Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Ólafsdalsfélagið býður upp á námskeið um lífrænt grænmeti, ostagerð, söl og grjóthleðslu í Ólafsdal í ágúst og september. Matarnámskeiðin tengjast öll slowfood-hreyfingunni. Sjá nánar á strandir.is. É g fór til Edinborgar að syngja í brúðkaupi vina minna,“ segir Þórunn Pálína Jónsdóttir söngv- ari og lögfræðingur, yfirleitt köll- uð Tóta, spurð út í nýlegt ferðalag. „En um leið var ég að hitta fullt af vinum, tólf manna hóp sem splundraðist í hruninu og flutti út um allan heim. Þeir voru komnir frá Ástralíu, Noregi, Þýskalandi, Íslandi og Grænlandi, aðeins tveir úr hópnum búa enn á Íslandi,“ segir Tóta. Þessir vinir hennar eru allir miklir göngugarpar og höfðu aldrei haft erindi sem erfiði við að draga Tótu upp á fjöll fyrr en í Edinborg, þar sem þeim tókst að toga hana upp og niður hóla og hæðir. „Edinborg er ótrúlega falleg og fullt af hlutum að skoða. Við fórum í draugaleiðangur, skoðuðum kastala og Rosslyn-kap- elluna þar sem sagan um DaVinci lykilinn endar,“ segir Tóta sem notaði tímann til að skoða lif- andi flóru djassstaða í borginni og syngja á hljóðneminn-er-laus kvöldum. Í brúðkaupinu varð Tóta fyrir undursamlegri upplifun í skosk- írskum hópdansi sem heitir Ceilidh. Sporin eru auðlærð og takmarkið með dansinum er að finna sér dansfélaga, dansa svo við alla aðra á dansgólfinu sam- kvæmt ákveðnu kerfi og enda svo aftur á upphaflega dans- félaganum. „Þetta er mikið kapp- hlaup og maður verður alveg rosalega þreyttur. Ég er ennþá með marbletti þó að það séu þrjár vikur síðan ég kom heim. Ég hentist í gólfið þrisvar en hent- ist aftur á fætur því þetta var svo skemmtilegt. Ég datt meira að segja beint á andlitið,“ segir Tóta og skellir hlýlega upp úr en hún útskýrir að það sé alls ekki óvenjulegt að fólk detti í þessari hröðu sveiflu. Í marga daga á eftir dansaði Tóta Ceilidh í huganum og enn þann dag í dag er hún með minja- gripi úr ferðinni á líkama sínum. „Ég er með harðsperrur og mar- bletti úti um allt út af þessu. Þegar ég fer í sund fæ ég athuga- semdir frá fólki sem segir: „Vá, hvað kom fyrir?,” segir Tóta enda er eins og hún hafi lent í áflogum. Tóta ákvað því að bregða á það ráð og að stimpla inn fjasbókar- stöðuna: „Þetta er bara Ceilidh, ekki heimilisofbeldi!” nielsg@365.is Þórunn Pálína lagði Skotland undir fót og söng í brúðkaupi á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 GR AF IK ER Láttu okkur þjónusta bílinn þinn og sparaðu 20% í leiðinni SPARAÐU Bonito ehf. Friendtex Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími: mánud.-föstud. kl. 11:00 - 18:00 laugardag lokað ÚTSALA 3. FLÍKIN ER FRÍ KAUPIR 2 OG 3JA ER FRÍ ATH. ÓDÝRASTA ER FRÍ NÚNA ER BARA HÆGT AÐ GERA GÓÐ KAUP Hin fagra og forna Albanía 25 sept. - 5 okt. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðafæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Tvístraðir Íslendingar í taumlausum dansi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.