Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 16
16 13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR
–einfalt og ódýrt
Spönginni • Hólagarði • Skeifunni • Akureyri • Setbergi • www.apotekid.is
TILBOÐ MÁNAÐARINS
DANATEKT
30% AFSLÁTTUR
TILBOÐIÐ GILDIR ÚT SEPTEMBER
30%
AFSLÁTTUR AF
ALLRI LÍNUNNI
Heilnæmar vörur fyrir viðkvæma húð
Fyrirhugaðar eru breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í
lyfjakostnaði í samræmi við frum-
varp sem lagt var fyrir Alþingi
síðast liðið vor. Mark miðið er
ekki að draga úr útgjöldum ríkis-
ins heldur að taka upp kerfi sem
er einfaldara og réttlátara en nú
gildir, kerfi sem eykur jöfnuð, mis-
munar ekki sjúklingum eftir því
hvaða sjúkdóma þeir glíma við og
ver þá sem mest þurfa á lyfjum að
halda gegn háum kostnaði.
Gangi áformaðar breytingar
eftir munu flestir verða varir við
þær en ekki á sama hátt. Þeir sem
oft eru veikir, nota lyf að stað-
aldri eða þurfa tímabundið á mjög
dýrum lyfjum að halda munu
greiða minna fyrir lyfin en áður.
Þeir sem alla jafna þurfa lítið
á lyfjum að halda munu greiða
meira en þeir hafa gert hingað til.
Nefna má raunverulegt dæmi
um útgjöld öryrkja sem nú greiðir
um 170.000 krónur á ári í lyfja-
kostnað. Útgjöld hans myndu
lækka um 125.000 krónur, niður
í 45.000 krónur á ári fyrir sömu
lyfjanotkun.
Gildandi kerfi
Í gildandi kerfi greiðir fólk
ákveðið hlutfall af verði þess lyfs
sem ávísað er hverju sinni. Ekk-
ert þak er á heildarlyfjakostnaði
einstaklings sem getur því orðið
mjög hár hjá þeim sem þurfa
mikið á lyfjum að halda. Kerfið
er flókið að því leyti að greiðslu-
þátttaka sjúkratrygginga er mis-
mikil eftir lyfjaflokkum og kostn-
aðurinn leggst því misþungt á
fólk eftir sjúkdómum.
Áformaðar breytingar
Gert er ráð fyrir að sjúkra-
tryggðir greiði lyfjakostnað að
fullu upp að ákveðnu hámarki á
tólf mánaða tímabili. Þá taka við
stighækkandi greiðslur sjúkra-
trygginga og kostnaður einstak-
lingsins lækkar að sama skapi.
Heimilt verður að ákveða með
reglugerð lægri greiðsluþátttöku
fyrir aldraða, börn, atvinnulausa
og öryrkja og einnig að lyf vegna
tiltekinna alvarlegra sjúkdóma
verði undanþegin gjaldi. Miðað
er við að öll lyf sem sjúkratrygg-
ingar taka þátt í að greiða verði
felld inn í einn flokk og þannig
stuðlað að jafnræði milli sjúk-
lingahópa. Sýklalyfjum verður
bætt inn í greiðsluþátttökukerfið
en í núgildandi kerfi þurfa not-
endur sýklalyfja að greiða fyrir
þau að fullu. Einnig er gert ráð
fyrir að S-merkt lyf sem notuð
eru utan sjúkrahúsa og á göngu-
deildum sjúkrahúsa falli undir
greiðsluþátttökukerfið.
Sett verður þak á hámarks-
útgjöld einstaklings fyrir lyf á
12 mánaða tímabili. Í drögum
að reglugerð er miðað við að
almennt hámark verði um 64.000
krónur en um 45.000 krónur fyrir
aldraða, öryrkja, atvinnulausa og
börn. Nái útgjöldin hámarkinu
áður en 12 mánaða tímabilið er
liðið er sótt um lyfjaskírteini og
greiða sjúkratryggingar þá að
fullu fyrir lyf viðkomandi það
sem eftir er tímabilsins.
Spornað við fjöllyfjanotkun
Fjöllyfjanotkun er mikil hér á
landi. Þetta kom skýrt fram í
upplýsingum sem fengust úr
lyfjagagnagrunni landlæknis
við könnun á notkun lyfja seinni
hluta árs 2009 og fyrri hluta árs
2010. Verstu dæmin sýndu ein-
staklinga sem notuðu á þessu
tímabili 48 mismunandi lyf, 1.650
manns höfðu notað 20 lyf eða
fleiri og um 6.500 höfðu notað 10
lyf eða fleiri.
Með frumvarpinu er áformað
að taka á þessu. Því verða lyfja-
skírteini ekki gefin út sjálf-
krafa þegar greiðsluhámarki er
náð heldur miðað við að læknir
sæki um það fyrir hönd sjúk-
lings. Þar með gefst tækifæri til
að fara yfir lyfjanotkunina, hafa
samband við viðkomandi lækna
og óska eftir leiðréttingum ef
ástæða er til.
Ávinningur af því að sporna við
óhóflegri fjöllyfjanotkun er ekki
síður læknisfræðilegur en fjár-
hagslegur því vitað er að mögu-
leikar á mistökum og milliverk-
unum vegna lyfja aukast í réttu
hlutfalli við fjölda þeirra lyfja
sem tekin eru.
Áhersla lögð á sátt um málið
Áformaðar breytingar á
greiðsluþátttöku sjúklinga
hafa verið lengi í undirbúningi
og markmið þeirra eru skýr.
