Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 46
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR38 SUNDLAUGIN MÍN „Það er fátt betra en brjóst og sólgleraugu. Þetta tvennt skiptir okkur miklu máli og vildum deila því með heiminum,“ segir Jón Atli Helgason, plötu- snúður og hárgreiðslumaður, um bloggið www.tits- intheshade.com. Jón Atli og Christian d´Or, sólgleraugnasafnari og herramaður, sameina ást sína á sólgleraugum og brjóstum á blogginu, sem vakið hefur mikla athygli. „Það eru fá eðalblogg í gangi í heiminum í dag og við vildum sýna gott fordæmi með því að búa til þessa síðu,“ segir Jón Atli, en þeir félagarnir taka flestar myndirnar sjálfir. „Við erum líka með rússneskan ljósmyndara á okkar snærum og svo eru nokkrar myndir úr einka- safni. Stúlkur eru viljugar að láta mynda sig fyrir bloggið því þetta er ekkert klám heldur fágaðar myndir og vel skrifaðir textar.“ Síðan hefur verið í stöðugri sókn frá því hún fór í loftið og strákarnir fá góðar viðtökur hjá lesendum. „Fólk er yfir sig hrifið og amma líka. Það er hafsjór af fallegum efnivið þarna úti þannig að við höldum ótrauðir áfram,“ segir Jón Atli, sem er búsettur í Kaupmannahöfn og ekkert á leiðinni heim. „Kaup- mannahöfn líkar vel við mig og mér líður vel.“ - áp Blogga um brjóst og sólgleraugu BLOGGARAR Christian d´Or og Jón Atli Helgason sameina ást sína á sólgleraugum og brjóstum á nýju bloggi sínu, www. titsintheshade.com. „Laugardalslaugin er best. Þar er alltaf nóg pláss í pottunum og maður hittir skemmtilegt fólk til að spjalla við.“ Ása Ottesen, eigandi vefverslunarinnar Lakkalakk.com HÁRIÐ 10.000 manns hafa séð Hárið. Tryggðu þér miða! SILFUR TUNGLIÐ „Algjör snilld“ Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is Fim. 4. ágúst kl. 19 Mið. 10. ágúst kl. 19 Fim. 11. ágúst kl. 19 Mið. 17. ágúst kl. 19 Fim. 18. ágúst kl. 19 Fös. 19. ágúst kl. 19 Frábæra r móttök ur - flei ri sýnin gar í ág úst! 5 nýjar aukasýn ingarUPPSELT Tónlistarmaðurinn Alan Jones, sem tók þátt í X-Factor, er gestasöngvari í nýju lagi rapparans Ástþórs Óðins, This Is the Life. Lagið er hugsað sem upphitun fyrir næstu sólóplötu Ástþórs, sem kemur út á næsta ári. Hún fylgir eftir Both Ways, sem kom út í fyrra á vegum bandarísku útgáfunnar Expat Records. Ástþór kemur næst fram á Fiskideginum mikla á Dalvík á föstudaginn. Meðal annarra sem stíga á svið sama dag eru Jógvan og Friðrik Ómar, Matthías Matthíasson og Eyþór Ingi. Söngleikurinn Hárið hefur verið sýndur í Hörpu undan- farið og samkvæmt aðstandendum hafa um 12.000 manns séð sýninguna. Ýmislegt hefur gengið á, en eins og Fréttablaðið sagði frá fyrir skömmu munaði litlu að illa færi þegar Jóhannes Haukur féll þrjá metra niður úr reipi í upphafi sýningar. Upphaflega átti síðasta sýningin að vera í júlí en nú hefur verið ákveðið að halda áfram að sýna Háríð í ágúst. Þá er vona á geisladiski með lögunum úr sýningunni, en leikararnir skelltu sér í hljóðver á dögunum og tóku upp öll lögin á tveimur dögum. - fb, afb FRÉTTIR AF FÓLKI Melissa Auf der Maur, fyrrverandi bassaleikari Hole og The Smashing Pumpkins, hreifst af hljóm- sveitinni Hellvar á útitónleikum í borginni Hud- son í New York-ríki fyrir skömmu. „Hún kom og kynnti sig og við spjölluðum aðeins við hana og manninn hennar. Þau voru nýkomin frá Íslandi og við vorum aðallega að tala um Snæfellsnes og eldfjöll,“ segir Elvar Geir Sævarsson úr Hellvar. Melissa, sem hefur gefið út tvær sólóplötur, sagðist hafa fílað Hellvar í tætlur og bauð sveit- inni að taka þátt í tónlistargjörningi í gamalli