Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2011 33 Leikarinn James Franco sagði frá því í viðtali við Playboy að hann og kærasta hans til fimm ára, leik- konan Ahna O’Reilly, væru hætt saman. Hann kenndi námsþorsta sínum um sambandsslitin. „Ég hafði nýlokið námi í New York og skráði mig svo í frekara nám í Yale. Ég held að það hafi gert útslagið. Ég var of mikið fjar- verandi,“ sagði leikarinn. Aðrir vilja meina að parið hafi hætt saman vegna vináttu Francos við bresku fyrirsætuna Agyness Deyn en þau hafa sést ítrekað saman frá því í janúar. Síðast sást til þeirra á hóteli í Los Angeles í lok síðustu viku og að sögn sjónarvotta voru þau mjög innileg við hvort annað. Sáust ítrekað saman Bandaríska leikkonan og fyrir- sætan Paz de la Huerta er að leggja lokahönd á nýja kvikmynd sem byggð er á sögunni um rauðu skóna. Hún segir mikilvægt að boðskapur kvikmyndarinnar kom- ist til skila því hann eigi mjög vel við í dag. „Myndin fjallar um einstaka konu sem býr í smábæ og er útskúfað vegna þess að hún er hæfileikarík og öðruvísi en aðrir. Þegar hún svo gerir mistök fyr- irgefa hinir bæjarbúarnir henni ekki því þeir eru svo öfundsjúkir út í hana,“ sagði de la Huerta, sem fer sjálf með aðalhlutverkið. Leik- konan þykir nokkuð sérstök bæði í hegðun og fasi og hefur látið ýmis- legt flakka í blaðaviðtölum. Í við- tali við New York Observer segir hún lélegar ljósmyndir af Amy Winehouse hafa verið á meðal þess sem varð söngkonunni ungu að falli. „Fjölmiðlar verða að læra að bera ábyrgð á gjörðum sínum. Sjáið hvað kom fyrir Amy Wine- house. Kannski hefði hún haft meira sjálfstraust ef tímarit hefðu ekki birt svona mikið af ljótum myndum af henni og þá hefði hún kannski ekki drukkið eins mikið,“ sagði leikkonan. Ljósmyndir urðu Amy að falli SEST Í LEIKSTJÓRASTÓL Paz de la Huerta leikstýrir kvikmynd sem flytur boðskap sem á vel við í dag. NORDICPHOTOS/GETTY NÝTT PAR? James Franco og Agyness Deyn hafa sést ítrekað saman frá því í janúar. NORDICPHOTOS/GETTY Rapparinn Jay-Z hefur verið kvæntur söngkonunni Beyoncé frá árinu 2008 og er parinu mjög umhugað um einkalíf sitt. Sam- kvæmt sjónarvottum sást þó rapparinn skemmta sér með fyrirsætunni Selitu Ebanks á skemmtistað. „Þau föðmuðust og hlógu mikið saman. Hann virtist alveg áhyggjulaus og hagaði sér eins og hann væri á lausu. Beyoncé virt- ist ekki vera í huga hans,“ sagði sjónarvottur. Beyoncé er á tónleikaferðalagi um Evrópu um þessar mundir en hún er ein vinsælasta söngkona heims. Sást með annarri konu ÁHYGGJULAUS Jay-Z skemmti sér áhyggjulaus ásamt fyrirsætu á meðan Beyoncé ferðaðist um heiminn. NORDICPHOTOS/GETTY Lítið hefur sést til Blake Lively og Leonardos DiCaprio undanfar- ið og hafa slúðurmiðlar velt því fyrir sér hvort parið hafi slitið sambandi sínu. Svo er þó ekki því til þeirra sást í Los Angeles á miðvikudag. Lively og DiCaprio sáust fyrst saman á Cannes-kvikmynda- hátíðinni í vor og hafa fjölmiðlar veitt sambandi þeirra mikla athygli. Ástin milli þeirra virð- ist enn í fullum blóma því Lively tók sér hlé frá tökum til þess að snæða hádegismat með DiCaprio á miðvikudaginn var. „Þau sátu hlið við hlið og deildu með sér disk af mexikóskum mat. Þau töluðu mjög hljóðlega saman og aðrir gestir létu þau alveg í friði,“ var haft eftir sjónarvotti. Deildu taco á milli sín ENN SAMAN Blake Lively og Leonardo DiCaprio eru enn saman. NORDICPHOTOS/GETTY Reykjavík Skútuvogi 1 Sími: 562 4011 Akureyri Draupnisgata2 Sími: 460 0800 Reyðarfjörður Nesbraut 9 Sími: 470 2020www.ronning.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.