Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 22
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Engifer getur slegið á ógleði sem fylgir ferðaveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest ógleðilyf verka á heilann en engifer virkar á magann. „Það skemmtilegasta við svona mót er að hitta fólk úr allri veröldinni. Mér skilst að þátttakendur séu orðnir um 48 þúsund, af frá 159 löndum,“ segir Jökull Brjánsson, einn af hátt í þrjú hundruð Íslend- ingum á heimsmóti skáta í Suður- Svíþjóð. Jökull er að verða sautján ára og kveðst hafa verið í skátun- um í hátt í tíu ár. Þetta er fyrsta alheimsmótið hans. „Það rigndi svolítið fyrstu dag- ana en nú er komin sól og yfir 20 stiga hiti,“ segir Jökull ánægður og kveðst ætla að fara að synda í stöðuvatni sem hann er staddur við. Hann segir hafa verið mjög gaman að taka þátt í uppbyggingu íslensku tjaldbúðanna. „Hér voru 76.600 spírur úr grenitrjám til að byggja úr og við létum bara hug- myndaflugið ráða þegar við bjugg- um til hlið, eldhús, borð og bekki úr þeim,“ lýsir hann. Þeir sem hafa ferðast lengst á heimsmótið eru skátar frá Fiji-eyj- um, sem lögðu 15.613 kílómetra að baki en um skemmstan veg fóru skátar frá Kristianstad sem búa í rúmlega tíu kílómetra fjarlægð frá mótsstaðnum Rinkaby. Skát- arnir frá Úganda komu hjólandi, þeir lögðu upp 13. maí og komu á leiðarenda 24. júlí. Íslensk kjötsúpa og íslenskt sælgæti verður á boðstólum hjá íslensku skátunum á morgun þegar þátttökuþjóðirnar kynna sig hver fyrir annarri. En þegar mótinu lýkur ætla íslensku skátarnir að leggja lykkju á leið sína og ferðast til Norður-Svíþjóðar. „Minn flokkur fer til bæjar sem heitir Vindeln og er norðan við Umeå,“ segir Jökull. „Þar gistum við hjá skátum á svæðinu. Svo komum við öll heim hinn 11. ágúst í þremur flug vélum.“ gun@frettabladid.is Íslensk eldfjöll í Svíþjóð Íslensku skátasveitirnar á heimsmóti skáta í Suður-Svíþjóð bera nöfn íslenskra eldfjalla. Sumir skátarnir heita líka náttúrulegum nöfnum, til dæmis hann Jökull Brjánsson sem er í sveitinni Kröflu. „Skemmtilegast er að hitta fólk úr allri veröldinni,“ segir Jökull, staddur á heimsmóti skáta í Suður-Svíþjóð. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI Bergsveinn, Garðar og Embla eru glöð á góðri stund. ÚTSALA Lín Design Laugavegi 176 Sími 533 2220 www.lindesign.is 25% afsláttur af barnadúnsængum SUMARÚTSALAN ER HAFIN 4 verð 1.990–4.990 ÍSLENSKT KISUNAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli Harðfisktöflur sem kisur elska VINSÆLVARA FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.