Fréttablaðið - 02.07.2011, Side 10

Fréttablaðið - 02.07.2011, Side 10
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR10 Á VÉLHJÓLI UM FLÓÐAVATNIÐ Þrátt fyrir monsúnflóð á götum borgarinnar Lahore í Pakistan fór þessi blaðasali allra sinna ferða á vélhjóli. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Tilkynningum til barnaverndarnefnda fækkaði um 13 prósent fyrstu þrjá mán- uði ársins 2011, borið saman við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Barnaverndar- stofu. Fjöldi tilkynninga í ár var 2.148 fyrstu þrjá mánuði ársins, en var 2.466 fyrstu þrjá mán- uði ársins 2010. Flestar tilkynn- ingar bárust vegna áhættuhegð- unar barna, eða um 44 prósent. Rúm 30 prósent tilkynninga voru vegna vanrækslu á börn- um. Tæpur fjórðungur barst vegna ofbeldis gegn barni. Umsóknum um meðferðar- heimili fækkaði úr 48 í 28 á milli ára, en umsóknum um fóstur- heimili fyrir börn fjölgaði úr 31 í 46 á umræddu tímabili. - sv Nýjar upplýsingar frá BVS: Tilkynningum fækkar um 13% Umhverfis landið Vilja opna hótel í gömlu bókasafni AKRANES Stefnt er á að opna hótel í gamla bókasafnshúsinu á Akranesi á næstunni. Frá þessu er greint á vef Skessuhorns. Breytingar á deiliskipulagi á lóðinni eru nú í ferli. Bókasafn Akraness var áður í húsinu en hefur nú flust í verslunarmiðstöð við Dalbraut. Teikningar gera ráð fyrir við- byggingu bæði vestan og austan við húsið auk nýrrar hæðar og bílakjall- ara. Það er félagið Skarðseyri ehf. sem á húsið. Deiliskipulagstillaga hefur verið auglýst og er hægt að gera athuga- semdir við hana til 2. ágúst. Átak gert vegna katta plágu FLJÓTSDALSHÉRAÐ Bæjarstjórn Fljóts- dalshéraðs hefur hafið átak vegna kattaplágu á svæðinu. Átak verður gert í að fylgja eftir samþykktum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald. Íbúi á Fljóts- dalshéraði hafði sent bréf þar sem kvartað er undan kattaplágu sem herji á hverfin í bænum. Kettir geri þarfir sínar í görðum og opnum bílum. Ástandið hafi verið slæmt í langan tíma og ekkert hafi verið að gert. Samþykktir sveitarfélagsins kveða á um að eigendum katta beri að sjá um að kettir þeirra valdi ekki ónæði, óþrifnaði eða óhollustu. Vísindamenn kanna Tjörneslög HÚSAVÍK Jarðvísindamenn frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum gera þessa dagana athuganir á Tjörnes- lögunum við Hallbjarnarstaði. Hópurinn starfar í Þekk- ingarsetrinu á Húsavík og hefur nýtt sér vinnuaðstöðu og aðstoð Náttúrustofu Norðausturlands og Þekkingarnets Þingeyinga. Hluti hópsins kom einnig í fyrrasumar en hópurinn mun nú dvelja í viku við rannsóknir í samstarfi við Nátt- úrufræðistofnun Íslands. Vísinda- menn og nemendur við háskólann eru í hópnum. Gæti þurft að senda Herjólf utan VESTMANNAEYJAR Mögulegt er að Herjólfur verði sendur úr landi í slipp í haust. Ekki er laust pláss í slippnum á Akureyri í septem- ber, þegar áætlað er að skipið fari í reglubundið viðhald. Eyjafréttir greina frá þessu og haft er eftir Kristínu Sigur- björnsdóttur hjá Vegagerðinni að verið sé að leita tilboða í verkið. Beðið sé eftir tilboðum til að sjá hvort hag- kvæmara sé að senda skipið til útlanda. Um tvo sólar- hringa taki að sigla skipinu til Danmerkur. Herjólfur þarf að fara í slipp á tveggja ára fresti. Vilja 36 milljarða fjárfest- ingu í Búlandsvirkjun SKAFTÁRHREPPUR Suðurorka ehf. vill fjár- festa fyrir um 36 milljarða króna í Búlands- virkjun í Skaftártungu ef til þess fást leyfi. Virkjunin myndi veita Skaftá neðan við Hólaskjól í göngum inn á Þorvaldsaura, í fall- göng til stöðvarhúss í Réttarfelli og um göng í farveg Skaftár við Búland. Þetta kemur fram á vef Sunnlenska. Raforkuvinnsla gæti hafist árið 2018. Stækka aflþynnu verksmiðju AKUREYRI Forsvarsmenn aflþynnuverk- smiðju Becromal í Krossanesi vilja stækka verksmiðjuna og auka framleiðslugetu um 50 prósent á næstu árum. Skipulagsnefnd Akureyrar hefur heimilað fyrirtækinu að leggja fram breytingartillögu á deiliskipulagi vegna þessa. Einnig á að skoða hvort hægt sé að færa Krossanesbraut vegna stækkunarinnar. Eyþór Arnalds, einn forsvarsmannanna, segir í samtali við Vikudag að tökum hafi verið náð á mengunarvandamálum sem upp komst um í vetur. Hann segir verksmiðjuna nú starfa í sátt við umhverfið. ALLIR SAMAN NÚ TIL GÓÐS HLAUPUM ... og ef við hlaupum fjórir saman ... Það er lítið mál að hlaupa tíu kílómetra ... ... þá náum við heilu maraþoni ...

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.