Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 14
14 3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Það skiptir ekki máli hvort það eru þúsund eða þúsund sinnum þúsund manns sem þjást, félagslegt óréttlæti eða hungursneyð – faðmurinn á að vera opinn. Það skiptir heldur ekki máli hvort neyðin er fjarlæg eða nálæg, það er iðulega gott að rétta fram hjálparhönd og andmæla því heimsskipulagi sem viðheld- ur ranglæti. Við getum breytt lífi annarra, bæði við- horfum samborgara okkar og lífsskilyrðum fólks í öðrum heimsálfum. Okkur bjóðast ótal tækifæri til þess. Án tafar getum við gefið pening til hjálparstarfa, við getum knúið á um breytingar og við getum jafnvel farið á vettvang sem sjálfboðaliðar. Allt, ef við bara viljum. Þylja má upp ógnvekjandi tölur um neyð barna og fullorðinna, stundum vegna þurrka, stundum vega flóða og stundum vegna stjórn- arfars. Hér er dæmi um tölu: Um það bil 700 þúsund börn í Austur-Afríku eru lífshættu- lega vannærð og þurfa á tafarlausri aðstoð að halda. Mat skortir, lyf, hreint vatn, skjól og öryggi – allt þetta er til reiðu, allar forsend- ur, öll gæði. Hægt er að breyta heiminum til betri vegar á áratug – bara ef við viljum ryðja hindrunum úr vegi. Bíðum ekki eftir að gömlu heimsveldin rétti fram hramminn. Notum eigin hjálparhendur! Fátækt, óréttlæti, efnahagslegt misrétti, pólitík og félagslega slæmar aðstæður vekja hatur og ofbeldi og viðhalda neyðinni. Mis- skipting gæða, kúgun, arðrán og áróður sem skipar fólki á bása eftir uppruna, trúar- brögðum, stjórnmálum veldur dauða sak- lausra. Vandinn er fjölþættur en lausnin er til – bara ef við viljum. Magn skiptir ekki máli, nafn ekki heldur, ekki litarháttur, búseta, kyn, staða né neitt annað þegar beðið er um hjálp og mannúð. Aðstoðin er skilyrðislaus og enginn á að þurfa að greiða hana til baka. Hún er gjöf sem gott er að gefa og hefur gæfu að geyma. Okkur ber að standa vörð um gæðin sem við búum við – en við eigum þau ekki skilið nema við leyfum öðrum að njóta. Fyrst í stað gefum við nauðsynjar og síðan þekkingu til að breyta lífsskilyrðum til betri vegar og jafna hlutskipti milli manna. Heimsskipulag þar sem fámennur karlahópur þykist eiga 99% auðs í heiminum skapar aðeins neyð fyrir æ fleiri. Slík heimsskipan má gjarnan hrynja. Íslendingum býðst núna tækifæri til að gefa hjálparsamtökum sem koma börnum og full- orðnum í Austur-Afríku til hjálpar um þess- ar mundir. UNICEF á Íslandi, Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar eru meðal þeirra sem koma gjöfunum til skila. Gefum og tökum síðan til við að breyta heiminum! Breytum lífi annarra Hungur- sneyð Gunnar Hersveinn rithöfundur www. ring.is / m .ring. is ferðalög ölskyldunnar, velgengni og vernd m. Ólýsanlega fagurt er á kvö kura þegar kertaljó n hvarvetna húsasló JANÚAR 2011 FRAMHALD Á SÍÐU 4 INÚÍTALÍF Góður markaður Íslendingar geta nú nýtt sumarfríið til að leigja út íbúðir sínar í gegnum fyrirtækið Iceland Summer. SÍÐA 2 Skemmtileg lífs- reynsla Lilja Björk Jónasdóttir starfaði ðir a- a SÍÐA 6 [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] nánd við náttúruna. Vinsæl- ggðir eru í Lapplandi, Sviss, pan, þar sem hin ægifagra er haldin í febrúar ár hvert héraði í norðaustur Japan. í Yokote og ekki óalgengt entimetra snjór yfir nótt. llast kamakura og inni í i til tilbeiðslu vatnsgu ur fyrir góðri öryggi fjgegn elduin á Kama snjóhúsin, e ríkjum á snjó elskenda að lilluðu við sumarbú barna í Band ríkjunum síðast sumar og ætlar aftur í vor. