Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 26
3. ÁGÚST 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● ferðir ● SKJÓTUR SKILNAÐUR Skilnaðir geta verið tímafrekir, krefjandi og sóðalegir. Eigend- ur hollensku hótelkeðjunnar Heart break Hotel hafa séð við því og segjast geta útvegað ráð- gjafa, lögfræðinga og barna- sálfræðing og gengið frá skiln- aðinum á einni helgi. Hjónin þurfa bara að bóka sig hvort á sitt herbergið á einhverju hótel- anna í keðjunni annað hvort í Hollandi eða Belgíu og undir- rita skilnaðarpappírana. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu hótelkeðjunnar á www. echtscheidingshotel.nl. ● SAFN UM SCHWARZENEGGER Safn helg- að leikaranum og fyrrverandi ríkisstjór- anum Arnold Schwarzenegger hefur verið opnað á æskuheimili hans í þorpinu Thal nærri Graz í Austur- ríki. Gestum og gangandi gefst þar kostur á að sjá við hvaða að- stæður Schwarzenegger ólst upp og skoða ýmsa muni sem tengjast kvik- myndaferli vöðvatröllsins. Má þar nefna mót- orhjól í fullri stærð úr Tortímandanum tvö og sverð úr kvikmyndunum um villimanninn Conan svo fátt eitt sé nefnt. ● FJÖLSKYLDUFERÐ Á HRÍSGRJÓNAAKUR Vinsældir vistvænnar ferðaþjón- ustu hafa aukist undanfarin ár. Hrísgrjónaræktendur á býlinu Tiger land í Taílandi bjóða upp á slíkar ferðir þar sem fjölskyldur geta dvalið og ræktað lífræn hrísgrjón í sex daga. Hægt er að dvelja á sáningartíma í júní og júlí og á uppskerutíma í október og nóvember. Býlið er í Chiang Rai í fjöllum Norður-Taílands. Þátttakendur geta að auki upp- lifað alls kyns skemmtun, svo sem heimsókn á næturmarkað- inn í Chiang Rai til nálægra ætt- flokka. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðunni www.tiger- landricefarm.com. ● TJALDSVÆÐI Ónýttar flugbrautir og tóm flugskýli standa nú þar sem reisa á stærsta tjaldsvæði gervallra Bandaríkjanna, nánar tiltekið á Floyd Bennett Field-flugvelli í suðurhluta Brooklyn-hverfis í New York. Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem vilja ferðast til New York án þess að greiða hótel- gistingu dýru verði. Tjald svæðið er þó ekki aðeins ætlað ferða- mönnum heldur er hugsunin sú að borgarbúar geti þar lært að setja upp tjöld, róa á kajak og lifa á landsins gæðum. Flug- völlurinn var reistur árið 1931 og var mikið notaður í seinni heims- styrjöld en hefur stað- ið ónot- aður í fjöru- tíu ár. ● Í FÓTSPOR MÁRA OG MIÐALDARIDDARA Ingibjörg Þórhallsdóttir og Rúnar Karlsson reka ferða- þjónustu á Spáni og sérsníða gönguferðir og dagsetning- ar að þörfum sex til sextán manna hópa. Ein slík ferð er um gróðursæla en yfirgefna dali þar sem gengið er eftir hlöðnum Márastígum frá 8. öld, innan um orkídeur, pálma og granateplatré. Meira á gongufri.is. Skannaðu QR kóðann með snjallsímanum þínum EX PO · w w w .e xp o. is 12 9 Akstur frá BSÍ til fl ugstöðvarinnar með F lug rú tu nn i t ek ur u m þ að bi l 45 MÍNÚTUR 3 6 Bókaðu á www.flugrutan.is Áætlunarferðir Flug rútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll Alltaf laus sæti! NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT RÚTAN SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF! Áætlun Flugrútunnar frá BSÍ til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar Brottfarir frá Umferðarmiðstöðinni til Keflavíkurflugvallar. 1950 önnur leiðin VERÐ KR. 975 önnur leiðin VERÐ KR. 1950 50% afsláttur fyrir morgunhana sem ferðast með 04:20 brottförinni. Mán. – lau. Sun. 04:40 04:40 05:00 05:00 05:20 05:20 05:40 05:40 06:00 06:00 06:30 06:30 08:00 08:00 09:30 10:30 10:30 11:30 11:30 12:30 12:30 13:30 13:30 14:00 14:00 15:00 15:00 16:00 21:00 21:00 22:00 22:00 23:00 23:00 04:20 04:20 OR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.