Fréttablaðið - 02.07.2011, Síða 22

Fréttablaðið - 02.07.2011, Síða 22
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR22 L íklegast eru flestir því fegnir að urðunarstöðin í Álfsnesi blasir ekki við frá þjóðveginum þegar ekið er eftir honum norð- an Mosfellsbæjar. Reyndar þarf að hafa nokkuð fyrir því að sjá háan ruslahauginn sem er samansettur af stórum sorpbögglum sem gröfu- maður kemur síðan haganlega fyrir í gryfju mikilli áður en moldin er lögð yfir ósköpin. Sterkur vindur stendur úr norðri svo lyktin hrell- ir ekki blaðamann þar sem hann stendur norðan við gryfjuna með Guðmari Guðmundssyni staðar- stjóra og spyr hann hversu mikið sorp komi til urðunar á ári. Góðærissorpið meira en þorsk- aflinn „Svarið við þessu hefði nú verið mun tilkomumeira í góðærinu,“ segir hann. „Þetta hefur dregist verulega mikið saman með minnk- andi neyslu. Þegar best lét tókum við á móti hátt í tíu þúsund tonnum á mánuði en núna er þetta á bilinu fimm til sjö þúsund tonn. Við urðum meira að segja að bregðast við þess- um samdrætti með því að stytta vinnutímann um eina og hálfa klukkustund.“ Þessi samdráttur sést berlega þegar borin eru saman árin 2008, þegar urðunarstöðin tók á móti tæpum tvö hundruð þúsund tonnum, og 2009, þegar komið var með rúm 130 þúsund tonn til urð- unar. Til samanburðar má geta þess að heildarafli á þorski var 150 þús- und tonn á síðasta fiskveiðiári. Ruslið verður að auðlind Starfið á Álfsnesi gengur út á meira en að koma ruslinu fyrir kattar- nef. Þegar sorpið er komið undir fold er borað í jarðveginn og gas- inu sem myndast hefur dælt í sér- stakri leiðslu í hreinsistöð sem stendur niðri við sjó. Þegar búið er að hreinsa gasið fer það síðan um leiðslu á eldsneytisstöð N1 á Bílds- höfða. „Þetta gas heldur síðan öllum sorpbílum Reykjavíkurborgar gangandi og tveimur strætisvögn- um til,“ segir Guðmar. „Reyndar gott betur því við framleiðum um milljón rúmmetra af metangasi á ári enda af nógu að taka eftir allt góðærið. Við leggjum mikið upp úr þessu enda er eftir miklu að slægj- ast. Einn bensínbíll hefur sömu áhrif á umhverfið og 125 gasbílar. Sem betur fer fjölgar gasbílunum ört.“ Það líða um eitt og hálft til tvö ár áður en jörðin fer að síga veru- lega um leið og hún andar gasinu frá sér. Vargfuglinn er ekki svo vitlaus Þegar komið er norðaustur fyrir hauginn verður rokið illa lyktandi. „Við erum í sérstöku átaki nú til að glíma við þetta enda er íbúðahverf- FRAMHALD Á SÍÐU 23 Í ríki ruslsins Urðunarstöðin á Álfsnesi er líklegast sá hluti Reykjavíkur sem fæstir vilja sjá en þar er gas framleitt og hreinsað, sjó dælt á land og mávum fargað í þúsundatali. Jón Sigurður Eyjólfsson blaðamaður og Valgarður Gíslason ljósmyndari beygðu af þjóðveginum til að líta undur þessa hulda heims. GRÖFUMAÐUR Í GLJÚFRINU Ekki væri vænlegt að vera undir þessu fjórtán metra háa bergi þegar þessi skarnhola verður tekin í notkun. Þessar framkvæmdir eru liður í baráttunni við fnykinn sem kemur af skarni eins og gori, slógi og seyru. ALVEG Í RUSLI Þessi stóru og miklu vinnutæki virðast lítil og umkomulaus undir þessum ruslahömrum og himni þöktum vargfugli. Þó má sjá að tekist hefur að koma sorpbögglunum haganlega fyrir áður en moldin gerir þá að or SJÓRINN LEGGST YFIR RUSLABJARGIÐ Starfsmenn Sorpu dæla tugum tonna af sjó yfir ruslið á dag en sá salti dregur verulega úr fnyknum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.