Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 3. ágúst 2011 35 Ég vissi að ég myndi fanga athygli þína með ofan greindum titli en hann er ekki alveg rök- réttur, eða hvað? Á Íslandi tíðkast það sem betur fer ekki að börn og unglingar séu sötrandi kaffi. Hvers vegna er það gott að börn og ung- lingar drekka ekki kaffi? Í kaffinu eru ýmis efni sem við viljum ekki að börnin okkar fái og ber þar helst að nefna efnið koffín sem bæði er örvandi og ávanabindandi. Kaffi- og gosdrykkja á Íslandi er býsna algeng og súkkulaðiát með mesta móti. Í nánast öllu dökku gosi og súkkulaði er koffín. Því myndi margur spyrja hvort viðbót af koffíni sé einhver skaðvaldur? Svarið við þeirri spurningu er ein- faldlega já og á engan hátt ásætt- anlegt að við gerum illt verra og bætum enn frekar við koffín- neysluna hjá íslenskum börnum og unglingum. Undirritaður skrifaði grein í Morgunblaðið um koffín fyrir nokkrum árum en nú er svo komið að þörf er á að fjalla aftur um koffín því neysla barna og ung- linga á orkudrykkjum, stútfullum af koffíni, hefur aldrei verið meiri. Áður en lengra er haldið er mikil- vægt að skilgreina hvað orku- drykkir eru og hvað þeir eru ekki, því mikils ruglings gætir meðal foreldra um þetta. Ekki er til form- leg skilgreining á orkudrykkjum en þeir eiga það allir sameigin- legt að innihalda ansi mikið magn af koffíni. Þeir eru oftast í 250 eða 500 ml álstaukum en Egils Orka er þó undan tekning en hún er seld í plasti. Flestir orkudrykkir eru einnig með viðbættum vítamínum og nokkrir með ginsengi og guar- ana sem er uppspretta koffíns. Dæmi um orkudrykki eru Red Bull, Euroshopper, Burn, Cult og Orka. Mikilvægt er að benda á að Power- ade, Gatorade, Soccerade og fleiri slíkir drykkir í 500 ml plastflösk- um, oft í aðlaðandi litum, eru ekki orkudrykkir. Þessir drykkir kallast kolvetna- eða íþróttadrykkir og eru ætlaðir til notkunar í íþróttum þar sem svitatap er töluvert. Mjólkur-/ próteindrykkir, t.d. Hámark, sem gott getur verið að neyta strax eftir erfiða æfingu eða í einstaka skipti sem millimál, eru heldur ekki orku- drykkir. Sama má segja um gos- drykki þó svo að magn koffíns sé oft ansi hátt í gosdrykkjum. Orku- drykkir eru ýmist sykurlausir (með sætuefnum) eða stútfullir af sykri. Um koffín En hvað er það við koffín sem er svo slæmt? Koffín er efni sem viður kennt er til matarframleiðslu um allan heim. Oft er það sett í matvæli sem bragðefni en einnig eru dæmi um að koffín sé sett í matvöru vegna virkni efnisins á líkamann og eru orku drykkir gott dæmi um slíkt. Mörg mismunandi sjónarhorn koma iðulega fram þegar talið berst að koffíni. Jack James var í viðtali í Fréttablaðinu 20. nóvember 2010 þar sem hann reifaði skaðsemi/skaðleysi koffíns. Hann benti réttilega á að það væri vitað að koffín hækkaði blóðþrýst- ing, það gæti haft áhrif á virkni ýmissa lyfja og þegar þess væri neytt í of miklu magni gæti það haft neikvæð áhrif á fóstur. En það er fleira sem benda má á varðandi koffínneyslu. Neysla og ofneysla koffíns getur valdið höfuðverk, svima, kvíða, einbeitingarleysi, auknu þvaglosi, óþægindum í melt- ingarvegi, breytingum á hegðun og ógleði. Í einhverjum tilfellum hafa menn ráðlagt fólki frá því að neyta koffíns og áfengis saman en mögu- legt er að slíkt geti leitt til alvar- legra hjartsláttartruflana. En hvers vegna er orkudrykkja þá neytt ef áhrifin af koffíni eru svona slæm? Það er vegna örv- andi áhrifa þess á miðtaugakerf- ið og eru sterkustu rökin fyrir áhrifum koffíns á líkamann bundin við þennan þátt. Þegar fólk neyt- ir koffíns, t.d. með drykkju orku- drykkja, þá hressist það. Það eru hins vegar skammtímaáhrif og oft er fólk þreyttara þegar áhrif koff- íns dvína en áður en þess var neytt. Ávinningur neyslunnar er því í raun enginn. Er þá einhver ástæða til þess að gefa börnum okkar og ungling- um orkudrykki? Nei, alls ekki, og hafa ber í huga að áhrif koffíns á líkamann eru á hvert kílógramm líkamsþyngdar og því eru áhrifin mun meiri á smáa líkama en stóra. Auk þess eru orkudrykkir oftast fullir af sykri og ekki er á bætandi í sykurneyslu barna og unglinga á Íslandi. Gaman er að nefna að ef neyslu- mynstur barna og unglinga á gos- drykkjum myndi breytast og í stað hefðbundinna gosdrykkja myndu þau t.d. drekka Klettakók þá gæti maður fært rök fyrir því að sykur- neysla þessa hóps yrði helming- uð! Hér er gert ráð fyrir því að börn og unglingar „þyrftu“ ennþá að drekka gos þó að best væri að sleppa því. En hvernig má þetta vera? Með því að skipta um tegund þá er sykurneyslan helminguð? Í kóki frá Klettagosi er meira en helmingi minna af sykri en í öðru slíku gosi frá hinum framleiðend- unum. Það munar um minna þegar allir þessir þúsundir lítra renna, ár hvert, ofan í börnin okkar og ung- lingana! Foreldrar: Hvers vegna leyfum við börnunum okkar að drekka ígildi kaffis? Tja, og reyndar rúm- lega ígildi því hefðbundinn orku- drykkur inniheldur oft meira magn koffíns en hefðbundinn kaffibolli auk þess sem flestir orku drykkir innihalda líka mikinn sykur og óþarfa magn af vítamínum og öðrum örvandi efnum. Sýnum ábyrgð og fylgjumst með börnunum okkar! Við endurtökum ekki uppeldi þeirra! Kaffi- og gosdrykkja á Íslandi er býsna algeng og súkkulaðiát með mesta móti. Í nánast öllu dökku gosi og súkkulaði er koffín. Kaffidrykkja íslenskra barna er staðreynd! Heilbrigðismál Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.