Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 16
16 3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR Veiking stjórnmálaflokkanna Staða stjórnmálaflokkanna hefur veikst mikið á umliðnum árum og mörg einkenni veiks flokkakerfis eru nú þegar staðreynd. Stjórnlagaráð, vel hvatt af almenningsálitinu og netverjum, gerir tillögur um enn frekari veikingu þeirra með nýjum tillögum sínum um kosninga- kerfi og val á frambjóðendum á lista, þar sem uppröðunarvald er tekið af flokkum og opnað fyrir persónukjör þar sem velja má stjórnmálamenn frá ólíkum flokks- framboðum, sem gæti gert framboð flokkanna merkingarlítil. (Tillögur ráðs- ins um að kjósendur geti kosið frambjóð- endur í öðrum kjördæmum verða varla teknar alvarlega. Kjördæmaskipting er úrræði lýðræðisins þegar fólk býr við mjög ólíkar aðstæður eftir búsetu). Ótækt kosningakerfi Af stjórnmálastofnunum móta stjórn- málaflokkarnir og kosningakerfið heild- arsvip lýðræðisins meira en aðrir þættir (Dahl 1998). Hlutverk kosningakerfis er jafnan að auðvelt sé að mynda ríkis- stjórn og jafnvel helst eins flokks ríkis- stjórn, því þær eru skilvirkastar. Því þarf kosningakerfið að magna upp fylgi- sbreytingar. Tillögur Stjórnlagaráðs draga augljóslega úr fylgisbreytingum og þær styðja ekki við þessi tvö helstu markmið við gerð kosningakerfa. Þá er ekki síður alvarlegt að þær brjóta tvö af skilyrðum við mótun kosn- ingakerfa eins og þau eru sett fram í bókinni: The International IDEA Handbook of Electoral System Design sem ritstýrt var af Reynolds og Reilly, (Sth. 1997) eða þau að kerfið sé einfalt og að það treysti samfellt starf stjórnmála- flokka. Þingræði kallar á starfhæfa flokka Stjórnlagaráð valdi þingræði sem stjórnkerfi landsins áfram. Í því kerfi er myndun starfhæfrar ríkisstjórnar meginverkefni flokka og í þingræði er ekki hægt að ganga mjög langt í þá átt að veikja stjórnmálaflokka. Ef einstak- lingshyggja í kerfinu vex og flokksagi og flokksbönd veikjast og hálfgerð einstak- lingsframboð stjórnmálamanna verða veruleiki, verður erfitt að mynda ríkis- stjórn. Það gæti líka orðið erfitt að fella ríkisstjórn. Hópur stjórnmálamanna gæti sameinast um að verja stjórn falli og tryggt þannig aðkomu sína að stjórn landsins, enda þótt hann ætti ekki annað sameiginlegt en valdafíkn og ríkisstjórn væri í rauninni fallin í þeim skilningi að hún kæmi málum ekki fram. Pólitískt umhverfi breytinga Stjórnlagaráð leggur til ýmis form beins lýðræðis í takt við kröfur á netinu. Það hefur sennilega einkum hin hefðbundnu áhrif að styrkja meirihlutavald á kostnað minnihlutahópa, sem er almennt talið afturhvarf til frumstæðs lýðræðis. Hafa skal líka í huga að í beinu lýðræði kemur hávær minni hluti oft fram í nafni meiri- hluta og í nafni pólitísks rétttrúnaðar. Stjórnmál eru í vaxandi mæli fram- kvæmd á netinu og með aðferðum þess. Nýjar rannsóknir fræðimanna á áhrifum netsins á stjórnmál sýna að netið getur styrkt öfgar í samfélaginu og aukið skilningsleysi á andstæðum skoðunum, magnað upp rétttrúnað og valdið opin- berri útskúfun þeirra sem fara „public sideways“ á netinu, eins og það er nefnt þegar gengið er í berhögg við almenn- ingsálitið. Samanlagt mynda kosningakerfistil- lögur Stjórnlagaráðs, innleiðing beins lýðræðis og einkenni