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 11. mars 2011 Helicopter vekur athygli Á rúmstokknumTískan á pöllunumÁrshátíðarförðunin Fríða María Harðardóttirer sannur eyjarskeggi Kr. TILBOÐ 117.950 FRÁBÆRT FARTÖLVUTILBOÐ 15.6” Skand ínaví Mikil hönnu narsýn ing er haldin í Stok k- hólmi í febrú ar. Þar eru he lstu ný jungar hönnu narhei msins kynnt ar. Sýn ingin þ ykir gefa g óða m ynd af þeim straum um se m einken na ska ndinav íska hö nnun o g þang að flykkis t fólk f rá öllu m heim shornu m. Sýning arsv en ein nig borgin a. Í oft áð ur e framl eið umhve r sín í b la EVERYTH ING MAT TERS. heimi li& hönnu n febrúar 2011 FRAM HALD Á SÍÐ U 4 Klassís k hönnu n í nýju lj ósi Ungir hönnu ðir létu ljó s sitt s kína í Stokkh ólmi. Þ eirra á með al var Jaeuk Jung. SÍÐA 6 Mikill græjuk arl SÍÐA 2 ld- s lýsa upp ræður rómantík ðum og vinsælt meðal fast hvort öðru undir bleik- himni og glitrandi frostrós- -þlg ðs- uppskeru, gem stjörnu um. útvarp menning[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] mars 2011 l FRAMHALD Á SÍÐU 6 DRÖGUM VARLA FLEIRI DÆMI Á djúpum miðum SÍÐA 2 Útsprungnar rósir SÍÐA 2 Ragn Viðt Kjartan Guðmundsson dustar rykið af fyrstu plötu The Pogues. matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]mars 2011 Dekrað við bragðlaukana Albert Eiríksson færir ljúffenga döðluköku í nútímalegra og heilsusamlegra horf. SÍÐA 2 Hreinn unaður Kristín Eik Gústafsdóttir býr til fádæma flotta tertu sem allir geta spreytt sig á.SÍÐA 4 Með sunnudagskaffinuKökur, huggulegheit og samvera. DÆMI Ívar Örn Hansen S: 5125429 , gsm 6154349 i @ 6 ivarorn 3 5. s Sigríður Dagný S: 5125462, gsm 8233344 i id d @ 6 is gr ur agny 3 5. s Sigríður Hallgríms S: 5125432, gsm 6924700 i id h@ 6 is gr ur 3 5. s AUGLÝSING Í SÉRBLÖÐUM SKILAR ÁRANGRI! sk h æðið e r stórt og yfi rg eru sý ninga r víðs ár var viður alls rá ð nda gr unnef ni í sk slu. N áttúru legar fisvæn ar fram leiðsl nd við skæra og st Ásgeir Kolbe insson við sig í miðb ænum . fjölskyldan[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FJÖLSKYLDUNA ] Þ órður Hermannsson sækir Hitt húsið með dóttur sína Karitas Lóu 6 mánaða. Þórður er 23 ára nýútskrifaður tónsmiður fráLHÍ. „Karitas Lóa er mitt fyrsta barn en kærastan mín átti tvö börn fyrir svo við erum með þrjú börn heima. Ég er í fæðingarorlofi núna og finnst mjög gott að geta hitt aðra foreldra og þá hittir hún líka aðra krakka.“ Þórður segir þá fræðslu sem boðið er upp á koma sér vel fyrir unga nýbak- aða foreldra en annanhvern miðvikudag eru faglegir fyrirlestrar eða kynning- ar. Hann segir félagsskapinn ekki síður mikilvægan. „Það er gott að hafa stuðning af fleiri ungum foreldrum en það eru ekki marg- ir vinir mínir komnir með börn. Hópur- inn sem hittist er á aldrinum 18 til 25 ára. Við erum öll með okkar fyrsta barn og að ganga í gegnum svipaða hluti. Það er alltaf febrúar 2011 Í hundunum Theodóra Róbertsdóttir sýnir á stærstu hundasýningu heims í næsta mánuði. SÍÐA 2 FRAMHALD Á SÍÐU 4 Ungir kenna fullorðnum Nemendur úr sjöunda bekk Grandaskóla kenna fullorðnum á tölvur. SÍÐA 6 Alla miðvikudaga milli klukkan 14 og 16 geta ungir foreldrar mætt með börnin sín í Hitt húsið, rætt málin og fengið faglega ráðgjöf varðandi umönnun ungbarna. Starfið ber yfirskriftina Ungt fólk með ungana sína. Gott að hitta aðra unga foreldra FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR okkar.is ze b ra Sérblöð Fréttablaðsins eru fjölbreytt og höfða til fólks á öllum aldri. Fjöldi mismunandi sérblaða kemur út í hverjum mánuði. Leitaðu ráða hjá jöfum okkar um hvar auglýsingin ráðg þín nær best til markhópsins. AUGLÝSINGAR Í SÉRBLÖÐUM *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Vinir nauðgara Eyjan tók upp frétt og leiðara Frétta- blaðsins í gær og sauð upp ágætis frétt. Tilefnið var nauðganir um verslunar- mannahelgi. Athyglisvert var að fylgjast með þeim sem fundu sig knúna til að lyfta fingrum á lyklaborð og ræða um leiðarann og fréttina. Leiðarahöfundur var sagður vera með tregðuteppu og það sem út úr henni kæmi væri rauðsokkubeljandi. Þá fannst einum sex nauðganir nú ekki mikið, miðað við þann fjölda sem skemmti sér. Ógerlegt er að ímynda sér það sálarmyrkur sem menn búa yfir sem setjast niður og ráðast á talsmenn þess að tekið sé fyrir nauðganir. Langræknir Eyjamenn „Ég spyr á móti, telur þú að þessi brot hefðu ekki verið framin ef starfskona Stígamóta hefði verið á svæðinu?