Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 42
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR34 sport@frettabladid.is ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR spjótkastari tryggði sér í gærkvöldi sæti á Ólympíuleikunum í London 2012. Ásdís kastaði 59,12 metra á móti í Laugardalnum en lágmarkið er 59 metrar. Ásdís, sem keppir á Demantamótaröðinni í frjálsum í London á föstudag, sagði í samtali við Fréttablaðið mikinn létti að lágmarkið væri komið í hús. Aðstæður í Laugardalnum hefðu verið hinar bestu og ánægjulegt væri að geta farið afslöppuð til keppni í London. FÓTBOLTI Merkilegur viðsnúning- ur hefur átt sér stað í frammi- stöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar. Þá er mikið sagt. Í kjölfarið á Evrópumeistaratitli sínum sumarið 2008 tóku hins vegar Spánverjar yfir alþjóða- knattspyrnu og virðast seint munu sleppa takinu. Frammistaða yngri landsliða Spánar gefur nefnilega til kynna að framtíðin sé afar björt. U21 árs landsliðið fór taplaust í gegn- um Evrópukeppnina í Danmörku í sumar. Sigurinn var forsmekkur- inn að mögnuðu sumri hjá yngri landsliðum Spánar. Kvennalandsliðið skipað leik- mönnum 17 ára og yngri varð Evrópu meistari á sunnudag þar sem íslensku stelpurnar voru meðal annars yfirspilaðar af meisturunum. Sólarhring síðar var komið að karlalandsliðinu skipuðu leikmönnum 19 ára og yngri, sem lagði Tékka í dramatískum úrslita- leik. „Lykillinn að árangrinum er starfið sem knattspyrnusamband Spánar vinnur um allt landið,“ sagði Ginés Meléndez, þjálfari 19 ára landsliðs Spánar, eftir sigur sinna manna á mánudag. „Við fáum leikmennina þegar þeir eru 15 ára. Þeim er kennt að vinna innan ákveðins ramma sem breytist ekki þótt þeir flytjist á milli aldurs- flokka. Ramminn er sá sami allt upp í A-landsliðið,“ sagði Meléndez. Sigurinn var sá fimmti í Evrópu keppni 19 ára karlalands- liða á tíu árum. Árið 2002 mættu Spánverjar jafnöldrum sínum frá Þýskalandi í úrslitaleik keppninn- ar. Fernando Torres skoraði eina mark úrslitaleiksins á Ullevaal- leikvanginum í Osló. Sex árum eldri, sumarið 2008, var Torres aftur úrslitavaldurinn þegar hann skoraði sigurmark- ið í Evrópukeppni A-landsliða. Aftur lágu Þjóðverjar í valnum. Spánverjar höfðu ekki unnið stór- mót í knattspyrnu síðan á Evrópu- mótinu 1964. Með heimsmeistaratitlinum 2010, sínum fyrsta, staðfesti spænska landsliðið yfirburði sína á knattspyrnuvellinum. Landsliðs- þjálfarinn Vincente del Bosque er þó alls ekki saddur. „Það er frábært að minnast sigra og fagna þeim en á sama tíma verðum við að undirbúa okkur fyrir framtíðina,“ segir del Bosque, en fram undan er Evrópu- keppni landsliða 2012. Hann segir árangur A-landsliðs- ins enga tilviljun. „Leikmennirnir sem við höfum úr að velja koma í A-landsliðið meðvitaðir um hvernig þeir eiga að spila,“ segir del Bosque. Hvergi er veikan blett að finna á Spánverjum þegar knattspyrna er annars vegar. Barcelona hefur borið höfuð og herðar yfir önnur félagslið undanfarin ár. Til marks um það hefur liðið staðið uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þrisvar á síðustu sex árum. Spánverjar virðast meira að segja fremstir meðal jafningja í innanhússknattspyrnu, futsal. Karlalandsliðið er ríkjandi Evrópu meistari og si lfur- verðlaunahafi á síðasta heims- meistaramóti. - ktd Ekkert lát er á sigurgöngu knattspyrnulandsliða Spánverja, sem bættu tveimur titlum í safnið um helgina: Ótrúleg velgengni spænsku landsliðanna BIKARINN Á LOFT Spánverjar fagna heimsmeistaratitlinum sumarið 2010, einum af fjölmörgum sigrum landsliða Spánar á undanförnum árum. