Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 2
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Gisting fyrir tvo, morgunmatur, freyðivín upp á herbergi, aðgangur að einkasundlaug, einkagolfvelli, gufubaði, heitum pottum og annarri afþreyingu. 30 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið í krafti fjöldans 9.900 kr. GILDIR 24 TÍMA 28.800 kr. 66% 18.900 kr.P IP A R\ TB W A • SÍ A SAMGÖNGUR Framkvæmdir við fjöl- farna ferðamannaleið, um Laugar- dal milli Laugarvatns og Geysis, hafa staðið yfir í allt sumar. Það kemur illa niður á ferða- þjónustunni. Verkið er komið fram úr áætlun. „Þú getur nú rétt ímyndað þér það,“ segir Þórður Tyrfingsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, um hvort tafirnar hafi ekki valdið veg- farendum óþægindum. Hann segir þær standa upp á verk takann sem eigi að hafa lokið verkinu. Hann segir Vegagerðina búa yfir úr- ræðum gagnvart verktökum þegar svona staða komi upp en vill ekki fara nánar út í hver þau eru. Verkið var boðið út í fyrrahaust og átti framkvæmdum að vera lokið 15. júní. Þórður vonast til að fljótlega verði lögð klæðning á veginn. „Við keyrum þarna oft á dag og það er hræðilegt að horfa upp á þetta,“ segir Þórir Garðars- son, framkvæmdastjóri Iceland Excursion. „Það er til háborinnar skammar að þetta skuli ekki vera klárað.“ Þórir segir veginn mjög grófan, allur ofaníburður sé fokinn í burtu. Þá hafi vegurinn ekkert verið vökvaður og því sé mikið ryk á honum. Hann segir veginn fara mjög illa með bílana. Margir séu langþreyttir á framkvæmd- unum og virði hraðatakmörk lítt. Framúr akstur skapi grjótkast með tilheyrandi skemmdum. „Þetta er beinlínis hættulegur vegur.“ Ferðamenn kippa sér þó lítið upp við aðstæðurnar að sögn Þóris. „Það kemur mér í raun á óvart hve lítið þeir eru hissa. Það er kannski vegna þess að þeir telja okkur vanþróaðri en við erum, en hvort það eru meðmæli með okkur skal ósagt látið.“ Framkvæmdir standa einnig yfir við Biskupstungnabraut, en þar er einnig verið að breikka veginn. Leiðirnar að Geysi eru því báðar framkvæmdasvæði. Þórir segir engin vandkvæði við þær framkvæmdir, þær gangi greitt og þar sé passað upp á að vökva veginn. „Bílstjórar eru almennt þolinmóðir gagnvart Vega gerðinni og verktökum sem bæta vegina.“ Þolin mæðin sé hins vegar á þrot- um hvað varðar Laugardals leiðina. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir ljóst að vegurinn sé ekki skemmtilegur. Þetta sé fjölfarin leið fyrir ferða- þjónustuna og mikið hark fyrir þá sem séu með rútur. „Við erum að vonast til að þessu fari að ljúka.“ Ekki náðist í forsvarsmenn verktakans, Vélgröfunnar ehf., við vinnslu fréttarinnar. kolbeinn@frettabladid.is Ferðamenn í hættu á götóttum Geysisvegi Framkvæmdir við veginn um Laugardal að Geysi hafa tafist. Ofanáburður er fokinn af veginum og hann er allur holóttur. Gríðarlega fjölfarinn vegur sem stendur í rykskýi vegna ónógrar vökvunar. Hættulegur að sögn kunnugra. ÞVOTTABRETTI Hámarkshraði á leiðinni er 50 kílómetrar á klukkustund. Vegurinn versnaði mjög í vatnsveðrinu um helgina og raunverulegur ferðahraði er mun minni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEINUNN TAÍVAN Yfirvöld í Nýju Taipei, bæ skammt frá höfuðborginni Tai- pei, eru orðin þreytt á að hunda- eigendur skuli ekki hirða upp eftir gæludýrin sín. Yfirvöld hafa þess vegna hafið herferð til þess að vinna bug á vandanum og bjóða öllum hundaeigendum ókeypis poka. Hundaeigendur eru jafnframt hvattir til þess að afhenda yfirvöldum pokana, en fyrir hvern poka fá þeir happ- drættismiða. Vinningarnir eru gullstangir. Yfirvöld í borginni Taichung reyndu að bjóða hundaeigendum gjafabréf í verslunarmiðstöð fyrir hvert kíló af hundaskít sem þeir skiluðu en án árangurs. - ibs Herferð gegn sóðaskap: Gull í skiptum fyrir hundaskít VIÐSKIPTI Nýlega var gengið frá kaupum VÍS á hlut Exista í Öryggismiðstöð Íslands. Fyrr á árinu hafði VÍS eignast lítinn hlut og er eignahlutur VÍS í Öryggismiðstöðinni nú saman- lagt um 80%. Framkvæmda- stjóri Öryggismiðstöðvarinnar og helstu stjórnendur félagsins ráða yfir um 20% hlut í félaginu, að því er fram kemur á vef VÍS. Öryggismiðstöðin hefur rekið öryggisþjónustu fyrir einstak- linga og fyrirtæki í fimmtán ár. Fyrirtækið rekur eigin stjórn- stöð til móttöku boða frá öryggis- kerfum viðskiptavina allan sólar- hringinn, alla daga ársins. Frá árinu 2008 hefur fyrirtækið jafn- framt boðið margvíslegar lausnir og þjónustu á velferðarsviði, s.s. heimaþjónustu til fatlaðra og eldri borgara, fjölbreytt úrval stuðnings- og hjálpartækja til einstaklinga og fyrirtækja. Selja í Öryggismiðstöðinni: VÍS hefur eign- ast 80% hlut Garðar, ertu þá bara að fara að snúa þér að bjórbumbu- bolta? „Já, í augnablikinu allavega.