Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 24
3. ÁGÚST 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● ferðir ● SAMFERÐA Vefsíðan www. globetropper.com aðstoðar not- endur við að skipuleggja ferðalög og hafa í leiðinni uppi á samferða- fólki í svipuðum hugleiðingum. Á síðunni er hægt að skoða sögur úr afstöðnum ferðalögum, sem eru jafn fjölbreyttar og þær eru margar, skipuleggja nýjar ferðir og bjóða fólki að vera með. Ferðirn- ar eru síðan flokkaðar út frá nokkr- um þáttum, svo sem erfiðleikum, menningarsjokki, fjarlægð og áhættu. Þar er líka spjallvefur þar sem fólk skiptist á alls kyns hugleiðingum og hagnýtum upplýsingum. Hægt er að hafa samband við vefstjóra á slóð- inni www.globetrooper.com/general/contact. ● HEIMILISLAUSIR MEÐ LEIÐSÖGN UM LUNDÚNIR Ferða- menn upplifa borgir vissulega á annan hátt en íbúar þeirra. Undir farar- stjórn Sock Mob Events um Lundúnir geta ferðamenn verið öruggir um að fá allt aðra sýn á borgina. Ástæða þess er að leiðsögumennirnir eru heimilislausir borgarar. Hugmyndin að baki þessu er að gefa utangarðsfólki tækifæri til þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Á sama tíma fá þátttakendur að kynnast borginni með augum heimilislausra ásamt því að fræðast um sögu hennar. Leiðsögumennirnir eru þjálfaðir og leiða göngur meðal annars um Shoreditch, Covent Garden, Brick Lane og Mayfair. Hver leiðsögn endar á sögulegum bar í nágrenninu þar sem tækifæri gefst til að kynn- ast leiðsögumanninum nánar. Frekari upplýsingar á vefsíðunni www.sockmobevents.org.uk. Breska blaðið The Independent hefur birt lista yfir þau lönd sem þykja skara fram úr í ævintýra- ferðamennsku. Ísland er þar í öðru sæti yfir helstu iðnríki á eftir Sviss, en í næstu könnun á undan var Ísland í toppsætinu. Listinn byggir á úttekt sem Samtök í ævintýraferðamennsku (ADTI) og George Washington- háskóli og ráðgjafar fyrirtækið Vital Wave Consulting gerðu á 195 löndum, þar sem þeim var skipt í iðnríki og þróunar- ríki og gefin stig að uppfylltum ákveðnum atriðum. Fjölbreytt af þreying, öryggi og náttúru- auðlindir voru á meðal þeirra þátta sem mið var tekið af. Athygli vekur að tvö önnur Norðurlandaríki eru á lista yfir tíu efstu iðnríkin, það er Noreg- ur og Svíþjóð. Bretland, Ástralía, Lúxemborg, Danmörk og Spánn hafa öll verið atkvæðamikil síð- ustu ár en ná ekki inn á listann að þessu sinni. Ævintýraeyjan Ísland Ísland þykir vera langt komið í svokallaðri ævintýraferðamennsku samkvæmt The Independent. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Allt sem þú þarft Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Áform eru uppi um að reisa lúxuskattahótel í Kattholti á komandi mánuðum. „Ef ég mætti ráða þá yrði móttaka með miðum eins og er á hótelum. Það er aldrei að vita hvað ég geri,“ segir Anna Kristine Magnús dóttir, formaður Kattavinafélags Ís- lands. Áform eru uppi um að gera kattahótelið í Kattholti að lúxus- hóteli fyrir ketti á komandi mán- uðum. „Þar sem súkkulaðimolar eru á koddunum á fínum hótelum er aldrei að vita nema við setjum rosalega gott kattanammi í hvert búr þegar kettirnir tékka inn.“ Anna Kristine segir draumur- inn vera að breyta kattahótelinu í lítið sex stjörnu lúxushótel. Breyt- ingarnar á hótelinu munu felast í því að smíðuð verða ný og stærri búr bæði fyrir kettina sem gista á hótelinu og þá sem eru í óskilum. „Þetta verða stærri búr en þeir eru í, þar sem þeir geta athafnað sig betur. Við erum komin með teikningar að búrunum en þurf- um að finna út hver getur gert þetta fyrir okkur eða hvar við fáum þau,“ segir Anna Kristine og bætir við að einnig þurfi að mála hótelið upp á nýtt. Að hennar sögn var katta- hótelið alveg troðfullt um verslunarmanna helgina. „Fólk virðist vera betur meðvitað um að setja kisurnar sínar á Hótel Katt- holt þegar það fer út úr bænum heldur en að skilja þær eftir heima þar sem einhver gefur þeim eða setja þær í fóstur,“ út- skýrir Anna Kristine, sem segir vel hugsað um kettina á Hótel Kattholti. Þar sé leikið við þá og þeir fái mat, hlýju og ást. Anna Kristine er innt eftir því hvernig verkefnið verði fjár- magnað. „Kattholt stendur mjög illa fjárhagslega,“ segir hún með áherslu en upplýsingar um reikn- ingsnúmer þar sem hægt er að styrkja Kattholt er að finna á heimasíðunni www.kattholt.is. „Peningaskorturinn háir okkur. Okkur vantar fólk sem er til í að hjálpa okkur að reisa þetta hótel. Eins ef einhverjir vilja gefa okkur málningu og ef það er einhver sem getur smíðað búr þá má sá gjarnan hafa samband við mig,“ upplýsir Anna Kristine, sem segir að sig hafi alltaf dreymt um að verða hótelstjóri. - mmf Alltaf dreymt um að verða hótelstjóri Anna Kristine Magnúsdóttir segir að sig hafi alltaf dreymt um að verða hótelstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Áformað er að búrin verði stærri þegar kattahótelið verður sex stjörnu lúxus- hótel.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.