Fréttablaðið - 02.07.2011, Side 38

Fréttablaðið - 02.07.2011, Side 38
2. júlí 2011 LAUGARDAGUR10                                                           "                               #            $ %  &        $               '  ( (  '  (  ) * &  +,--,./,,0 1  '#   2  3    +,--,./,,+ '#   '#   * &  * &  +,--,./,,- %   )     '   2 & 2 & +,--,4/-,, 5  (     2 & 2 & +,--,4/,66 %    %)   7  * &  +,--,4/,68 1    ))  '9:  )     * &  +,--,4/,6. 1 '9:  )     * &  +,--,4/,64 2     ( '9:     * &  +,--,4/,6; <(  = >    * &  +,--,4/,6? @  =    2 & 2 & +,--,4/,60 Embætti héraðsdómara laust til setningar Innanríkisráðuneytið, auglýsir laust til umsóknar embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur til setningar, meðan á leyfi skipaðs dómara stendur, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Miðað er við að innanríkisráðherra setji í embættið frá og með 1. september nk. til og með 29. febrúar 2012, skv. tillögu dómstólaráðs. Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 2. mgr. 12. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998. Áskilið er að í umsókn komi fram, eftir því sem við á upplýsingar um 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum, 3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilegir fyrirlestrar o.s.frv., 6) reynslu af stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 9) upplýsingar um andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum og 10) upplýsingar um þrjá fyrrverandi samstarfsmenn sem geta veitt bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og samstarfshæfni umsækjanda og 11) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi að faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skiptir fyrir störf héraðsdómara. Umsóknir óskast sendar til innanríkisráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík og á netfangið postur@irr. is. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlegum fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 5) útgefin fræðirit og ljósrit af tímaritsgreinum umsækjenda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 6) Önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem héraðsdómari. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna, er áskilið að umsækjendur gefi upp netfang sem notað verður til að eiga öll samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um setningu liggur fyrir. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, eigi síðar en 15. júlí nk. Innanríkisráðuneytinu, 30. júní. 2011 Velferðarsvið Fjármálasérfræðingur á skrifstofu Velferðarsviðs Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það marg- breytilega samfélag sem borgin er. Laust er til umsóknar starf sérfræðings á sviði hagfræði og greininga. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs. Starfið felur m.a. í sér úrvinnslu gagna vegna fjárhags- aðstoðar og húsaleigubóta. Auk þess vinnur sérfræðingur að fjármálatengdum tölfræðigreiningum í velferðarþjónustu. Helstu verkefni og ábyrgð • Fjárhagsaðstoð, tölfræðilegar úttektir og mat á þróun og áætlun útgjalda • Húsaleigubætur, tölfræðilegar úttektir og mat á þróun og áætlun útgjalda • Gæðahandbók, innra eftirlit Hæfniskröfur • Háskólamenntun í hagfræði, framhaldsmenntun á sviði hagfræði eða viðskipta æskileg • Reynsla af vinnu með talnasöfn og greiningar æskileg • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi • Góð hæfni í mannlegum samskiptum Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hörður Hilmarsson í síma 411 1111 eða með því að senda fyrirspurnir á hordur.hilmarsson@reykjavik.is Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is, umsóknarfrestur er til 20. júlí n.k. Reykjalundur, endurhæfi ngarmiðstöð SÍBS auglýsir lausa stöðu til umsóknar: Iðjuþjálfun Lausar eru til umsóknar 2 fastar stöður iðjuþjálfa frá haustinu. Nú gefst tækifæri til að starfa á fjölmennasta starfsstað iðjuþjálfa, þar sem fagmennska, fjölbreytt verk- efni og vinnugleði ræður ríkjum. Hæfnikröfur: Próf í iðjuþjálfun frá skóla viðurkenndum af Heimssamtökum iðjuþjálfa (WFOT) og með íslenskt starfs- leyfi og löggildingu. Reykjalundur er stærsta endurhæfingarstofnun landsins, með fjölbreyttan hóp skjólstæðinga á 9 sviðum, lungna- , gigtar-, tauga-, hæfingar-, verkja-, hjarta-, offitu-, geð-, og starfsendurhæfingu. Á Reykjalundi er starfað í öflugri teymisvinnu þar sem lögð er áhersla á skjólstæðingsmiðaða nálgun, fræðslu í hópum og heildræna sýn. Á iðjuþjálfun- ardeildinni starfa 17 iðjuþjálfar og 4 aðstoðarmenn sem taka þátt í fjölbreyttum verkefnum s.s. kennslu í verkjaskóla og námskeiði í streitustjórnun og slökun. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Iðjuþjálfafélags Ís- lands og fjármálaráðherra auk stofnanasamnings Iðjuþjálfa- félags Íslands og Reykjalundar. Umsóknarfrestur er til 22. júlí n.k. Nánari upplýsingar veitir Lilja Ingvarsson forstöðuiðjuþjálfi í síma 585-2153 og skulu umsóknir ásamt ferilskrá berast henni á netfangið liljaing@reykjalundur.is Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á heimasíðunni www.reykjalundur.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.