netsins nýtt stjórn- málaumhverfi á Íslandi. Í versta tilfelli Í þessu nýja umhverfi gæti skapast hætta á að þingmenn skiptist í stjórn- stjórnarandstaða innan flokka og það verði breytilegt hverjir verði í þeim hópum frá einu máli til annars. Þetta hefur þær afleiðingar að mjög erfitt verður fyrir ríkisstjórn að tryggja fram- gang mála, hver ríkisstjórn þarf nánast að smala köttum í hverju máli. Ríkis- stjórnir gætu orðið veikar, án þess að geta fallið. Niðurstaða mála færi eftir því hvernig kaupin gerðust á netinu – sem einstakir þingmenn hlypu eftir til að tryggja stöðu sína. Rétttrúnaður og popúlismi hefðu því fengið kjöraðstæður til að blómstra. Það að hver einstaklingur getur í persónu kjöri kosið marga frambjóðendur á mörgum listum (jafnvel á landsvísu) þýðir að almenningur refsar ekki stjórn- málaflokkum eins og þarf til stjórnar- skipta. Til þess þyrfti að minnsta kosti að refsa flokki með heilu atkvæði, hluti af atkvæði hefur lítil áhrif. Því getur ríkis- stjórn setið mjög lengi. Þá gæti einhver sagt að atkvæðahlutirnir kunni að verða fleiri en ella. En það er ósennilegt, því fólk þarf ekki að refsa stjórnmálaflokk- um yfirleitt í því kerfi sem hér er boðað. Stjórnarandstaða getur eins vel verið innan sama stjórnmálaflokks og á að refsa. Því má leiða líkur að því að fylgi- ssveiflur milli flokka minnki mikið. Samantekt Það vekur undrun að Stjórnlagaráð velji þingræði sem stjórnkerfi, en kippi svo undan því fótunum með kosningakerfi sem veikir stjórnmálaflokkana enn frek- ar og sem brýtur í bága við alþjóðlegar reglur um gerð slíkra kerfa. Dagskrár- vald og stefnumótunarvald flokkanna gæti veikst, sem gefur rétttrúnaði nets- ins í dægurmálum nýtt svigrúm. Senni- legt er að myndun ríkisstjórna og fall þeirra verði erfitt í framkvæmd, ríkis- stjórnir verði veikar fjölflokkastjórnir með loðinn stjórnarsáttmála, skipting þingmanna í stjórn-stjórnarandstöðu færist inn í flokkana og að stjórnarskipti verði fátíð. Margir Íslendingar kunna að hafa fengið nóg af sterkum ríkisstjórnum og starfsháttum þeirra. Tillögur Stjórnlaga- ráðs um að veikja flokkana eru alls ekki svarið við því. Í Danmörku var hættan af einhliða ákvörðunum sterkra ríkis- stjórna leyst með því að veita minnihluta þingmanna heimild til þess að skjóta máli til þjóðaratkvæðis, ef honum finnst á sig hallað. Það væri líka hæfilegt úrræði hér á landi. Í framkvæmd kallar sú regla ekki á þjóðaratkvæðagreiðslur, heldur það að samið er við minni hlutann í þinginu. Tillögur Stjórnlagaráðs Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur Ef einstaklingshyggja í kerfinu vex og flokksagi og flokksbönd veikjast og hálfgerð einstaklingsframboð stjórnmálamanna verða veruleiki, verður erfitt að mynda ríkisstjórn. Það gæti líka orðið erfitt að fella ríkisstjórn. Alvöru lýðræði Í Porto Alegre í Brasilíu býr um ein og hálf milljón manns. Á hverju ári ákveða íbúarnir sjálf- ir í hvað peningar borgarinnar fara. Þátttökufjárhagsáætlunar- ferlið hefst þannig að áætlun síðasta árs er send út til hverfa- ráða sem halda opna fundi, ræða árangur síðasta árs og leggja drög að nýrri áætlun. Allir geta tekið þátt í að móta tillögur um uppbyggingu síns hverfis, t.d. bygg- ingu sundlauga, við- hald garða og annað það sem við kemur