Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 8
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR8 FRÉTTASKÝRING Hvernig standa mál Kvikmyndaskóla Íslands? Stjórn Kvikmyndaskóla Íslands hefur óskað eftir að árlegt framlag ríkisins verði aukið úr 38 milljónum króna í 70. Í mars fór stjórnin fram á 140 milljón króna árlegt framlag, en hefur nú lækkað þá ósk. Ráðuneytið hefur boðið 57 milljón krónur árlega. Því hafnaði skólinn í júní. Hilmar Oddsson skóla- stjóri segir að starfsemi skólans geti haldið áfram, verði stjórnvöld við lág- markskröfum um 70 millj- óna króna árlegt framlag. Hann segir núverandi framlag miðað við fjórum sinnum minni skóla. Því sé ekki nema eðlilegt að það hækki í samræmi við aukin umsvif. „Við höfum skilið að ekki sé hægt að hækka framlag- ið til fulls miðað við ástand- ið og því lagt til 70 milljón króna framlag. Það munar 13 milljónum króna á okkar tillögum og ríkisins. Mun íslenska ríkið falla með þeim milljónum til Kvikmyndaskóla Íslands? Auðvitað ekki, þetta er einfaldlega pólitísk ákvörðun.“ Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að ráðuneytið hafi bent á að miðað við þær tekjur sem skólinn hefur gangi reksturinn ekki upp þar sem útgjöld séu þar langt umfram. Ráðuneytið hafi velt upp þeim möguleika að skólinn verði minnkaður. Hilmar bendir á að allar ákvarðanir um stækkun skólans hafi verið teknar í samráði við stjórnvöld. „Ef það er myndin sem menn fá að við höfum verið að spila eitthvað sóló þá er það kolrangt.“ Það sé heldur engin lausn að minnka skólann um helming, með því minnk- uðu tekjur hans í skólagjöldum. Skólagjöldin séu komin að sársaukamörkum fyrir nemend- ur og ekki hægt að hækka þau, en þau hafa ekki hækkað síðan 2003. Þá sé ósanngjarnt að minnka námsframboð skólans á miðri önn, eftir að nemendur hafi fjárfest í dýru námi með ákveðna námskrá í huga. Í fréttatilkynningu sem stjórnin sendi frá sér í gær var það gagnrýnt að Katrín Jakobs- dóttir, mennta- og menningarráðherra, hefði ekki gengið frá samningum við skólann áður en hún fór í barneignarleyfi. Katrín segist lítt skilja þessa gagnrýni. „Þá stóðu yfir viðræður sem var ekki lokið. Ég gat því miður ekki frestað fæðingarorlof- inu,“ segir Katrín, en vísar að öðru leyti til starfandi ráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Ekki náðist í hana við vinnslu fréttarinnar. Mikill niðurskurður hefur átt sér stað í menntamálum á síðustu árum. Á síðasta ári var framlag til háskólastigs skorið niður um 10 prósent og um 15 prósent til framhalds- skólastigs. Hilmar bendir hins vegar á að skól- inn hafi verið undirfjármagnaður í mörg ár. Stjórnendur Kvikmyndaskólans og fulltrú- ar menntamálaráðuneytisins munu funda um málefni skólans í dag. kolbeinn@frettabladid.is Þá stóðu yfir viðræður sem var ekki lokið. Ég gat því miður ekki frestað fæðingarorlofinu. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐHERRA Þrettán milljónir ber á milli Kvikmyndaskóli Íslands óskar eftir 70 milljóna króna árlegu ríkisframlagi. Ríkið býður 57 milljónir. Krafa skólans hefur lækkað um helming. Ráðuneytið hefur stungið upp á því að skólinn verði minnkaður. KVIKMYNDASKÓLINN Framlög skólans eru miðuð við fjórum sinnum minni skóla, að sögn stjórnenda. Ráðuneytið hefur stungið upp á því að skólinn minnki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HILMAR ODDSSON KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Hilmar segir skólann hafa boðið Listaháskóla Íslands samstarf síðastliðið haust en stjórnendur þar á bæ hafi hafnað þeirri tillögu. „Það var aldrei vilji né áhugi hjá ríkisstjórninni til þess að koma náminu þar inn.