Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 34
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR26 timamot@frettabladid.is „Við höfum aldrei fengið íslenskan tónlistarmann á hátíðina áður, svo ég hlakka mikið til að hitta Hildi og heyra meira frá landinu ykkar,“ segir Zoe Drayton, skipuleggjandi tón- listarhátíðarinnar Altmusic á Nýja-Sjálandi. Drayton fékk tónlistarkonuna Hildi Guðnadóttur til að koma og spila á hátíðinni þar sem fram koma framúrstefnutónlistarmenn, innlendir sem erlendir. Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 2001. Drayton hafði heyrt lög af plötu Hildar, Mount A, og fékk hana þess vegna til að koma á hátíðina. „Ég féll fyrir tónlist- inni hennar svo ég hlakka til þess að heyra hana spila,“ segir Drayton og gefur Hildi orðið. „Drayton hafði bara samband upp úr þurru. Að gefa út plötu er stundum eins og að senda flöskuskeyti, maður setur skeyti í sjóinn og veit svo ekkert hver tekur á móti því. Ég veit ekkert hvert plöturnar fara.“ Hildur mun spila á fernum tónleikum á Nýja-Sjálandi eftir miðjan ágúst. Hún kemur fram í Auckland, Welling- ton, Dunedin og Christchurch. „Þetta verður æðislegt ævin- týri. Ég hef aldrei komið til Nýja-Sjálands áður. Ég hef séð bíómyndir sem eru teknar þar og landslagið er svo marg- breytilegt,“ segir Hildur og minnist sérstaklega á tónleikana í Christchurch. „Þetta verður líka svolítið skrýtið því ég fer til Christchurch þar sem jarðskjálftinn var fyrr á árinu. Ég veit ekki alveg hvernig ástandið þar er núna.“ Hildur er innt eftir því hvort hún sé búin að ákveða hvað hún muni spila. „Nei, eiginlega ekki. Ég er að snúa tónleika- dagskránni minni á hvolf. Akkúrat þessa dagana er ég að fá nýjar græjur til að virka og prófa ýmislegt nýtt. Í raun og veru veit ég ekki enn þá hvað ég ætla að gera,“ segir Hild- ur hlæjandi. „Ég tek sellóið með mér. Þetta verður líklega með svipuðu sniði og hefðbundnir sóló tónleikar hjá mér sem eru byggðir á sellói, rödd og tölvuforriti. Það eru spennandi tímar fram undan hjá mér að prófa ný forrit og þróa ýmis- legt nýtt.“ martaf@frettabladid.is HILDUR GUÐNADÓTTIR: Á TÓNLISTAR- HÁTÍÐ Á NÝJA-SJÁLANDI Æðislegt ævintýri PLATAN EINS OG FLÖSKUSKEYTI Hildur Guðnadóttir kemur fram á framúrstefnutónlistarhátíð á Nýja-Sjálandi. RUPERT BROOKE (1887-1915) skáld fæddist þennan dag. „Koss yngir og þerrar burt tárin.“ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Jason Ólafsson Hæðargarði 35, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 31. júlí. Jarðarförin fer fram í Bústaðakirkju mánudaginn 8. ágúst kl. 13.00. Inga S. Ingólfsdóttir Björg Jónsdóttir Gestur Pálsson Hjördís Jónsdóttir Jörgen Moestrup Ásta Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Íris Sigurbjörg Sigurðardóttir Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, sem lést þriðjudaginn 26. júlí sl., verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmanneyjum laugardaginn 6. ágúst kl. 14.00. Hafsteinn Ágústsson Aðalheiður Hafsteinsdóttir Sigurður Ingi Ólafsson Ágústa Hafsteinsdóttir Ástþór Jónsson Lára Hafsteinsdóttir Einar Birgisson Örn Hafsteinsson Sólveig Jónsdóttir Árni Hafsteinsson Sara Hafsteinsdóttir Þórólfur Guðnason Svava Hafsteinsdóttir Ólafur H. Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sæbjörg Erla Friðgeirsdóttir Fífumóa 1b, Reykjanesbæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 25. júlí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 14.00. Smári Tómasson Valgerður Kristín Harðardóttir Hólmsteinn Eiríksson Elín Oddrún Jónsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur og frændi, Magnús Ríkarðsson Owen flugstjóri, lést á heimili sínu í Fort Lauderdale í Bandaríkjunum sunnudaginn 31. júlí. Dorothy Butler Owen Róbert Leó Magnússon Owen John Magnusson Owen Jacob Magnusson Owen Magnus Liam Magnusson Owen Ríkarður Owen Alda S. Björnsdóttir Hulda Cathinca Guðmundsdóttir Stefán H. Finnbogason og fjölskyldur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Steinar Guðmundsson andaðist á Elliheimilinu Grund 1. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Anna Steinarsdóttir Gísli Snorrason Magnús Steinarsson Eygló Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Róbert Dan Jensson fyrrv. forstöðumaður Sjómælinga Íslands, andaðist á Sólvangi miðvikudaginn 27. júlí. Útför fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Kristbjörg Stefánsdóttir Björg Dan Róbertsdóttir Oddur Kr. Finnbjarnarson Sigrún Dan Róbertsdóttir Árni Dan Einarsson Andri Dan Róbertsson Sigrún Eva Ármannsdóttir Edda Dan Róbertsdóttir Kristján Jónas Svavarsson barnabörn og barnabarnabarn Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við fráfall og jarðarför elskulegs bróður míns, mágs, fósturbróður og frænda, Sverris Arnkelssonar Álfheimum 52, Reykjavík. Þeim sem vitjuðu hans á sjúkrabeði þökkum við einnig, svo og starfsfólki á deild A6, Landspítala í Fossvogi, fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Gísli Arnkelsson Katrín Þ. Guðlaugsdóttir Júlíana Ruth Woodward og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, Ralph B. Ramsey lést að hjúkrunarheimilinu Garðvangi 20. júlí sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Vil ég koma fram kæru þakklæti til starfsfólks HSS sem og Garðvangs fyrir mjög góða umönnun og hlýlegt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Vilborg M. Ramsey Alúðarþakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall bróður okkar, Árna Sævars Karlssonar Sérstakar þakkir til nágranna, Kvenfélagsins Heklu, starfsfólks Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi og séra Hjálmars Jónssonar. Systkinin í Víkum Ástkær eiginkona mín, Elín Jónsdóttir frá Nýjabæ á Seltjarnarnesi, til heimilis að Lindarbraut 31, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 31. júlí 2011. Almar Gestsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.