Fréttablaðið - 28.07.2011, Page 44
28. júlí 2011 FIMMTUDAGUR32 32
menning@frettabladid.is
Reykholtshátíðin var um helgina.
Hátíðin er helguð kammertónlist
og er alltaf haldin um þetta leyti
sumars. Hátíðin átti 15 ára afmæli
og ég fór á afmælistónleikana, sem
voru lokatónleikar hátíðarinnar.
Venjulega er gaman að koma á
þangað. Þegar veðrið er gott er
hægt að ganga út á verönd með
kaffibolla í hléinu og svo má líka
bregða sér niður í kjallara í sal
safnaðarheimilisins og skoða sýn-
inguna. Að vísu er ekki mikið um
sýningargripi. En vissulega má
lesa um ritstörf, menntun, eign-
ir og höfuðból, siglingar, notkun
hverahita – og líka heiðna menn-
ingu, enda bjó Snorri Sturluson í
Reykholti.
Segja má að það hafi verið hálf-
gerðar fornminjar á tónleika-
skránni. Það voru verk eftir
Brahms og Tsjajkovskí, löngu
horfin tónskáld, sem eru þó allt-
af lifandi á meðan verk þeirra eru
flutt. Svo voru líka aðeins yngri
tónskáld, hið fyrsta á dagskránni
hinn norski Geir Tveitt, sem lést
fyrir þrjátíu árum. Og það var
nafni hans og samlandi, Geir Bot-
nen, sem spilaði á píanó.
Verkið heitir Dans sólguðsins,
mjög fjörlegt, nánast manískt og
Botnen lék það með miklum til-
þrifum, þótt sjálfur flygillinn hafi
ekki hljómað vel. Ég verð að segja
að ég dáðist að honum bara fyrir
að vera þarna. Hryllilegu atburð-
irnir í Noregi köstuðu skugga
sínum á flutninginn. Að vera Norð-
maður fjarri heimahögum sínum á
slíkri stundu getur ekki verið auð-
velt. En Botnen stóð sig með stakri
prýði.
Sömu sögu er að segja um Eleg-
íuna eftir Gabríel Fauré (sem var
sögð eftir Grieg í fréttum Stöðv-
ar 2 um kvöldið). Þar lék Botnen
ásamt Norðmanninum Audun
Sandvik á selló. Hann hafði fal-
legan tón og ríka tilfinningu fyrir
inntaki tónlistarinnar. Fínleg blæ-
brigði í leiknum – lítil smáatriði,
sögðu ótal margt í þessari vönduðu
túlkun. Sem maður kemur þó ekki
orðum að.
Á eftir Elegíunni var Serenaða
í C-dúr op. 10 eftir Dohnány. Þar
léku á strengjahljóðfæri Sigrún
Eðvaldsdóttir, Ásdís Valdimars-
dóttir og Michael Stirling. Það var
glæsilega mótaður, nákvæmur og
kraftmikill flutningur.
Svipaða sögu er að segja um són-
ötukafla í c-moll eftir Brahms sem
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari
og Ástríður Alda Sigurðardótt-
ir píanóleikari spiluðu. Þetta er
ekki með því dýpsta sem Brahms
samdi, en túlkunin var að minnsta
kosti snyrtileg, lifandi og innileg.
Eins og áður segir hljómaði flyg-
illinn þó illa. Bassinn var ósköp
litlaus og grunnur og hljómurinn
almennt hvellur og leiðinlegur.
Ég held að það sé nauðsynlegt að
kaupa nýjan flygil, ef standardinn
á að vera viðunandi á þessari hátíð
í framtíðinni.
Eftir notalegan kaffibolla úti á
verönd í hléinu var komið að seinni
hluta tónleikanna. Aðeins eitt (en
mjög langt) verk var á dagskránni.
Það var Souvenir de Florence eftir
Tsjajkovskí, stórbrotin tónlist.
Hún er að vísu dálítið yfirborðsleg,
en samt glæsileg, með spennandi
framvindu og alls konar tilvísun-
um í ítalska tónlist. Flutningurinn,
sem var í höndum Auðar, Ásdísar,
Sandvik og Stirlings, auk Pálínu
Árnadóttur og Guðrúnar Árna-
dóttur, var frábær. Allar nótur
voru á sínum stað, samspilið var
í fullkomnu jafnvægi og túlkunin
þrungin ástríðum. Það gerist ekki
betra!
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
hefur stjórnað Reykholtshátíðinni
frá upphafi og henni hefur farist
það vel úr hendi. Auður Hafsteins-
dóttur hefur nú tekið við og byrj-
unin lofar góðu um framhaldið.