“ Svo mælti formaður Þjóðhátíðarnefndar í Fréttablaðinu í gær um nauðganir á Þjóðhátíð. Komið hefur fram að hann er enn ósáttur við Stígamót fyrir að hafa eitt sinn talað um fleiri kynferðis- brot á hátíðinni en á endanum voru framin. Umrædd hátíð var 1994. Er ekki kominn tími til að Eyjamenn láti af langrækni sinni og hleypi þeim sem best sinna fórnar lömbum nauðgana á svæðið? Botninum náð? Í umdeildum tillögum mannréttinda- ráðs felst að heimsóknir trúarhópa á skólatíma í trúarlegum tilgangi séu óheimilar, heimsóknir á tilbeiðslustaði séu óheimilar nema undir handleiðslu kennara og sem liður í fræðslu, áfalla- hjálp presta verði heimil við sérstakar kringumstæður og hefðir tengdar gamalgrónum hátíðum og frídögum haldi sínum sessi. Hildur Jónsdóttir ritar grein í Fréttablaðið í gær. Þar telur hún tillögurnar lið í að útrýma skoðunum öðrum en valdhafa og vísar í að Hitler hafi gert slíkt hið sama. Vonandi er botninum náð í umræðunni. kolbeinn@frettabladid.is Þ öggun og meðvirkni er versti óvinur þolenda kyn- ferðisbrota og um leið besti stuðningur sem brota- maður getur fengið til þess að halda athæfi sínu áfram. Þöggun og meðvirkni hefur jafnvel orðið til þess að brotamenn hafa náð að halda uppteknum hætti í sama umhverfinu ár eftir ár. Lýsing tveggja einstaklinga sem komið hafa að starfi íþróttafélaga hvort með sínum hætti hér í blaðinu í gær á því hvernig foreldra- og iðkenda- samfélög íþróttafélaganna snerust gegn þeim þegar þau beittu sér fyrir brottrekstri íþróttaþjálfara sem misbuðu nemendum sínum eru lýsandi fyrir þá meðvirkni og þöggun sem iðulega hefur átt sér stað í kringum kynferðisbrot. Í stað þess að horfa á brotið og þann sem fyrir því verður blossar upp meðvirkni með gerandanum. Atvik sem þessi hafa vitanlega ekki bara komið upp í íþróttastarfi og alls ekki eingöngu í Hafnarfirði þótt greint hafi verið frá málum sem tengjast íþróttafélögum þar í bæ. Kynferðisbrotamál geta komið upp, og hafa komið upp, í alls konar æskulýðs- og skólastarfi og dæmin úr Hafnarfirði undirstrika aðeins nauðsyn þess að skoða þessi mál annars staðar, og ekki aðeins kynferðisbrot heldur einnig annars konar ofbeldi sem á sér stað á börnum í starfi þar sem þau eiga að vera óhult. Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hefur sett á laggirnar nefnd til að móta starfsreglur um viðbrögð við einelti og kynferðis- brotum. Þetta ætti að vera öðrum fordæmi. Það er löngu tímabært að börnum og unglingum sem verða fyrir kynferðisbrotum og öðru ofbeldi, andlegu og líkamlegu, í íþrótta-, æskulýðs- og skólastarfi sé búinn farvegur vegna brotanna. Ekki er síður mikilvægt að sá farvegur leiði til þess að þeir sem brotlegir gerist hverfi sem fyrst frá störfum sínum með börnum. Umburðarlyndi samfélagsins gagnvart hvers kyns kyn- ferðisbrotum og annars konar misnotkun á börnum og ung- mennum hefur sem betur fer farið minnkandi. Þeir sem eldri eru muna eflaust eftir ýmsum óþægilegum atburðum úr æsku sinni, til dæmis í skóla, sem þeir hafa á fullorðinsárum áttað sig á að var ekkert nema brot gagnvart börnum, ofbeldisbrot eða blygðunarsemisbrot. En það er ekki nóg að átta sig. Það þarf líka að bregðast við. Það getur vissulega verið verulega óþægilegt að þurfa að horfast í augu við mann sem maður þekkir af góðu einu og bera á hann kynferðisbrot. En þá ber í fyrsta lagi að hafa í huga að líf og hagur þolenda, stúlkna og drengja sem eiga rétt á sakleysi barnæskunnar, verður alltaf að vera í forgangi og svo hitt að kynferðisbrot eru lögbrot. Þöggun kynferðisbrota hefur þótt sjálfsögð allt of lengi. Versti óvinurinn SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.