Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Miðvikudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Ferðir 3. ágúst 2011 178. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Ólafsdalsfélagið býður upp á námskeið um lífrænt grænmeti, ostagerð, söl og grjóthleðslu í Ólafsdal í ágúst og september. Matarnámskeiðin tengjast öll slowfood-hreyfingunni. Sjá nánar á strandir.is. É g fór til Edinborgar að syngja í brúðkaupi vina minna,“ segir Þórunn Pálína Jónsdóttir söngv-ari og lögfræðingur, yfirleitt köll-uð Tóta, spurð út í nýlegt ferðalag. „En um leið var ég að hitta fullt af vinum, tólf manna hóp sem splundraðist í hruninu og flutti út um allan heim. Þeir voru komnir frá Ástralíu, Noregi, Þýskalandi, Íslandi og Grænlandi, aðeins tveir úr hópnum búa enn á Íslandi,“ segir Tóta. Þessir vinir hennar eru allir miklir göngugarpar og höfðu aldrei haft erindi sem erfiði við að draga Tótu upp á fjöll fyrrí Edinbo þ Við fórum í draugaleiðangur, skoðuðum kastala og Rosslyn-kap-elluna þar sem sagan um DaVinci lykilinn endar,“ segir Tóta sem notaði tímann til að skoða lif-andi flóru djassstaða í borginni og syngja á hljóðneminn-er-laus kvöldum. Í brúðkaupinu varð Tóta fyrir undursamlegri upplifun í skosk-írskum hópdansi sem heitir Ceilidh. Sporin eru auðlærð og takmarkið með dansinum er að finna sér dansfélaga, dansa svo við alla aðra á dansgólfinu sam-kvæmt ákveðnu kerfi og endasvo aftur á u h hentist í gólfið þrisvar en hent-ist aftur á fætur því þetta var svo skemmtilegt. Ég datt meira að segja beint á andlitið,“ segir Tóta og skellir hlýlega upp úr en hún útskýrir að það sé alls ekki óvenjulegt að fólk detti í þessari hröðu sveiflu.Í marga daga á eftir dansaði Tóta Ceilidh í huganum og enn þann dag í dag er hún með minja-gripi úr ferðinni á líkama sínum. „Ég er með harðsperrur og mar-bletti úti um allt út af þessu. Þegar ég fer í sund fæ és d Þórunn Pálína lagði Skotland undir fót og söng í brúðkaupi á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG ferðir MIÐVIKUDAGUR 3. ÁGÚST 2011 Lúxushótel fyrir ketti Áformað er að gera gagngerar endurbætur á Hótel Kattholti. SÍÐA 2 Æðislegt ævintýri Hildur Guðnadóttir kemur fram á tónlistarhátíðinni Altmusic á Nýja-Sjálandi. tímamót 26 Draggkeppni Íslands Haldin með pompi og prakt í Hörpu í kvöld. fólk 30 ALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR MEIRA EN 1000 VÖRUTEGUNDIR MEÐ ÓTRÚLEGUM AFSLÆTTI Sjá allt úrvalið á ht.is SUÐURLANDSBRAUT 26 - REYKJAVÍK - SÍMI 569 1500 ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag FÓLK Áform eru uppi um að reisa sex stjörnu lúxushótel fyrir ketti í Kattholti á komandi mánuð- um. Að sögn Önnu Kristine Magnús dóttur, formanns Kattavinafélags Íslands, virðist ekki vanþörf á breytingunni því kattahótelið í Kattholti var fullt um versl- unarmanna- helgina. „Þar sem eru súkkulaðimolar á koddanum á fínum hótelum er aldrei að vita nema við setjum rosalega gott kattanammi í hvert búr þegar kettirnir tékka inn,“ segir Anna Kristine og bætir því við að hana hafi alltaf dreymt um að verða hótelstjóri. - mmf / sjá Ferðir Unnið að fjármögnun hótels: Lúxushótel fyrir ketti ANNA KRISTINE MAGNÚSDÓTTIR FÍNT NA-TIL Í dag verður nokkuð bjart NA-til. Úrkoma með köflum NV-til en annars skúrir. Fremur hægur vindur en hvassara NV- og S-til. VEÐUR 4 9 15 16 13 14 Haukur vill til Evrópu Haukur Helgi Pálsson er hættur að spila körfu með Maryland-háskólanum. sport 34 ÁSTIN OG MENNINGIN BLÓMSTRA Þýsku ferðamennirnir á Skólavörðustígnum virtust yfir sig ástfangnir þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti þar leið hjá. Neðsti hluti Skólavörðustígs, frá Bergstaða- stræti að Bankastræti, verður lokaður fyrir bílaumferð fram yfir næstu helgi. Í tilefni þess verða settir upp standar og á þá hengdir auð blöð og litir svo gestir og gangandi geti spreytt sig á listsköpun. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG SAMFÉLAGSMÁL Formaður Þjóð- hátíðarnefndar vill láta setja upp eftirlitsmyndavélar í Herjólfs- dal fyrir næstu Þjóðhátíð. Hann segir slíkt geta haft forvarnar- gildi og aðstoðað lögregluna í rannsóknum á afbrotum sem eigi sér stað. „Svæðið er ekki stórt. Það yrði öflug forvörn og getur aðstoðað við að upplýsa mál,“ segir Páll. Fimm nauðganir voru tilkynnt- ar til neyðarmóttöku sjúkrahúsa eftir Þjóðhátíð í ár. Þá var ein nauðgun tilkynnt eftir helgina á Akureyri og ein tilraun til nauðg- unar til lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir of snemmt að segja til um hvort nauðgunar- málin hafi verið fleiri en þau sen nú hefur verið tilkynnt um. Hún segir að verði óskað eftir þjónustu Stígamóta á næstu Þjóðhátíð verði slíkt vel tekið til greina. - sv / sjá síðu 6 Formaður Þjóðhátíðarnefndar boðar hert eftirlit í Herjólfsdal: Myndavélar geti haft forvarnargildi FANGELSISMÁL Ríkisstjórnin skoðar nú hvort gamalt húsnæði í ríkis- eigu geti nýst undir nýtt fangelsi ef ákveðið verður að reisa ekki fangelsi í einkaframkvæmd eins og hefur verið til umræðu. Þessi möguleiki var ræddur á fundi ríkisstjórnarinnar í gær- morgun samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn staður var sér- staklega nefndur til sögunnar sem ákjósanlegt húsnæði undir fanga- rými: gamalt hjúkrunar heimili á Víðinesi sem þar til í september í fyrra hýsti 38 heimilismenn. Deilur hafa staðið um það innan ríkisstjórnarinnar hvernig fjár- magna skuli byggingu nýs fang- elsis. Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra hefur talað fyrir því að ríkið fjármagni framkvæmdina en aðrir innan ríkisstjórnarinnar, meðal annars forsætis ráðherra, telja að lántaka fyrir slíkri fram- kvæmd yrði ríkinu of dýr við þess- ar aðstæður og hafa þess í stað horft til þess að bjóða verkið út þannig að lífeyrissjóðir og einka- aðilar geti tekið þátt í útboðinu. Þegar umræðan um nauðsyn þess að reisa nýtt fangelsi fór enn einu sinni á flug fyrir skemmstu var gerð athugun á því hvaða hús- næði í eigu ríkisins gæti hugsan- lega nýst undir fangarými. Niður- stöður þeirrar athugunar verða notaðar sem leiðarljós um fram- haldið, ef hugmyndin um einka- framkvæmd verður slegin út af borðinu. Málið hefur vafist fyrir ríkis- stjórninni um nokkurt skeið og nýlega var ákveðið að taka ekki endanlega ákvörðun um málið fyrr en í ágúst. - kóp, sh Víðines til skoðunar undir nýtt fangelsi Ríkisstjórnin ræddi á fundi í gær að nota húsnæði í ríkiseigu til að leysa fangelsis- vandann verði nýtt fangelsi ekki reist í einkaframkvæmd. Gamalt hjúkrunar- heimili á Víðinesi var sérstaklega nefnt til sögunnar sem hentugt fangarými. NOREGUR Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hefur sett fram kröfulista þar sem hann fer fram á að norska ríkis- stjórnin fari frá völdum. Þá vill hann sjálfur fá stórt hlutverk í breyttu stjórn- málakerfi í landinu. Geir Lippe- stad, verjandi Breiviks, hefur greint frá þessu. Hann segir kröfulistann sýna að Brei- vik viti ekki hvernig samfélagið virki og að hann geri sér enga grein fyrir stöðu sinni. Rannsókn lögreglu í miðborg Óslóar er nú lokið en hreinsunar- starf stendur yfir í Útey. Þar er meðal annars unnið að því að safna saman eigum ungmennanna sem voru þar stödd þegar Breivik hóf skothríð hinn 22. júlí. - þeb / sjá síðu 4 Breivik setur fram kröfur: Vill að ríkis- stjórnin fari frá ANDERS BEHRING BREIVIK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.