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Keppni í Pepsi-deild karla hefst aftur í dag eftir stutt hlé. Fimm leikir fara fram í kvöld en viðureign Keflavíkur og KR er frestað vegna þátttöku síðarnefnda liðsins í Evrópudeild UEFA. KR er þó með fjögurra stiga forystu á næsta lið og missir því ekki topp- sætið í kvöld. Þórður Þórðarson, þjálfari topp- liðs ÍA í 1. deild karla, telur ein- mitt að fátt geti komið í veg fyrir að KR standi uppi sem Íslands- meistari í haust. „Ég á ekki von á öðru en að KR, ÍBV og Valur verði áfram að berj- ast á toppnum eins og áður,“ sagði Þórður um framhaldið. „Mér sýn- ist að þessi lið séu sterkustu lið deildarinnar þegar á heildina er litið. Ég tel einnig að það sé ekkert lið sterkara en KR í dag og býst við að KR-ingar muni sigla titlinum í höfn í haust.“ Erfitt hjá ÍBV í Árbænum Valur mætir Grindavík á heima- velli í kvöld en ÍBV mætir Fylki í Árbænum. Þórður reiknar með Valssigri en segir verkefni ÍBV erfiðara. „Gallinn við Fylkismenn er hversu óstöðugir þeir hafa verið en þeir hafa verið sterkir í síðustu leikjum,“ sagði Þórður. Íslandsmeistarar Breiðabliks mæta bikarmeisturum FH í kvöld en hvorugt lið hefur náð sér almennilega á strik í sumar. FH er í fjórða sæti en Blikar í því átt- unda. „Bæði lið þurfa þrjú stig til að halda sér í efri hluta deildarinn- ar – sérstaklega Blikar. Ég á ekki von á að þeir muni blanda sér í baráttu efstu fimm liða deildarinn- ar ef þeir tapa í kvöld,“ segir Þórð- ur en gengi Blika í sumar hefur komið honum á óvart. „Breiða- blik átti gott tímabil í fyrra og ég hélt að liðið myndi ná að fylgja því eftir.“ Láta frekar verkin tala Stjörnumenn hafa að sama skapi staðið sig betur en Þórður reiknaði með fyrir tímabilið en liðið er nú í fimmta sætinu og mætir lánlaus- um Víkingum í kvöld. Víkingar eru í fallsæti eins og er og töpuðu í síðasta leik fyrir hinum nýliðunum, Þór, með sex mörkum gegn einu. Var það fyrsti leikur Bjarnólfs Lárussonar með liðið eftir að skipt var um þjálfara. „Bjarnólfur sagði fyrir þann leik að það yrðu miklar breytingar á sínu liði strax í fyrsta leik. Helsta breytingin var hversu mörg mörk Víkingar fengu á sig. Mér finnst hann hafa verið full yfirlýsinga- glaður og fengið sín ummæli í bakið. Það eru ekki traustvekjandi vinnubrögð og sendir slæm skila- boð til leikmanna. Oft er betra að láta verkin tala,“ sagði Þórður. Þorvaldur mun bjarga Fram Fram er í botnsæti deildarinn- ar og mætir einmitt Þór í kvöld. Þórður hefur meiri trú á að Fram muni bjarga sér en Víkingur. „Ég þekki það sjálfur að Þorvaldur (Örlygsson) er góður þjálfari og tel að hann muni ná að bjarga lið- inu frá falli. Það mun þó velta að stórum hluta á þessum leik. Þórs- arar hafa þó verið á góðum skriði að undanförnu og ef þeir ætla sér að verða alvörulið verða þeir að halda áfram á þeirri siglingu.