Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 4
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR4 Uppskrift að amerískri súkkulaðiköku birtist í blaðinu á föstudag. Hún á að innihalda tvö egg. LEIÐRÉTTING Faxafeni 14 www.heilsuborg.is Morgunhanar Fyrir þá sem vilja taka daginn snemma og taka vel á því. Góð blanda af þol- og styrktaræfingum. Kennt á mán, mið og föst kl. 06.10 (4 vikur). Þjálfari er Helga Sigmundsdóttir, lýðheilsufræðingur. Verð 5.800 kr. Skráning á mottaka@heilsuborg.is eða í síma 560 1010. Í frétt um útrás Saffran sem birtist í blaðinu í gær var Jay Jamchi sagður vera annar eigenda veitingahúsa- keðjunnar Saffran. Hið rétta er að eigendur Saffran í Bandaríkjunum eru fjórir, það eru Jay Jamchi, Oddur Smári Rafnsson, Davíð Magnússon og Dick Clark. ÁRÉTTING ÍSRAEL, AP Fréttir um eftirgjöf Benjamins Netanjahú, forsætis- ráherra Ísraels, í landamæradeil- um við Palestínu virðast orðum auknar en þó er líklegt að við- ræður hefjist brátt á ný. Í fréttum þar í landi í upphafi viku voru líkur leiddar að því að Netanjahú væri reiðubúinn að fall- ast á hugmyndir Obama Banda- ríkjaforseta. Þær miðuðu að því að koma á landamærum miðað við þau sem voru í gildi árið 1967. Nú herma heimildir hins vegar að málið sé ekki svo langt komið, en Netanjahú sé tilbúinn að „sýna sveigjanleika“, hefjist viðræður á ný. - þj Deilur Ísraels og Palestínu: Ekki alger eftir- gjöf hjá Ísrael EKKI SVO LANGT KOMIÐ Benjamin Netanjahú er ekki tilbúinn að gangast alfarið undir hugmyndir Bandaríkja- forseta um lausn á deilum Ísraels og Palestínu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 32° 28° 25° 23° 28° 28° 22° 22° 26° 26° 30° 27° 34° 24° 27° 22° 21°Á MORGUN víða 3-8 m/s, hvassara NV- og SA-til. 4 FÖSTUDAGUR víða 3-8 m/s, hvassara NV- og SA-til. 9 13 15 13 16 13 13 13 14 13 9 7 2 2 4 3 13 6 3 5 6 12 14 12 12 15 11 11 10 15 13 ÁFRAM VÆTUSAMT Nokkuð bjart NA- til í dag, annars skýjað með köfl um um mest allt land næstu daga og ein- hver væta víðast hvar, mismikil þó. Fer kólnandi A-til með morgun- deginum. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður DÓMSMÁL Ungt fyrrverandi par frá Húsavík hefur í Héraðsdómi Norður lands eystra verið dæmt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa saman að nektarmyndatökum af unglings- stúlkum í upphafi ársins 2010. Stúlkan, sem þá var í kringum átján ára aldur, tók myndirnar að höfðu samráði við kærastann, sem er nokkrum árum eldri. Stúlkan stundaði knattspyrnu með Völs- ungi á Húsavík og tók myndirnar af öðrum stúlkum í liðinu, bæði í búningsklefanum á Húsavík og í keppnis ferðum um landið, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Alls fundust í fórum þeirra tveggja 64 myndir af tíu fáklæddum eða nökt- um stúlkum. Hin dæmdu báru að þau hefðu átt í erfiðleikum í sambandi sínu og í einhverju rifrildinu hefði sú hug- mynd fæðst að hún tæki fyrir hann nektar myndir af vinkonum sínum. Af því varð. Í yfirheyrslum sögðust bæði sjá mjög eftir athæfinu. Maðurinn sagði það eftir á að hyggja hafa verið „bull“ og honum til skamm- ar, málið hefði haft hræðileg áhrif á líf sitt og liðið ár í lífi hans hefði verið „viðbjóður“, almannarómur á Húsavík væri harður og um hann hefðu gengið sögur sem hefðu orðið til þess að hann hefði fengið hótanir, verið kýldur og hrækt á hann. Hann hefði hrakist úr bænum um tíma. Dómurinn kemst að þeirri niður- stöðu að brotin verði á engan hátt afsökuð sem augnabliks- dómgreindarleysi. Kærastinn hafi ekki gefið stúlkunni fyrirskipanir en þau beri þó jafna ábyrgð á skipu- lagningunni. Þau eru því dæmd á þriggja mánaða skilorð og til að greiða átta stúlknanna 200 þúsund krónur hverri í bætur. - sh Átta unglingsstúlkur fá 200 þúsund krónur fyrir áfallið sem hlaust af að láta taka af sér nektarmyndir í leyni: Á skilorð fyrir myndatökur í sturtuklefum HÚSAVÍK Hin dæmdu sögðu í yfir- heyrslum að þeim hefði verið illvært á Húsavík eftir að málið kom upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NOREGUR Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völd- um og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fang- elsinu. Sá síðari er mjög óraun- hæfur og langt frá raunveruleik- anum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvern- ig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsing- ar um meintar aðrar hryðjuverka- sellur. „Það er algjörlega ómögu- legt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheil- brigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkis- stjórnarinnar. Hann vill umfangs- miklar breytingar á stjórnmála- kerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þess- ar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rann- sókn sinni á sprengju svæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en haf- ist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætis- ráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokk- ar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Fram- faraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokk- urra ára skeið en Siv Jensen, for- maður flokksins, segir að Brei- vik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refs- ingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi Anders Behring Breivik vill umbylta evrópskum samfélögum og að norska ríkisstjórnin fari frá völdum. Hann vill sjálfur leika stórt hlutverk í nýju stjórnmálakerfi. Verjandinn segir hann veruleikafirrtan. ÚTFARIR Í ÓSLÓ Jens Stoltenberg var meðal þeirra sem mættu í útför Monu Abdinur, sem lést í Útey. Mörg fórnarlambanna hafa verið jörðuð undanfarna daga. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 02.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,8733 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,80 116,36 188,48 189,40 164,29 165,21 22,049 22,179 21,469 21,595 18,228 18,334 1,4969 1,5057 184,89 185,99 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.