Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2011 15 Eftir efnahagshrun og lang-vinnt samdráttarskeið sjáum við sprota nýs vaxtar gægjast fram. Um allan hinn vestræna heim er enn mikil óvissa um efnahagsþróun. Stjórnvöld evru- ríkja þurfa að finna trúverðuga lausn á skuldavanda þeirra evruríkja sem skuldsettust eru. Lausnin mun til skemmri tíma fela í sér einhvers konar endur- fjármögnum og mögulega endur- mat á skuldum til að gera skuld- ugustu ríkjunum kleift að standa í skilum, án þess að leggja með því óbærilegar byrðar á þjóð- irnar sem að baki standa. Til lengri tíma munu evruríkin þróa agaðri umgjörð um ríkisfjár- mál, til að tryggja að einstök ríki geti ekki skuldsett sig úr hófi og grafið þannig undan efnahags- legum stöðugleika á svæðinu öllu. Í Bandaríkjunum glíma menn við stjórnarfarslega lömun, þar sem öfgamenn úr hópi repúblíkana berjast af trúarlegri sannfæringu gegn öllum hækkunum á skött- um og eru tilbúnir að beita öllum brögðum í þeirri viðureign. Ísland í vari Þessi staða hefur áhrif á Ísland. Neikvæð efnahagsþróun á mikil- vægustu útflutningsmörkuðum okkar hefur áhrif á okkur. Mikil- vægustu útflutningsafurðir okkar eru allar mjög viðkvæmar fyrir kaupmáttarþróun almenn- ings. Ef harðnar á dalnum neitar fólk sér frekar um fisk og kaupir ódýrari mat og frestar kaupum á bílum, ísskápum og öðrum vörum sem ál er notað til framleiðslu á. Fyrir vikið getur ný kreppa í Evrópu haft alvarleg áhrif á útflutningstekjur okkar. Almenn vantrú á getu ríkja til að standa við skuldbindingar sínar hefur líka áhrif á Ísland. Við vorum í hópi þeirra ríkja sem hvað mest vantrú var á, allt fram á þetta ár. Okkur hefur nú tekist að auka tiltrú á íslenskt efnahags- líf og hagstjórn, eins og sést best í þeim góðu kjörum sem fengust í alþjóðlegu skuldabréfaútboði ríkisins í júnímánuði. Ekkert er sjálfgefið við þann árangur. Hann byggir á skynsamlegri efnahags- stefnu og aga í ríkisútgjöldum. Við þessar aðstæður skiptir öllu að standa vörð um þann mikla árangur sem þegar hefur náðst í efnahagsstjórninni frá hruni. Halli á ríkisútgjöldum er kominn úr 200 milljörðum í um 50 millj- arða. Við förum nærri því að ná jöfnuði í ríkisútgjöldum, án tillits til fjármagnskostnaðar, á yfir- standandi ári og höfum stefnt að því að ná jöfnuði á ríkis útgjöldum á árinu 2013. Það sem skilur á milli Íslands og annarra landa sem átt hafa við erfiðleika að stríða í yfirstandandi efnahags- kreppu er sú staðreynd að Ísland hefur rekið trúverðuga áætlun um jafnvægi í ríkisbúskap og staðið við þau metnaðarfullu markmið sem þar hafa verið sett. Þessi áætlun var mótuð út frá íslensk- um hagsmunum og þörfum, en unnin og þróuð í samvinnu við Alþjóðagjaldeyris sjóðinn. Það er mjög mikilvægt að við sýnum áfram getu og dug til að reka rík- issjóð í jafnvægi, þótt samstarf okkar við AGS taki breytingum. Stefnubreyting nú væri skilaboð um að Íslendingum væri fyrir- munað að sýna þann sjálfsaga í ríkisrekstri sem nauðsynlegur er til að komast af hættusvæði ofskuldsetningar og lítils hagvaxt- ar og þyrftu til langframa á utan- aðkomandi aðstoð að halda til að hafa skikk á innlendri hagstjórn. Leiðin