“ Værum um miðja efstu deild Skagamenn hafa sýnt ótrúlega yfirburði í fyrstu deildinni í sumar og eru með sextán stiga forystu á liðið í þriðja sæti. Þórður telur að sínir menn myndu spjara sig ágæt- lega í Pepsi-deildinni í ár. „Ég tel að ÍA væri miðlungslið í deildinni í dag. Við erum skrefi á eftir bestu liðunum en gætum siglt nokkuð lygnan sjó um miðja deild miðað við spilamennsku okkar í sumar,“ segir Þórður en bendir á að Skaga- menn séu langt því frá byrjaðir að hugsa um líf í Pepsi-deildinni. „Við ætlum ekki að fagna einu né neinu fyrr en úrvalsdeildarsætið verður í höfn.“ eirikur@frettabladid.is Hef meiri trú á Fram en Víkingi Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið en hann hefur ekki trú á því að önnur lið muni ógna atlögu KR að titlinum. MEISTARARNIR MÆTAST Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, reiknar með spennandi viðureign þegar Breiðablik tekur á móti FH í kvöld. Hér eru Atli Viðar Björnsson, FH, og Blikinn Kristinn Jónsson í fyrri leik liðanna í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KR 11 8 3 0 25-7 27 Valur 12 7 2 3 18-9 23 ÍBV 11 7 1 3 16-9 22 FH 12 5 4 3 26-18 19 Stjarnan 12 5 3 4 22-20 18 Fylkir 12 5 3 4 20-21 18 Keflavík 12 5 2 5 17-17 17 Breiðablik 12 4 3 5 20-24 15 Þór 12 4 2 6 17-23 14 Grindavík 12 3 2 7 15-26 11 Víkingur 12 1 4 7 9-21 7 Fram 12 1 3 8 7-17 6 PEPSI-DEILDIN Bjarnólfur sagði fyrir þann leik að það yrðu miklar breytingar á sínu liði strax í fyrsta leik. Helsta breytingin var hversu mörg mörk Víkingar fengu á sig. ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON ÞJÁLFARI ÍA Miðvikudagurinn 3. ágúst Fylkir - ÍBV kl.18.00 Fylkisvöllur Valur - Grindavík kl.19.15 Vodafonevöllurinn Breiðablik - FH kl.19.15 Kópavogsvöllur Víkingur R. - Stjarnan kl.19.15 Víkingsvöllur Þór - Fram kl.19.15 Þórsvöllur kl. 9.15 KÖRFUBOLTI Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfu- knattleik, hefur tekið þá ákvörðun að hætta að spila með Maryland- háskóla. Hann vonast til þess að komast að hjá félagi í Evrópu. „Ég held að leikstíllinn minn henti betur í Evrópu. Mér hefur fundist mun skemmtilegra að spila í Evrópu en í Bandaríkjunum. Þetta er meira alhliða körfubolti í Evrópu,“ segir Haukur. Haukur, sem er 19 ára, stóð sig vel á fyrsta ári sínu með skóla- liðinu í fyrra. „Jú, það gekk ágætlega úti. Ég byrjaði í seinustu tveimur leikj- unum mínum, sem er mjög gott fyrir fyrsta árs nema. En þótt það hafi gerst leitaði hugurinn alltaf til Evrópu,“ segir Haukur. Haukur segir vissulega áhættu fólgna í því að segja upp fullum skólastyrk í þeirri von að komast að hjá félagi í Evrópu. „Það er náttúrulega alltaf áhætta eins og heimurinn er í dag. En ég vona það besta. Það er ekk- ert skrifað í stein hvort ég fer eitt- hvað eða ekki. En vonandi gerist það og ég er frekar bjartsýnn,“ segir Haukur, sem segir nokkur félög í Evrópu hafa sýnt honum áhuga. „Ég hefði mjög gaman af því að spila á Ítalíu eða á Spáni. En maður veit aldrei hvar maður endar sitt fyrsta atvinnutímabil í körfuboltanum ef af verður.“ - ktd Haukur hættur hjá Maryland: Vill komast að hjá liði í Evrópu ALHLIÐA LEIKMAÐUR Haukur telur boltann í Evrópu henta sér betur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.