrir William Petersen síðastliðin tvö ár. Áhorfið hefur dalað á þeim tíma og því var ákveðið að endurnýja ekki samninginn við Fishburne. PACINO Er í viðræðum um að leika aldraðan rokkara sem fær gamalt bréf frá John Lennon í hendurnar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.