Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.08.2011, Blaðsíða 12
3. ágúst 2011 MIÐVIKUDAGUR Við leitum að góðu fólki Á vefnum getur þú með einföldum hætti flett í gegnum og skoðað atvinnuauglýsingar Fréttablaðsins. Þú kaupir atvinnuauglýsingu í Fréttablaðinu - öflugasta auglýsingamiðli landsins og hún birtist frítt í heila viku á einum stærsta vefmiðli landsins – og Fréttablaðið kynna nýjan og öflugan atvinnu- og raðauglýsingavef ...ég sá það á visir.is Bandarísk stjórnvöld geta loks horft fram á veginn í ríkisfjármálum eftir að frumvarp um hækkun skuldaþaks ríkissjóðs varð að lögum í gær, eftir margra mánaða harðar deilur. Frumvarpið felur í sér niðurskurð um hundruð milljarða á næstu tíu árum. Staða Obama forseta er talin hafa veikst, þar sem repúblikanar fengu flest af sínum baráttumálum í gegn. Samkomulag um hækkun skulda- þaks og framtíðarskipulag ríkis- fjármála náðist milli leiðtoga flokk- anna og forsetans um helgina. Frumvarp sem byggt var á því var svo samþykkt með miklum meiri- hluta í báðum deildum áður en Obama staðfesti þau með undir- skrift sinni, á ögurstundu. Hefði málið ekki verið leitt til lykta í gær hefði ríkissjóður orðið fjárvana og hvorki getað greitt af lánum, né borgað út bætur og laun. Óttast var að ef til þess kæmi, stæði ríkið frammi fyrir greiðslu- falli og lækkun lánshæfismats, sem yrði afdrifaríkt fyrir efnahagskerfi heimsins. Auk þess hefði ekki verið inni- stæða fyrir þeim 80 milljónum ávísana sem ríkið sendir út í hverj- um mánuði, til dæmis til bótaþega og fyrrum hermanna Í frumvarpinu felst að skulda- þakið, sem stendur nú í 14.300 milljörðum dala, hækkar sam- stundis um 400 milljarða og 500 milljarða til viðbótar í haust. Á móti kemur skuldbinding um að skorið verði niður í ríkistútgjöldum um sömu upphæð á næstu tíu árum. Ekki er kveðið á um neinar skattahækkanir í frumvarpinu, sem var eitt af lykilatriðum repú- blikana og olli miklum titringi innan raða demókrata, sem töldu rétt að skattar yrðu hækkaðir nokkuð á tekjuháa í stað niður- skurðar á bótakerfi og þjónustu hins opinbera. Annað ákvæði í frumvarpinu lýtur að stofnun tólf manna nefndar þar sem jafnmargir fulltrúar eru úr báðum flokkum og báðum þing- deildum. Nefndin mun skila af sér frumvarpi um að minnka fjárlaga- halla um alls 1.500 milljarða dala á næstu tíu árum. Þar sjá demókratar tækifæri til að auka tekjur ríkissjóðs með frek- ari skattheimtu á stórfyrirtæki og auðuga einstaklinga. Nefndin skal skila frumvarpi í nóvember, en náist ekki samkomu- lag verður flatur 1.200 milljarða dala niðurskurður árið 2013 í öllum málaflokkum, nema ellilífeyri og örorkubætur, sjúkratryggingar og atvinnuleysisbætur. Loks má geta þess að frumvarp- ið felur í sér ákvæði um að tillaga til stjórnarskrárbreytinga, þar sem halli á fjárlögum er bannaður, verði lagður fyrir báðar deildir þingsins. Margir demókratar og stuðnings- menn Obama eru ósáttir við þessi málalok þar sem þeim finnst sem að of langt hafi verið seilst til að friða hörðustu íhaldsmenn í röðum repúblikana. John Boehner, oddviti þeirra síðastnefndu og forseti full- trúadeildarinnar, átti einmitt í tals- verðum erfiðleikum með að tryggja frumvarpinu nægilegan stuðning. Obama getur hins vegar þakkað fyrir að hann fékk þó sínu fram- gengt að