“ Hilmar segist hins vegar sannfærður um að á endanum muni kvikmyndagerð verða kennd við Listaháskólann. Hann segir stöðu Kvikmynda- skólans nú endurspegla það skilningsleysi sem kvikmyndagerð hafi lengi búið við hér á landi. Litið hafi verið á þá sem við hana starfa sem afætur, þegar raunin sé sú að um mjög arðbæra grein sé að ræða. Samstarfi hafnað KALDRIFJAÐUR Ted Bundy kom vel fyrir en undir yfirborðinu var hann samvisku- laus morðingi sem skildi eftir sig blóði drifna slóð um Bandaríkin endilöng. BANDARÍKIN, AP Löggæsluyfirvöld í Bandaríkjunum vonast til þess að geta upplýst nokkur óleyst morðmál frá fyrri tíð með hjálp nútímatækni, eftir að blóðsýni úr raðmorðingjanum Ted Bundy fannst fyrir tilviljun. Bundy játaði á sig morð á þrjátíu konum og stúlkum á árunum 1974 til 1978 og var tek- inn af lífi fyrir glæpi sína árið 1989. Lögregla hafði hingað til ekki haft neitt fullkomið lífsýni í höndunum, en getur nú borið sýnið nýfundna saman við gögn úr óleystum morðmálum um öll Bandaríkin síðustu fimmtíu árin. - þj Ný sönnunargögn fundin: Morð Bundys jafnvel fleiri Þrjár plöntur í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á þrjár kannabisplöntur við húsleit í íbúð í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Einnig var lagt hald á búnað til ræktunar. Húsráðandinn var færður til yfirheyrslu vegna málsins og viðurkenndi aðild að málinu. Talið er að fleiri tengist ræktuninni og er málið í rannsókn. LÖGREGLUMÁL VILD IS ÐE HÓL POJNT! Allt fyrir áskrifendur Nú geturðu byrjað að nota punktana þína sem þú hefur safnað í Stöð 2 Vild. Kauptu viðbótaráskrift fyrir punkta. Nýttu punktana þína upp í glæsileg tilboð hjá Vildarvinum Stöðvar 2. Kannaðu punktastöðuna þína á stod2.is og njóttu allra þeirra fríðinda sem Stöð 2 Vild býður upp á. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 LÖGREGLUMÁL Eftirlitsmaður frá Fiskistofu gerði síðastliðinn sunnudag upptæk tvö net sem lögð höfðu verið á Bíldudalsvogi. Bannað er að hafa net við strend- ur frá föstudagskvöldi til þriðju- dagsmorguns en einnig er líklegt að þau hafi legið nær ármynni en lög gera ráð fyrir. „Hann kom hérna í lögreglu- fylgd í gegnum garðinn með myndavél og tók myndir af laxa- hreistri áður en hann fór út á voginn og tók þetta upp,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, sem varð vitni að atburðinum. Hann er ekki eigandi netanna. Hann segir enn fremur að einungis hafi verið makríll í netunum en enginn lax. Hann segir enn fremur að það hafi vakið athygli bæjarbúa að eftirlits maðurinn hafi verið ásamt konu sinni eins og hver annar ferðamaður á tjaldstæðinu á Bíldu- dal. Þorsteinn G. Hilmarsson, upp- lýsingafulltrúi Fiskistofu, segir að Fiskistofa fái verktaka til þessara starfa vítt og breitt um landið og sé þeim í sjálfsvald sett hvernig þeir haga sínum ferðalögum. Lögreglan á Vestfjörðum segir að netin hafi verið gerð upptæk og að málið sé nú til rannsóknar. - jse Eftirlitsmaður með erindisbréf frá Fiskistofu kallaði lögregluna til á Bíldudal: Tók tvö ólögleg net með makríl FRÁ BÍLDUDALSVOGI Eftirlitsmaður með erindisbréf frá Fiskistofu fór ekki í erindisleysu um voginn á sunnudaginn. DANMÖRK Foreldrar í Danmörku auglýsa í sífellt auknum mæli eftir nýjum afa og ömmu handa börnum sínum. Í einni slíkri auglýsingu er tekið fram að enginn afi og amma séu í móðurætt og að afi og amma í föðurætt séu orðin of gömul. Bjarne Bekker, ritstjóri Senior- life.dk sem birt hefur yfir 600 slíkar auglýsingar á einu og hálfu ári, segir breytingar í samfélaginu eiga hlut að máli. Afinn og amman séu mögulega útivinnandi og hafi ekki tíma til þess að gæta barna- barnanna. - ibs Breytt samfélag í Danmörku: Auglýsa eftir afa og ömmu 1 Hversu margir Saffran-staðir verða opnaðir í Bandaríkjunum? 2 Hver sigraði í Einvíginu í golfi um helgina? 3 Hvar fór unglingalandsmót UMFÍ fram um helgina? SVÖR: 1. Fimm. 2. Nökkvi Gunnarsson. 3. Á Egilsstöðum VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.