Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 02.07.2011, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 2. júlí 2011 11 Styrkir Frá Alþingi Styrkir til að stuðla að umræðu og fræðslu um Evrópusambandið. Samkvæmt ákvörðun á fjárlögum Alþingis er auglýst eftir styrkumsóknum til að stuðla að opinberri og upplýstri umræðu og fræðslu um Evrópusambandið, stefnu þess og áhrif hugsanlegrar aðildar Íslands að sam- bandinu. Að þessu sinni er úthlutunarfé til ráðstöfunar allt að 27 milljónir króna. Styrkir eru veittir til íslenskra félaga og félagasamtaka sem, samkvæmt tilgangi sínum, fjalla um málefni Evrópusambandsins og lýsa sjónarmiðum sínum til hugsanlegrar aðildar að sambandinu. Styrkir eru eingöngu veittir til skýrt afmarkaðra verkefna, svo sem til þess að: a. útbúa efni og birta það í blöðum, ritum eða með öðrum hætti, b. halda opna fundi og ráðstefnur, c. standa fyrir fyrirlestrum sérfræðinga, d. standa fyrir ýmiss konar fræðslustarfsemi, samkvæmt nánari ákvörðun úthlutunarnefndar um styrki til að stuðla að umræðu og fræðslu um Evrópusambandið. Ekki er heimilt að veita styrki til eiginlegs reksturs, m.a. rekstur skrifstofu, þ.m.t. húsaleigugreiðslur og launagreiðslur til starfsfólks. Ekki eru veittir styrkir til einstaklinga. Í umsókn um styrk skal koma fram greinargóð lýsing á því verkefni sem sótt er um styrk til að vinna að ásamt kostnaðaráætlun. Jafnframt skal greina frá þeim grund- velli sem félag eða félagasamtök byggja starfsemi sína á og hver sé tilgangur þeirra. Með umsókn skulu fylgja samþykktir eða stofnskrá félags eða félagasamtaka. Hægt er að sækja um styrki til fl eiri en eins verkefnis í sömu umsókn. Vakin er athygli á reglum úthlutunarnefndar, sem nálgast má á vefslóðinni: http://www.althingi.is/pdf/ESB-styrkir_2011.pdf Styrkhafar skulu fyrir lok árs og við lok styrkts verkefnis skila stuttri skýrslu til úthlutunarnefndar um ráðstöfun styrkjanna ásamt reikningum. Umsóknarfrestur um styrki er til þriðjudagsins 9. ágúst 2011. Umsóknir skulu berast skrifstofu Alþingis, merktar: ESB fræðslu- og umræðustyrkir Jörundur Kristjánsson, ritari úthlutunarnefndar Skrifstofa Alþingis 150 Reykjavík Stefnt er að því að úthlutun fari fram í fyrri hluta septembermánaðar. ODDEYRARSKÁLI Endurnýjun á þaki ÚTBOÐ Fyrir hönd Eimskips er hér með óskað eftir tilboðum í endurnýjun á þaki Oddeyrarskála á Akureyri. Byggingin er ríflega 3.000 fermetra vöruhús og felst verkið í því að byggja nýtt timburþak ofan á núverandi þakklæðningu, ásamt endurnýjun á þakrennum. Gefinn er kostur á að bjóða í mis- munandi útfærslur verksins en miðað er við að þakið verði klætt pappa eða dúk. Verklok eru áætluð 15. október 2011. Útboðsgögn er hægt að nálgast frá og með miðvikudeginum 6. júlí á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar, www.vso.is, og verða þau afhent án endurgjalds. Tilboð verða opnuð samtímis á skrifstofu Eimskips í Oddeyrarskála við Strandgötu á Akureyri og hjá VSÓ Ráðgjöf, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, miðvikudaginn 20. júlí 2011 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Tilboðum skal skila á opnunarstað fyrir þann tíma. Auglýsing um styrki til námskeiða í íslensku haustið 2011 Auglýst er eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Markmiðið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru á Íslandi færi á að öðlast þá færni í íslensku að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar. Fræðsluaðilar og fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki. Fyrirtæki, sem ekki eru fræðsluaðilar, þurfa að láta undirritaðan samning við hæfan fræðsluaðila er annast kennsluna fylgja umsókninni. Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur eru aðgengi- legar undir flokknum sjóðir og eyðublöð á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis: menntamalaraduneyti. is. Umsóknir skal senda á postur@mrn.is. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2011. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 29. júní 2011. menntamálaráðuneyti.is MENNINGARSJÓÐUR (SUT ) SAMTAKA UM TÓNLISTARHÚS OG RUTHAR HERMANNS Umsókn um styrki til tónleikahalds í Hörpu 2012 Auglýst er eftir umsóknum í Menningarsjóð SUT og Ruthar Hermanns. Sjóðurinn varð til vegna framlaga styrktarfélaga SUT og hefur nú verið stofnaður menningarsjóður fyrir þá fjármuni sem safnast hafa fram að opnun Hörpu. Um er að ræða styrkveitingu til tónlistarmanna eða tónlist- arhópa til tónleikahalds í Hörpu. Veittir verða styrkir árlega frá og með árinu 2012. Umsóknarfrestur er til 4. ágúst 2011. Umsóknum skal skilað á rafrænum umsóknareyðublöðum sjóðsins. Umsóknareyðublöð verða aðgengileg á netinu á slóðinni; http://www.viska.is/mssut/umsokn/ Greint verður frá nöfnum fyrstu styrkþega sjóðsins þann 19. ágúst í Hörpu á heiðurstónleikum við styrktarfélaga SUT. Auglýsingasími Allt sem þú þarft… Sérstök úthlutun í skötusel. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð nr. 630/2011, um ráðstöfun aflaheimil- da í skötusel á fiskveiðiárinu 2010/2011. Reglugerðina má sjá á vef Fiskistofu, en þar er ein- nig eyðublað til að sækja um úthlutun. Umsóknarfrestur er til og með 14. júlí 2011 og skulu umsóknir sendar Fiskistofu, Dalshrauni 1, 220 Hafnarfirði. Rafiðnaðarmaður RARIK óskar eftir rafvirkja í vinnuflokk Fram- kvæmdasviðs fyrirtækisins í Borgarnesi. Hér er um fjölbreytt starf að ræða við nýbygg- ingar, breytingar og viðhald á dreifikerfi fyrirtækisins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfssvið Almenn störf við dreifikerfi fyrirtækisins Hæfniskröfur Sveinspróf í rafvirkjun Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af rafveitustörfum Nánari upplýsingar veita Sturla Rafn Guðmundsson deildarstjóri Framkvæmda- sviðs á Vesturlandi og starfsmannastjóri í síma 528 9000. Vinsamlegast sendið skrif- legar umsóknir til starfsmannaþjónustu fyrirtækisins fyri 5. júlí n.k. RARIK ohf. er í eigu ríkisins, en er rekið sem opinbert hlutafélag. Hlutverk RARIK er að flytja og dreifa raforku, afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni. Starfsmenn RARIK eru um 200, aðalskrifstofur eru í Reykjavík og um 25 starfsstöðvar eru dreifðar vítt og breytt um landið. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.