skuldaþakið var hækkað nægilega til að hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því fyrr en eftir forsetakosningarnar á næsta ári, það er að segja ef hann nær endur- kjöri. Obama lét hafa eftir sér að vissu- lega væri um málamiðlun að ræða og enginn hafi í raun fengið allt sitt í gegn. Eftir að ljóst var að frum- varpið var endanlega samþykkt af öldungadeildinni sagði forsetinn þó að löggjöf þessi væri fyrsta skref- ið í átt að jafnvægi í ríkisrekstri Bandaríkjanna og að nú væri runn- inn upp sá tími að hætt yrði að lifa um efni fram. Ekki er enn útséð með afleiðing- ar þessarar baráttu þar sem bæði verður kosið til þings og forseta á næsta ári. Augljóslega verður fróðlegt að sjá hvort þetta muni veikja stöðu Obama að einhverju leyti, en þó að repúblikanar hafi fengið margt sitt í gegn í málinu, var þó harðasti kjarni íhaldsmanna, sem oft eru kenndir við Teboðshreyfinguna, alfarið gegn hækkun skuldaþaks- ins og kann fulltrúum sínum í þing- flokki repúblikana, sem studdu frumvarpið, væntanlega litlar þakkir. thorgils@frettabladid.is Skuldaþakið hækkað, en hvað tekur svo við? ÓVISSUÁSTANDI AFSTÝRT? Barack Obama forseti sagði að ný lög um hækkun skuldaþaks væru fyrsta skrefið í átt að jafnvægi í ríkisrekstri Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Paul Krugman er afar gagnrýninn á efni samkomu- lagsins um hækkun skuldaþaks ríkissjóðs og segir í pistli sínum í New York Times að Barack Obama forseti hafi gefist upp fyrir kúgunum repúblikana í fulltrúadeildinni. Krugman segir þar að frumvarpið muni ekki afstýra efnahagslegum hörmungum, heldur þvert á móti skaða hagkerfið, sem standi þegar höllum fæti. Þetta samkomulag muni sennilega verða til þess að vandamál varðandi hallarekstur ríkissjóðs muni ágerast. „... og umfram allt sýnir það að hreinar kúganir skila árangri, án þess að hafa nokkrar pólitískar afleiðingar, og mun það leiða Bandaríkin í átt til bananalýðveldis.“ Krugman segir að niðurskurður í ríkis- útgjöldum á samdráttartímum sé það versta sem til bragðs megi taka. Repúblikanar hafi hvað eftir annað séð að Obama gefur eftir í ljósi hótana. Hann hafi þegar gefið eftir og framlengt Bush-skatta- hækkanirnar auk þess sem hann hafi gefið eftir í deilum um fjárlög næsta árs. Krugman segir að þessi málalok muni hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir allt stjórnkerfi Bandaríkjanna þar sem hótanir og óbilgirni séu lykillinn að stefnu- mótun. Hættuleg þróun að mati Nóbelshagfræðings PAUL KRUGMAN Þingkona demókrata, Gabrielle Giffords, mætti til atkvæðagreiðslunnar í fulltrúadeildinni í fyrradag og kaus með frumvarpinu. Þetta var í fyrsta sinn sem hún mætti í þingsal síðan hún særðist alvarlega í skotárás í heimafylki sínu í Arizona í mars síðastliðnum. Hún fékk skot í höfuðið þegar Jared Lee Loughner hóf skotárás á hóp fólks í verslunarmiðstöð í borginni Tucson. Sex létust og þrettán slösuðust í ódæðinu, en Loughner er í haldi lögreglu. Hann er talinn andlega vanhæfur til að svara til saka í bili. Giffords sneri aftur heim eftir atkvæðagreiðsl- una, en óvíst er hvort hún muni bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári. Aftur til vinnu eftir skotárás FRÉTTASKÝRING: Efnahagshorfur Bandaríkjanna

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.