Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 2
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Nú eru ýmis traust raftæki á góðu Tækifærisverði. Láttu sjá þig. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Tæki færi 8. - 24. september 2011 LANDBÚNAÐUR „Það er svolítið skrýtið að fá hingað kind sem aldrei hefur farið úr heima- högum,“ segir Sigurjón Stefáns- son, bóndi á Steiná í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sem fann kind úr Rangárvallasýslu í Stafnsrétt þegar réttað var þar í 200. sinn síðastliðinn laugardag. „Hún getur hafa komið öðru- hvoru megin við Hofsjökul norður á Eyvindarstaðaheiði þaðan sem hún smalaðist. Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. það er ómögulegt að segja hvaða leið hún hefur farið.“ Ljóst er að leiðin sem ærin fór var löng og klaufirnar voru gengnar upp í kviku að sögn Sig- urjóns, sem finnst skrýtið að fá norður kind sem aldrei hefur farið úr heimahögum. „En kannski var hún að flýja sandrok. Hún hefur kannski ekki þekkt landið sitt sem hún var vön að ganga á.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurjón fær kind að sunnan. „Ég hef einu sinni fengið kindur sunn- an af Eyrarbakka. Þær voru orðn- ar klaufalitlar.“ Eigandi flökkukindarinnar úr Fljótshlíð, Kristinn Hákonarson á Eyvindarmúla, segist hafa látið hana út í maí. „Hún bar í vor og var sleppt upp á heimaland hjá okkur en var lamblaus þegar hún fannst. Þetta var sex ára kind mörkuð mér og það er magnað að hún skuli hafa farið alla þessa leið. Hún er búin að fara yfir margar sauðfjárveiki varnarlínur. Hún er búin að brjóta vel af sér,“ segir hann um flökkukindina, sem var slátrað í gær. Kristinn kveðst aldrei hafa misst kind á þennan hátt áður. Sigurður Eyþórsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir samtökin hafa talsverðar áhyggjur af línu- brjótum. „Það er ekki svo langt síðan varnarhólfum í sauðfjár- rækt var fækkað. Við héldum að gert yrði átak í að lagfæra varnar girðingar en viðhaldi þeirra er sums staðar ábótavant.“ Matvælastofnun á að sjá um viðhaldið en hefur ekki fengið nægilegt fé til þess. „Þetta er eilíf barátta um fjármagn,“ segir Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun. Það er mat hans að línu brjótar séu ekki orðnir fleiri en þeir voru. „Það er þó nokkuð um línu- brjóta en þeim hefur ekki fjölg- að.“ ibs@frettabladid.is Kind gekk úr Fljóts- hlíð norður í land Klaufirnar gengnar upp í kviku eftir ferðina þvert yfir landið. Var sleppt upp á heimaland með lambi í vor en var lamblaus þegar hún fannst í Stafnsrétt í Svartárdal. Viðhaldi sauðfjárveikivarnagirðinga ábótavant vegn fjárskorts. LÍNUBRJÓTURINN Kindin bar í vor en var lamblaus þegar hún fannst. Hún fór yfir margar sauðfjárveikivarnarlínur. MYND/ELÍN Hún hefur þurft að fara yfir einhverjar jökulár nema hún hafi farið yfir Hofsjökul. SIGURJÓN STEFÁNSSON BÓNDI Á STEINÁ Í SVARTÁRDAL TRÉ ÁRSINS 2010 Í fyrra varð þessi álmur við Heiðarveg í Vestmannaeyjum fyrir valinu. NÁTTÚRA Tré ársins 2011 verður kynnt við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Skógræktar félag Íslands sér um valið en þetta er í fyrsta sinn sem tré á Suður- nesjum verður fyrir valinu. Í tilkynningu frá Skógræktar- félaginu segir að tré þetta þyki fyrirtaks dæmi um það hvernig trjágróður geti vaxið og dafnað þrátt fyrir erfið skilyrði. Útnefningunni er ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um allt land í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. - mþl Tré á Suðurnesjum valið: Tré ársins kynnt í dag ALÞINGI Jóhanna Sigurðardóttir vildi lítið tjá sig á Alþingi í gær um nýleg ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem gagnrýnt hefur ríkisstjórnina fyrir að beygja sig fyrir erlendu valdi í samningum um Icesave. Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, krafði Jóhönnu svara um skoðun hennar á ummælunum, hvort hún teldi forsetann hafa farið út fyrir valdsvið sitt og það væri ríkis- stjórninni að meinalausu að for- setinn viðhefði slík ummæli í hennar nafni erlendis. Ólöf tók fram að hún væri sammála for- setanum. Jóhanna vísaði í ummæli sín í fjölmiðlum; forsetinn hefði vegið ómaklega að stjórnvöldum og hún hygðist ræða það við hann. - kóp Krafin svara um forsetann: Jóhanna þögul um forsetann JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ATVINNUMÁL Forsvarsmenn Arion banka sögðu upp 57 starfsmönnum í gær. 38 þeirra störfuðu hjá höfuð stöðvum bankans en 19 á öðrum starfs- stöðvum, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Forsvarsmenn bankans segjast harma aðgerð- irnar en að ljóst megi vera að rekstur íslenska fjármálakerfisins sé of kostnaðarsamur. Ekki séu fyrirhugaðar frekari aðgerðir af þessu tagi. „Almennt má ljóst vera að rekstur íslenska fjár- málakerfisins er of kostnaðarsamur. Fjöldi starfs- fólks hjá fjármálafyrirtækjum hér á landi er of mikill miðað við umfang kerfisins. Sú staðreynd á einnig við um Arion banka. Að auki eru ný verkefni, svo sem eftirspurn eftir nýjum lánum og fjárfest- ingar í lægð sem stendur,“ segir í tilkynningunni. Einnig kemur fram að þrátt fyrir að afkoma bankans hafi verið viðunandi síðastliðin misseri sé stór hluti þess hagnaðar tilkominn vegna endur- mats á lánabók á fyrirtækjasviði bankans. Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum að undanförnu var hagnaður bankans 10,2 milljarðar á fyrrihluta þessa árs. „Arion banki hefur styrkt stöðu sína á markaði frá stofnun bankans en engu að síður eru aðgerðirnar nú nauðsynlegar til að treysta stöðu bankans og samkeppnishæfni til framtíðar.“ Vinnumálastofnun hefur verið tilkynnt um upp- sagnirnar. - sv Fjöldauppsagnir hjá Arion banka þrátt fyrir 10 milljarða hagnað á síðasta ári: Fimmtíu og sjö manns sagt upp HÖFUÐSTÖÐVAR ARION BANKA 38 starfsmönnum í höfuð- stöðvum bankans var sagt upp í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Friðrik, hefur þú nú hitt í mark? „Já, skeytin inn.“ Friðrik Steinn Friðriksson vöruhönnuður hannaði átthyrnt fótboltamark og vakti þar með athygli hönnunartímaritsins FORM, sem telur hann meðal fimm bestu unghönnuðanna. SLYS Umferðarslys varð um kvöldmatarleytið á Akranesi í gær þegar ökumaður mótorhjóls missti stjórn á hjóli sínu. Talið er að maðurinn hafi blindast af kvöldsólinni með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akranesi slasaðist maðurinn töluvert og var fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Að sögn lög- reglu var maðurinn vel búinn og varð það til þess að betur fór en á horfðist. - sv Mótorhjólaslys á Akranesi: Blindaðist af kvöldsólinni UMHVERFISMÁL Mikil svifryksmengun mældist í Reykjavík í gær. Magn svif- ryks mældist yfir 260 míkrógrömm á rúmmetra um miðjan dag, en fari magnið yfir 100 er einstaklingum með ofnæmi eða með alvarlega hjarta- og lungnasjúkdóma ráðlagt að halda sig innan dyra. Þegar styrkurinn er orðinn meira en 150 geta einstaklingar sem eiga ekki við vandamál í öndunarfærum að stríða einnig fundið fyrir óþægindum. Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að ekki hafi verið um öskufok að ræða heldur hafi sandur og þurr leir borist til borgarinnar frá þurrum svæðum við Langjökul. Því megi búast við að styrkur svifryks fari yfir sólarhringsheilsuverndarmörk. Seinnipart dags var hálftímagildi í Grensásstöðinni, þar sem mengun mælist yfirleitt mest í Reykjavík, rúm- lega 200 míkrógrömm á rúmmetra, en meðaltal frá miðnætti er 37,8. Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er búist við að vind lægi í dag og því má búast við að fokið minnki. Töluvert mistur var yfir Reykjavíkur- borg um helgina en þó fór svifryk ekki yfir heilsuverndarmörk fyrr en í gær. - sv Svifryksmengun í Reykjavík var svo mikil í gær að möguleiki er á að heilbrigðir hafi fundið til óþæginda: Loftmengun mælist langt yfir hættumörkum SVIFRYKSMENGUN Í REYKJAVÍK Í GÆR Svifryk fór yfir 250 í gær vegna sand- og leirfoks frá Langjökli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SLYS Gangnamaður á þrítugsaldri slasaðist töluvert í Þjórsárdal í gær þegar hestur sparkaði í höfuð hans. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi var maður- inn í hóp með öðrum á leið upp á Flóamannaafrétt til að leita fjár. Allir mennirnir voru ríðandi á hestum. Maðurinn hlaut mjög slæman skurð á höfði þegar hesturinn sparkaði í hann. Lögregla og sjúkralið var kallað á vettvang og var maðurinn fluttur til aðhlynn- ingar á sjúkrahús. - sv Gangnamaður slasaðist: Hestur sparkaði í höfuð smala SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.