fram Framundan er glíma við fjárlög fyrir árin 2012 og 2013. Ljóst er að enn þarf að skera niður í ríkisrekstri til að koma jafn- vægi á ríkisfjármálin. Ekki er auðvelt að auka skattlagningu og víða komið að þolmörkum þar. Ekki er auðvelt að minnka frekar fjár veitingar til óbreytts ríkis- rekstrar. Framundan er því að taka annars konar ákvarðanir – ákvarðanir um að breyta umgjörð ríkisrekstrar og því þjónustu- framboði sem ríkið ábyrgist og stendur skil á úr sameiginlegum sjóðum. Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvert umfang ríkisrekstrar á að vera og skilgreina þrengra þau grundvallarverkefni sem við viljum að ríkið sinni. Dæmi eru um að stofnanir fái framlög á fjárlögum, þótt þær sinni ekki lögbundinni grundvallarþjónustu ríkisins og aðrar stofnanir sinni sambærilegri þjónustu án nokk- urs ríkisframlags. Getum við náð utan um þetta? Við þurfum líka að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Mörg ríki í skulda- vanda glíma líka við skort á sam- keppnishæfni og heilbrigðum framtíðarhorfum. Við höfum forskot þar, en getum gert enn betur. Við þurfum sjálfbæra orku nýtingu í sátt við náttúru og í takt við hagsveiflu. Lands- virkjun hefur nýlega sett fram athyglisverðar og metnaðarfullar hugmyndir í þessu efni. Mark- miðið hlýtur að vera að orku- auðlindir skili hámarksarði, en séu ekki nýttar til að ná skamm- tímamarkmiðum um uppbygg- ingu á byggðapólitískum for- sendum. Sama grundvallarviðmið hlýtur að ráða um framtíðarþróun sjávar útvegsins. Hann þarf að reka með arðsemissjónarmið að leiðarljósi, en ætla honum jafn- framt að standa undir háu auð- lindagjaldi í sameiginlega sjóði. Arðbært og samkeppnishæft atvinnulíf er nauðsynleg forsenda opins hagkerfis og afnáms gjald- eyrishafta. Við höfum náð miklum árangri og meiri en mörg önnur lönd geta státað af. Framundan er baráttan um að tryggja þann árangur í sessi. Okkar bíður að sanna að við ráðum við það verkefni sem mörg önnur ríki eru nú að heykj- ast á – að tryggja samkeppnis- hæfni atvinnulífs, laga útgjöld að tekjum og takast á við sérhags- muni og kyrrstöðuöfl í hverri grein. Er það á okkar færi? Burt af hættusvæðinu Í fyrri viku tók kögunarhóll Þor-steins Pálssonar nýja stjórnar- skrá til umfjöllunar. Orðrétt segir að sumar hugmyndir séu nýti- legar en aðrar ekki eins og geng- ur. Hvergi er tiltekið hvaða hug- myndir má nýta og hverjar ekki. Á hinn bóginn er farið yfir máls- meðferð þingsins og fullyrt að ríkisstjórnin hafi dýpkað ágrein- ing sinn við Sjálfstæðis flokkinn með því að halda til streitu hug- mynd sinni um stjórnlagaþing. Segir Þorsteinn ennfremur það einsdæmi að ljúka heildar- endurskoðun stjórnarskrár án samvinnu við næststærsta flokk þjóðþingsins. Viðhorf Þorsteins endurspegla þá hugmyndafræði að átakamiðja nýrrar stjórnar- skrár sé innan þings en ekki utan. Um nákvæmlega þetta atriði hefur aldrei náðst samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn og gott að halda því til haga. Næst finnur Þorsteinn að stutt- um starfstíma stjórnlagaráðs, að útilokað sé að búa til heilsteypta stjórnarskrá á fjórum mánuðum. Sannleikurinn er sá að gríðar- legur