“ Knattspyrnukappinn Garðar Gunnlaugs- son situr ekki auðum höndum þó hann sé án félags. Hann hefur hafið fram- leiðslu á bjór í Lettlandi og er afrakstur- inn væntanlegur í sölu hér á landi. PERSÓNUVERND Ríkisútvarpið braut ekki persónuverndarlög með því að afhenda fjölmiðlum langan lista yfir umsækjend- ur um sumarstarf á fréttastofu RÚV. Þvert á móti var því það skylt lögum samkvæmt. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Einn umsækjendanna kvartaði yfir afhendingunni og sagði hana koma mjög illa við sig. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að Ríkisútvarpið heyri undir upplýsingalög og sam- kvæmt þeim sé opinberum stofn- unum og fyrirtækjum skylt að veita upplýsingar um umsækjend- ur um stöður eftir að umsóknar- frestur er runninn út, jafnvel þótt fallast megi á það með kvartanda að birting slíkra upplýsinga geti í ákveðnum tilvikum valdið óþæg- indum. - sh Kvartað til Persónuverndar: RÚV átti að af- henda lista yfir umsækjendur NÁTTÚRA Silkitoppa (Bombycilla garrulus) hefur komið sér upp fjölskyldu við Mývatn. Tegundin, sem er spörfugl og flækingsfugl hér á landi, hefur aldrei náð að koma upp ungum hér á landi svo vitað sé. Fuglinn er örlítið minni en skógarþröstur og flækist hingað til lands á haustin og á veturna frá norðanverðri Skandinavíu. Yann Kolbeinsson líffræðingur segir tölu- verðan fjölda silkitoppa hafa lagt leið sína hingað til lands undanfarin ár. Misjafnt sé þó hversu margir tóri hér yfir veturinn en sum ár geti fjöldinn skipt mörgum hundruðum. „Þær fylgja fæðuframboði á milli landa. Ef það er lítil fæða í norðaustanverðri Evrópu flækist hún hingað,“ segir Yann. „Maður hefði haldið að það vantaði varplendið hérna, en þessi er greinilega ekki sammála því.“ Yann segir mesta fjölda silkitoppa hér á landi hafa verið síðasta vetur. Á höfuðborgar- svæðinu hafi sést hundruð fugla saman í hópum þegar mest var. „Epli og vínber eru í miklu uppáhaldi hjá þeim. Þær treysta mikið á ávaxtagjafir frá mannfólkinu yfir veturinn,“ segir Yann og bætir við að á haustin lifi þær nær eingöngu á berjum. Yann telur það þó nokkra bjartsýni að vona að silkitoppan muni setjast hér að til fram- búðar; fjölskyldan í Mývatnssveit sé sennilega tilfallandi. „En maður veit aldrei hvað verður. Kannski kemur annar stór hópur í kjölfarið og það myndi hjálpa til,“ segir Yann. - sv Sjaldgæfur lítill flækingsfugl elur fjóra unga í Mývatnssveit á krækiberjum: Silkitoppa kemur upp fjölskyldu hér í fyrsta sinn SILKITOPPUR Í MÝVATNSSVEIT Móðirin hefur matað unga sína mestmegnis á krækiberjum í sumar. MYND/YANN KOLBEINSSON ÚTFÖR Útför Sævars Marinós Ciesielski fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í gær. Sævar lést af slysförum í Kaup- mannahöfn hinn 12. júlí síðast- liðinn. Hann var nýorðinn 56 ára gamall. Sævar lætur eftir sig fimm börn. Sævar var einn sakborning- anna í Guðmundar- og Geir- finnsmálunum. Hann sat í fang- elsi vegna málsins í níu ár, þar af í tvö ár í einangrun, og eftir að hann var látinn laus hóf hann baráttu sína fyrir endurupptöku málsins. Sævar hélt alla tíð fram sak- leysi sínu og sagði játningar í málinu hafa verið fengnar fram með harðræði og hótunum. Sævar bjó undir það síðasta í Danmörku. Séra Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, jarð- söng Sævar. Fjölmenni var í Dómkirkjunni í gærdag við útför frægasta fanga Íslands: Sævar Ciesielski jarðsunginn BORINN ÚR KIRKJUNNI Sævar var jarðsettur í kirkjugarðinum að Stóra-Núpi en mikið fjölmenni kom saman í útför hans í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NOREGUR Verslunarrisinn Coop í Noregi hefur tímabundið fjarlægt ofbeldisfulla tölvuleiki úr hillum vegna fjöldamorðanna í Útey, en hryðjuverkamaðurinn Anders Breivik spilaði slíka leiki. Fjölmargar norskar verslanir hafa gert slíkt hið sama. Verslunarmaður í tölvuverslun- inni BT hér á landi segir, í sam- tali við Stöð 2, ekki standa til að hætta sölu á ofbeldisleikjum og hvetur foreldra til að virða aldurs takmörk. „Við höfum ekki brugðið á það ráð að taka þá úr hillum, heldur er fylgst grannt með að fólk undir aldri sé ekki að ná sér í þessa leiki,“ segir Jóhannes Axelsson, starfsmaður BT. Verslanir í Noregi: Fjarlægja tölvu- leiki úr hillum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.