Fréttablaðið - 28.07.2011, Page 27
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Davíð Helgi Andrésson lærði fatahönnun í dönskum lýðháskóla með 27 stelpum og hannaði flík sem minnir á smekkbuxur
Hugsar út fyrir
rammann
Á
hugi Davíðs Helga Andrés-
sonar á fatahönnun kviknaði í
valáfanga í Menntaskólanum
við Sund. Þaðan lá leið hans í
lýðháskólann Den Danske Skandinav-
iske Design Højskole. „Í danska skól-
anum lærði ég fatahönnun ásamt 27
stelpum sem höfðu saumað síðan þær
voru litlar,“ segir Davíð sem var eini
strákurinn á brautinni og bætir við:
„Þess vegna hjálpuðu stelpurnar og
kennararnir mér mikið.“
Á sex mánuðum vann Davíð ólík
verkefni sem hvert hafði sérstakt
þema. Síðustu vikuna í skólanum
fengu nemendur þó að hanna eftir
sínu höfði og leit hann þá til hug-
myndar sem hann hafði teiknað
upp í menntaskóla. Útkoman var
flík sem samanstendur af jakka-
fatabuxum og áföstu vesti. „Við
hönnunina fékk ég innblástur frá
smekkbuxum,“ segir Davíð og bætir
við: „Mér finnst karlmannafata-
hönnuðir hafa þröngan ramma til
að vinna eftir. Það er hægt að hanna
svo margvíslegt fyrir konur en hjá
körlum er oft sami stíllinn og þá sér-
staklega þegar kemur að jakkafötum,“
segir Davíð sem vildi fara út fyrir þennan
ramma með hönnun sinni.
„Í framtíðinni stefni ég samt frekar á að
vinna við viðskiptahlið hönnunarinnar,“ segir
hann og byrjar í haust að læra markaðsfræði og
viðskiptafræði utanskóla við Bifröst. Samhliða
því ætlar hann að vinna og leika sér í sauma-
skapnum. Hann segist ekki enn hafa þorað út á
lífið í flíkinni sem er að hans sögn fyrsta ein-
takið. „Þegar lokaeintakið verður tilbúið mæti
ég niður í bæ í því, að sjálfsögðu.“
hallfridur@frettabladid.is
Óskrifaðar tískureglur eru ófáar. Ein leggur
algert bann við því að hafa sama naglalakk
á tám og fingrum. Það verður að vera hvort
í sínum litnum. Eins mætti hafa annaðhvort
fingur eða tær ólakkaðar á móti lit.
teg 42026 - frábær og flottur í BC skálum á
kr. 4.600,- buxur í stíl á kr. 1.990,-
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Opið mán.-fös. 10-18.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
Vertu vinur
STÆKKAR ÞIG UM NÚMER !
Listh