undirbúningur hefur átt sér stað, bæði með firnagóðri úttekt og tillögum stjórnlaganefnd- ar, skipaðri af sérfræðingum á sínu sviði, og síðan með áherslu- atriðum þjóðfundarins í fyrra. Grunnur alls þessa starfs er byggður á áralangri vinnu þings- ins sem og erindisbréfum þjóðar- innar sjálfrar. Með þetta veganesti var stjórn- lagaráði ætlað að reka smiðs- höggið á verkið og færa þjóðinni nýja stjórnarskrá. Það tókst, ein- róma 25-0 allra ráðsliða. Þor- steinn nefnir ekki þá merku staðreynd. Hinsvegar ámálgar Þorsteinn tímakreppuna og segir hana svo íþyngjandi að ekki hafi tekist að fullvinna greinar gerðir og skila með lokaskjalinu. Sem er rétt en afhjúpar ágætlega hug hans til verksins. Þorsteinn kallar frumvarp stjórnlagaráðs áfanganiður- stöðu. Reyndar er ég sammála en á öðrum forsendum. Þor- steinn vill álagsprófa hina nýju stjórnarskrá með álitum sér- fræðinga og tiltekur réttarheim- speki, stjórnmálafræði, hag- fræði og lögfræði. Nefnir þessu til stuðnings ný fiskveiðistjór- nunarlög sem átti að afgreiða án slíkrar aðkomu. Það er ágætt því einmitt sá ferill endur speglar prýðilega hve fingraför sérfræð- inga og hagsmunaaðila fara vel saman. Þorsteinn gleymir hér meginstoð markátakandi álags- prófs sem er þjóðin sjálf. Hún er besti sérfræðingurinn og hún ein á að segja til um hvort hin nýja stjórnarskrá sé nothæf eða ekki. Þorsteinn efast um nægilega ígrundun stjórnlagaráðs, hvað skuli standa í stjórnarskrá og hvað í lögum. Þetta er vissulega álitamál en um leið matsatriði. Skjal stjórnlagaráðs er í þessu sem öðru málamiðlun allra ráðs- liða og gildandi sem slíkt. Fjölg- un þjóðaratkvæðagreiðslna telur Þorsteinn minnka vinnuálag þingsins og ábyrgð. Ekki get ég séð það nema síður sé. Þjóðar- frumkvæði nýrrar stjórnarskrár gerir beinlínis ráð fyrir þátttöku þingsins og aukið aðhald almenn- ings eykur að sama skapi ábyrgð þingsins. Það er því engin mót- sögn í hinni nýju stjórnarskrá varðandi þetta. Sé kögunarhóll Þorsteins Páls- sonar dæmigerður fyrir við- horf hófsamra sjálfstæðismanna þarf ekki að fjölyrða um afstöðu harðlínumanna. En einmitt þessi hræðsla við aðkomu þjóðarinnar að eigin málum skýrir áratuga töf og vafstur þingsins við mótun nýrrar stjórnarskrár. Þinginu reyndist ómögulegt að klára verkið og þannig vilja sumir hafa það áfram. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar dóttur veitti þjóðinni hinsvegar frumkvæði í þessu efni og það ber að þakka. Heildstæð tillaga stjórnlaga- ráðs liggur nú fyrir. Ekkert ríki skartar fullkominni stjórnar- skrá en í anda þeirrar hugmynda- fræði sem lagt var upp með hljóta allir landsmenn að teljast sér- fræðingar þegar álagsprófa skal hina nýju stjórnarskrá. And- spænis þeirri breiðfylkingu mega valdaklíkur síns lítils og þangað er því best að leita. Kögunarhóll undir valtara Efnahagsmál Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra Ný stjórnarskrá Lýður Árnason læknir og fyrrv. stjórnarráðsfulltrúi Við höfum náð miklum árangri og meiri en mörg önnur lönd geta státað af. Fram- undan er baráttan um að tryggja þann árangur í sessi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.