borgarlífinu. Hverfisráðin kjósa svo fulltrúa sem fer með tillögur hverfis- ins á næsta stig þar sem fulltrúar hverf- anna hittast. Þar eru tillögurnar sam- ræmdar og þeim for- gangsraðað. Reynsl- an hefur sýnt að eftir að íbúarnir tóku við af stjórnmálamönn- unum hafa fjár- munir færst frá rík- ari hverfum til fátækari. Allir fundir eru opnir og upplýsing- ar aðgengilegar borgurunum. Þegar búið er að samræma og forgangsraða er lokatillaga sam- þykkt og send til borgarstjórnar sem annað hvort formlega sam- þykkir áætlunina eða sendir hana aftur til íbúanna – en það gerist nær aldrei. Á öllum stig- um hefur almenningur aðgang að sérfræðiþekkingu og nám- skeiðum til þess að gætt sé að faglegum forsendum. Í Porto Alegre verja íbúarnir án milligöngu stjórnmálamanna rúmlega 20 milljörðum árlega með skynsamlegum hætti í upp- byggingu borgarinnar. Þegar ferlið var tekið upp naut stór hluti borgarinnar ekki vatns- og skólpþjónustu, skólaþjón- usta var slök og spilling algeng. Í dag njóta nær allir, eða um 98%, vatns- og skólpþjónustu og fjöldi skóla hefur fjórfaldast. Fjármunir hafa færst frá ríkum til fátækra og dregið hefur verulega úr spillingu. Gras- rótarstarf og félaga- samtök hafa eflst og þátttaka haldist góð. Fleiri þjóðfélagshóp- ar koma nú að borð- inu en áður, m.a. þeir sem hafa lágar tekjur og litla menntun en þeir hópar hafa ekki átt upp á pallborðið í flokka-fulltrúalýð- ræði eins og er t.d. hér á landi. Þó þarf að styðja sérstaklega við bakið á jaðar hópum og hvetja til þátttöku. Í frumvarpi til sveitarstjórnarlaga sem liggur fyrir Alþingi eru ákvæði sem gera almenningi kleift að knýja fram borgarafundi og íbúa- kosningar. Lýðræðis- félagið Alda leggur til að gefin verði sér- stök heimild fyrir samsvarandi ferli og í Porto Alegre og að almenningur geti kallað eftir því að ákvarðanir séu færðar í hendur íbúanna. Samkvæmt frumvarpinu eiga borgara- fundir og íbúakosningar aðeins að vera ráð gefandi fyrir stjórn- málamennina. Aldan hefur sent ráðamönnum ábendingu um að valdið sé í höndum fólksins og krafist þess að íbúakosningar og borgarafundir séu bindandi samkvæmt lögunum. Lýðræði Kristinn Már Ársælsson stjórnarmaður í Lýðræðisfélaginu Öldu Fjármunir hafa færst frá ríkum til fátækra og dregið hefur verulega úr spillingu. Grasrótarstarf og félagasam- tök hafa eflst og þátttaka haldist góð. Allt sem þú þarft *Meðan birgðir endast Jákvæðar fréttir fyrir sumarið Þú færð Fréttablaðið á 26 stöðum á Suðurlandi. Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt. Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing. Það fá allir afmælisblöðru* á sölustöðum Fréttablaðsins um land allt. Fjöldi lausasölustaða á Suðurlandi Olís, Höfn N1, Höfn Nettó, Höfn N1 Fossnesti, Selfossi Minni Borg, Selfossi Bónus, Selfossi Olís, Selfossi Krónan, Selfossi Samkaup Úrval, Selfossi Litla Kaffistofan, Ölfusi Þrastalundur, Selfossi Verslunin Árborg N1, Selfossi N1, Hveragerði Bónus, Hveragerði Samkaup Strax, Laugarvatni Samkaup Strax, Flúðum Olís, Hellu Söluskálinn Landvegamótum, Hellu N1, Hvolsvelli N1, Vík N1, Vestmannaeyjum Olís, Vestmannaeyjum Skýlið ehf, Vestmannaeyjum Vöruval ehf, Vestmannaeyjum Krónan, Vestmannaeyjum Kjarval, Vestmannaeyjum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.