Þær tvær léku saman í upphafi
tónleikanna Sicilenne eftir Mariu
Theresiu von Paradis. Það var fal-
legt augnablik. Megi Reykholtshá-
tíðin vaxa og dafna um ókomna tíð.
Jónas Sen
Niðurstaða: Glæsilegir tónleikar
með fullt af skemmtilegri tónlist.
Flygillinn í Reykholti er þó ekki
nógu góður.
LIFANDI FORNMINJAR
GLÆSILEGIR TÓNLEIKAR Afmælistónleikar Reykholtshátíðar heppnuðust vel að mati Jónasar Sen. MYND/GUÐLAUGUR ÓSKARSSON
Hjördís Frímann myndlistarkona opnar mál-
verkasýningu í Herberginu í Kirsuberjatrénu
í dag klukkan 17. Sýningin ber nafnið Fortíð-
arþrá – endurunnin verk.
Sýningin samanstendur af fígúratífum
málverkum með fortíðarþrá, en Hjördís er
þekkt fyrir ævintýramyndir sínar sem líkja
eftir raunveruleikanum. Ásamt þeim sýnir
hún vel valin eldri verk, prentuð á striga.
Hjördís lauk myndlistarnámi frá Boston
árið 1986 og hefur starfað sem myndlistar-
kona allar götur síðan. Hún er fædd og búsett
á Akureyri og var sýningin Fortríðarþrá upp-
haflega í Listagilinu á Akureyri í maí.
Verslunin Kirsuberjatréð er á Vesturgötu
4 og er rekin af tíu listamönnum. Sýningar-
rýmið Herbergið er í versluninni og hefur
verið notað fyrir ýmsar sýningar listamanna
og hönnuða.
Sýningin stendur til 15. ágúst og er opin
alla virka daga frá klukkan 10 til 19, á laug-
ardögum frá 10 til 17 og á sunnudögum frá 13
til 17. - hþt
Fígúratíf málverk í Herberginu
FORTÍÐARÞRÁ Hjördís sýnir fígúratíf málverk með fortíðarþrá í Her-
berginu í Kirsuberjatrénu.
Tónlist ★★★★
Reykholtshátíð
Blönduð tónlist með ýmsum
flytjendum á Reykholtshátíðinni.
ÓPERUTÖFRAR Í MIÐGARÐI Efnt verður til óperutónleika í Miðgarði í Skagafirði á laugardaginn klukkan
20.30. Þar munu söngvararnir Helga Rós Indriðadóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Gissur Páll
Gissurarson tenór, Ágúst Ólafsson barítón og Karlakórinn Heimir flytja töfrandi tóna úr heimi óperunnar við meðleik
sjö ungra hljóðfæraleikara sem kalla sig Bergmálshópinn 2011. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson.
Alþjóðlegt orgelsumar
Douglas Brotchie orgelleikari og
Einar Clausen tenór koma fram
á hádegistónleikum í Hallgríms-
kirkju í dag klukkan 12. Á efnis-
skránni er fjölbreytt tónlist eftir
Saint-Saëns, Jón Leifs, Langlais
og fleiri.
Christoph Schoener, kirkjutón-
listarstjóri við Hauptkirche St.
Michaelis í Hamborg, og einn af
fremstu organistum Þýskalands,
skemmtir síðan gestum Hall-
grímskirkju laugardaginn 30.
júlí og sunnudaginn 31. júlí. Hann
hefur um árabil átt góðu gengi að
fagna sem konsertorganisti og
hefur leikið á tónleikum um alla
Evrópu, í Ísrael og í Bandaríkj-
unum. Á tónleikum helgarinnar
leikur Schoener verk eftir Bach,
Alain, Liszt og Guilmant.
Tónleikar laugardagsins hefj-
ast kl. 12 og tónleikar sunnudags-
ins kl. 17.
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Það sem aldrei gerist - kilja
Anne Holt
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Sokkaprjón
Guðrún S. Magnúsdóttir
Kortabók MM - 2011
Örn Sigurðsson
Íslenskur fuglavísir - nýr
Jóhann Óli Hilmarsson
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
20.07.11 - 26.07.11
Grillað
Grillbók Völla og félaga
Íslenska vegahandbókin
2010 - Ýmsir höfundar
Nemesis - kilja
Jo Nesbø
Rauðbrystingur - kilja
Jo Nesbø
Little Big Book About Iceland
Sigurgeir Sigurjónsson