verksmiðju sem hún keypti í Hudson og breytti í listasmiðju. Fleiri hljómsveitir áttu að taka þátt í gjörningnum og kom Meshell Ndegeocello, sem hefur spilað á bassa hjá David Bowie, að skipulagningunni. Engri hljómsveit var þó boðið upp á svið þegar allt kom til alls. „Þarna var allsbert fólk á sviðinu að skera niður hrátt kjöt. Þetta var algjör steypugeðveiki og frábært að horfa á þetta,“ segir Elvar Geir. Síðustu tónleikar Hellvar í Bandaríkja- reisunni verða á staðnum Goodbye Blue Monday í Brooklyn í kvöld. Hljómsveit- in hefur dvalið í Hudson í góðu yfir- læti og þar er tónlistarlífið afar blóm- legt. „Þetta er algjör snilldarbær. Það eru allir tónlistarmenn hérna,“ segir Elvar Geir en þetta er þriðja árið í röð sem hljómsveitin spilar í borginni og nágrenni hennar. - fb Melissa hreifst af Hellvar í Hudson Á TÓNLEIKUM Hellvar á útitónleikum í borginni Hudson í Bandaríkjunum. HREIFST AF HELLVAR Melissa Auf der Maur hreifst af hljómsveitinni Hellvar. NORDICPHOTOS/GETTY „Tökurnar gengu vel enda bland- aðist þarna saman fallegur hópur af fólki, góð tónlist og frábært veður,“ segir Ellen Loftsdóttir stíl- isti, sem leikstýrir nýjasta mynd- bandi hljómsveitarinnar GusGus ásamt sambýlismanni sínum Þor- birni Ingasyni. Bæði voru þau að þreyta frum- raun sína sem leikstjórar en Þor- björn er grafískur hönnuður. Hugmyndin byrjaði sem tísku- myndband en þróast svo út í tón- listarmyndaband fyrir eina vinsæl- ustu sveit landsins, „Við fengum þrjú lög frá Bigga Veiru (innsk.bl. meðlimur í Gus- Gus) þegar við gerðum lítið tísku- myndband sem sýnt var á Reykja- vík Fashion Festival í vor,“ segir Ellen en í kjölfarið kom upp sú hugmynd að gera tískustuttmynd fyrir Guðmund Jörundsson fata- hönnuð og tvinna það saman við tónlist frá GusGus. „Þetta end- aði svo í að gera heljarinnar tón- listarmyndband við lagið Over. Við vorum svo heppin að fá kvik- myndatökumanninn Karl Óskars- son með okkur í lið, sem er hokinn af reynslu á þessu sviði.“ Tökur á myndbandinu fóru fram á strandlengjunni milli Þorláks- hafnar og Eyrarbakka en afrakst- urinn kemur á netið í þessari viku. „Við vorum búin að undirbúa okkur vel og vissum nákvæmlega hvað við vildum fá,“ segir Ellen og ber samstarfinu við kærastann vel sög- una. „Við vegum hvort annað upp, enda fær á sitthvoru sviðinu og erum ekki mikið að skipta okkur af sömu hlutunum. Það skiptir líka máli að kunna að skilja vinnuna eftir og taka hana ekki með inn á heimilið.“ Þorbjörn og Ellen eru bæði hluti af vinnustofunni Narva, sem þau stofnuðu ásamt Guðmundi Jörunds- syni, fatahönnuði og Hjalta Axel Ingvarssyni, grafískum hönnuði. „Við tökum að okkur verkefni bæði í sameiningu, eins þetta tón- listarmyndband fyrir GusGus, og sitt í hvoru lagi. Það er bara frá- bært að geta unnið með fólki sem kann eitthvað annað en maður sjálfur,“ segir Ellen og bætir við að þau Þorbjörn séu spennt fyrir að taka að sér fleiri verkefni í svip- uðum dúr. „Við höfum áhuga fyrir að færa okkur inn á þennan starfs- vettvang og inn í myndbandagerð.“ alfrun@frettabladid.is ELLEN LOFTSDÓTTIR: VINNAN FER EKKI MEÐ INN Á HEIMILIÐ Tískumyndband þróaðist út í myndband fyrir GusGus LEIKSTJÓRAR Í FYRSTA SINN Kærustuparið Ellen Loftsdóttir og Þorbjörn Ingason leikstýra tónlistarmyndbandi GusGus við lagið Over, en það er í fyrsta sinn sem þau sinna leikstjórahlutverkinu. OVER Urður Hákonardóttir söngkona skrautleg. Myndbandið kemur á netið í vikunni en lagið Over er á toppi vinsældalista Rásar 2 þessa dagana. Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.