Fréttablaðið - 28.07.2011, Side 24

Fréttablaðið - 28.07.2011, Side 24
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, Svövu Símonardóttur Höfða, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir góða umönnun og Rb.st.nr.5, Ásgerðar fyrir ómetanlega aðstoð vegna útfararinnar. Guð blessi ykkur öll. Þórir Sigurðsson Ingibjörg Elísabet Þóroddsdóttir Tómas Ævar Sigurðsson Kristjana Ragnarsdóttir Viktor Grímar Sigurðsson Anna Steingerður Björnsdóttir Sigríður Selma Sigurðardóttir Ólafur Ágúst Símonarson Sigrún Sigurðardóttir Hinrik Helgi Hallgrímsson Sesselja Magnúsdóttir Tómas Friðjónsson og ömmubörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Baldvin Sigurðsson frá Eyvindarhólum, A-Eyjafjöllum, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum, 9. júlí sl. Útför hans fór fram í kyrrþey 23. júlí. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haukur Heiðdal Sigurðsson frá Hrófá í Steingrímsfirði, Lækjartúni 16 á Hólmavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 11. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Bryndís Hauksdóttir Þorvaldur Garðar Helgason Guðni Örn Hauksson Hrafnhildur L. Þorleifsdóttir Hugrún Rós Hauksdóttir Ásgeir Gunnarsson Agnes Ýr Hauksdóttir Ágúst Örn Grétarsson barnabörn og langafabörn. Ástkæra móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bjarney Sigríður Guðmundsdóttir frá Hælavík, sem lést á Droplaugarstöðum að kvöldi föstudagsins 15. júlí sl., verður jarðsungin frá Fella- og Hólakirkju þriðjudaginn 2. ágúst nk. Athöfnin hefst kl. 13.00. Kristján Á. Ögmundsson Elín Þórjónsdóttir Lúðvík B. Ögmundsson Guðrún Sigurðardóttir Sigurbjörg G. Ögmundsdóttir Snæbjörn Ó. Ágústsson Jóhann S. Ögmundsson Kristinn B. Ögmundsson Auður Hreinsdóttir Þorteinn H. Ögmundsson Sigríður E. Hafsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Sævar Marinó Ciesielski lést 12. júlí sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. ágúst kl. 13.00. Júlía Marinósdóttir Steinar M. Skúlason Hafþór Sævarsson Sigurþór Sævarsson Victor Blær Jensen Lilja Rún Jensen afabörn og systkini hins látna. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Elísabetar Hildar Markúsdóttur Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Hrafnistu í Kópavogi fyrir yndislega umönnun þann tíma sem hún bjó þar. Kristinn Ásbjörnsson Danuta Miekiszewska Bjarni Hauksson Anna Sobolewska Margrét Stefanía Ragnarsdóttir Jónas Jóhannesson Jónatan Ragnarsson Hugrún Ragnarsdóttir Ingveldur Ragnarsdóttir Úlfar Ragnarsson Linda Björk Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Erlingur Kristinn Stefánsson járnsmiður, Tröllaborgum 13, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut sunnudaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Andrés Erlingsson Gyða Sigurlaugsdóttir Guðbrandur Erlingsson Jessika Larsson og barnabörn Fimmtíu ár eru um þessar mundir liðin frá því að Gísli Helgason, blokkflautu- skáld og lagahöfundur, fékk sína fyrstu blokkflautu og hóf að sækja blokkflautu- tíma hjá Oddgeiri Kristjánssyni í Vest- mannaeyjum, þar sem hann er alinn upp. Þá eru 45 ár frá því að hann fór í tónleikaferð um landið með tvíbura- bróður sínum, Arnþóri Helgasyni, sem spilaði á hljómborð, og héldu þeir 130 tónleika tvö sumur aðeins fjórtán og fimmtán ára gamlir. „Af því tilefni ákvað ég að gefa út sér- stakan afmælisdisk sem hefur að geyma eyja- og þjóðhátíðarlög og koma honum út fyrir Þjóðhátíð,“ segir Gísli. Disk- urinn heitir Út við sund og eyjar. Hann hefur að geyma níu lög og eru þau flest útsett þannig að blokkflautan nýtur sín vel í alls kyns stílbrigðum: poppi, rokki, ballöðum og þjóðlagastíl. Eitt þekktasta lag Gísla, Kvöldsigling, er í instrumen- tal-útsetningu á disknum auk þess sem þar er að finna nýja útgáfu lagsins Ég veit þú kemur, en það var fyrsta lagið sem Gísli lærði á blokkflautu. Titil- lagið, Út við sund og eyjar, í flutningi Ólafs Þórarinssonar (Labba í Mánum) sem stjórnar flestum upptökum, útsetur og spilar með í nokkrum lögum, hefur aldrei verið gefið út frá því að það var þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 1994, en það var að sögn Gísla vinsælt á sínum tíma. „Það leggst auk þess vel í þá sem hafa heyrt það á disknum,“ segir Gísli og nefnir fleiri lög á diskn- um. „Edgar Smári Atlason syngur lagið Vorið okkar sem var samið fyrir Þjóðhá- tíðina 1984 og Helgi Hermannson syng- ur Peyjaminningu, sem var þjóðhátíðar- lagið mitt árið 1979.“ Gísli hefur áður gefið út tvær hljóm- plötur og þrjá diska með eigin lögum og annarra, með og án söngs. vera@frettabladid.is GÍSLI HELGASON: GEFUR ÚT AFMÆLISDISK MEÐ EYJALÖGUM Fimmtíu ár frá fyrsta tímanum AFMÆLISDISKUR KEMUR ÚT FYRIR ÞJÓÐHÁTÍÐ Gísli er eina blokkflautuskáld Íslands og gefur út disk með eigin og annarra lögum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HUGO CHAVEZ, FORSETI VENESÚELA, er 57 ára í dag. „Ég er sannfærður um að leiðin að nýjum og betri heimi sé ekki í átt að kapítalisma heldur sósíalisma.“ Merkisatburðir 1540 Hinrik VIII. Englandskonungur kvænist sinni fimmtu eiginkonu, Catherine Howard. 1741 Ítalska tónskáldið Antonio Vivaldi deyr (f. 1678). 1750 Tónskáldið Jóhann Sebastian Bach deyr í Leipzig í Þýskalandi. 1821 Perú lýsir yfir sjálfstæði frá Spáni. 1895 Brú yfir Þjórsá við Þjótanda vígð að viðstöddu fjöl- menni. Brúin var notuð í rúmlega hálfa öld. 1943 Bretar sprengja Hamborg í seinni heimsstyrjöldinni með þeim afleiðingum að eldstormur myndast sem verður 42 þúsund þýskum borgurum að bana. 1957 Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd vígð. 1960 Norðurlandaráð heldur þing í fyrsta sinn á Íslandi. Ráðið var stofnað árið 1952. 1974 Um fjórðungur þjóðarinnar mætti á þjóðhátíð sem haldin var á Þingvöllum í tilefni 1.100 ára afmælis Íslandsbyggðar. 2005 Írski lýðveldisherinn bindur enda á þrjátíu ára langa vopnaða baráttu á Norður-Írlandi. 57

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.