Áhersla hefur verið lögð á að
kynna þær vel fyrir hagsmuna-
aðilum og hlusta á sjónarmið
þeirra. Öryrkjabandalagið hefur
lýst því yfir að það sé hlynnt
boðaðri kerfisbreytingu og að
hún sé réttlætismál þótt vissu-
lega geri það ýmsar athugasemd-
ir við frumvarpið í vandaðri
umsögn til heilbrigðisnefndar
Alþingis. Fleiri hafa skilað
umsögnum sem mikilvægt er
að skoða ofan í kjölinn. Ákveðið
hefur verið að sú vinna fari fram
í velferðarráðuneytinu með hlið-
sjón af ábendingum heilbrigðis-
nefndar og umsögnum sem henni
bárust. Stefnt er að því að leggja
endurskoðað frumvarp fyrir
Alþingi á haustþingi með von um
að það geti orðið að lögum fyrir
áramót.
Eins og ég sagði í upphafi
munu flestir finna fyrir breyt-
ingunum verði frumvarpið að
lögum. Lyfjakostnaður lækk-
ar hjá þeim sem mest þurfa á
lyfjum að halda og hafa hingað
til borið mestan kostnað. Hinir
þurfa að greiða meira en áður.
Þetta er róttæk breyting og
ég legg mikið upp úr því að um
hana náist góð sátt og samstaða.
Vel getur verið að einhverjar
breytingar þurfi að gera á frum-
varpinu frá því sem lagt var
fyrir Alþingi í vor. Verkefni
ráðuneytisins er að fara yfir það
á næstu vikum. Þetta mál verður
ekki keyrt fram af hörku í and-
stöðu við sjúklinga. Markmiðið
er að búa til réttlátara kerfi að
norrænni fyrirmynd sem er ein-
falt, mismunar ekki sjúklingum
og ver þá fyrir háum útgjöldum
sem nú þurfa að greiða mest
vegna viðvarandi heilsuleysis
eða erfiðra sjúkdóma.
Sanngjarnari reglur og aukin yfirsýn yfir lyfjanotkun
Í marsmánuði skipaði Ögmund-ur Jónasson innanríkisráð-
herra nefnd um eflingu sveitar-
stjórnarstigsins. Nefndinni er
ætlað að halda áfram vinnu sem
hefur staðið yfir undanfarið m.a.
með endurskoðun á Jöfnunar-
sjóði sveitar félaga, tekjustofnun-
um sveitar félaga og samvinnu og
sameiningarkostum. Áætlað er að
nefndin ljúki störfum í lok ársins.
Mikilvægt er á þessum tíma-
punkti að fjalla vel um framvindu
og stöðu verkefna sem unnið hefur
verið að í samræmi við stefnu-
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og
stefnumörkun Sambands íslenskra
sveitarfélaga. Það þarf að kanna
frekari leiðir og aðgerðir til efl-
ingar sveitarstjórnarstigsins svo
sem með sameiningu eða aukinni
samvinnu sveitarfélaga. Einnig að
fjalla um margvíslegar leiðir og
tilraunir til aukinnar þátttöku íbúa
sem reyndar hafa verið hérlendis
og erlendis og að skoða nýjungar
í stjórnsýslu sveitarfélaga meðal
annars með hliðsjón af svæðisbund-
inni samvinnu.
Nefndinni er ætlað að veita
stuðning og hvatningu vegna þeirr-
ar vinnu, sem nú stendur yfir hjá
sveitar félögum eða landshluta
samtökum og miðar að því að efla
sveitar stjórnar stigið og lýðræðis-
lega þátttöku. Náið samráð verð-
ur haft við öll landshlutasamtök og
einstök sveitarfélög sveitarstjórnar-
fulltrúa en öll hafa nú fengið send-
an gátlista sem er hugsað sem
umræðuskjal fyrir vinnu nefndar-
innar og til skoðanaskipta með
sveitarstjórnarmönnum.
Ráðstefna um aukið lýðræði
Nefndin hefur nú boðað til ráð-
stefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur mið-
vikudaginn 14. september nk., en
ráðstefnan er m.a. ætluð sveitar-
stjórnarfólki og áhugafólki um
aukið lýðræði.
Með ráðstefnunni er ætlunin að
hvetja til aukinnar umræðu um
hvernig efla má lýðræði í íslenskri
stjórnsýslu og fjalla um hvort og
hvernig koma megi á beinu lýðræði
með aukinni og reglulegri þátttöku
íbúa í ákvörðunum ríkis og sveitar-
félaga.
Fjögur burðarerindi eru á ráð-
stefnunni en Svisslendingurinn
Bruno Kaufmann, formaður sam-
takanna Initiative and Referend-
um Institute Europe, fjallar meðal
annars um hvernig koma á beinu
fulltrúalýðræði og aukið mikil-
vægi þess í Sviss. Svíinn Andreas
Konstantinidis, formaður hverfis-
ráðs í Rosengård, ræðir um dreif-
stýringu í Malmö, reynslu af
starfi hverfisráðs Rosengård.
Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofu-
stjóri borgarstjóra, ræðir um
þorpin í borginni, þróun íbúalýð-
ræðis og nærþjónustu í Reykjavík
og að lokum mun Íris Ellenber-
ger, doktors nemi í sagnfræði og
stjórnarmaður í Lýðræðisfélaginu
Öldunni, fjalla um efnið beint lýð-
ræði á sveitarstjórnarstigi.
Þess má geta að í tengslum við
ráðstefnuna verður jafnframt
opnuð í Tjarnarsalnum sýningin:
Nútímalegt beint lýðræði í Sviss
og á Íslandi. Þar verður fjallað
um þróun og fyrirkomulag beins
lýðræðis og aukna þátttöku íbúa
beggja landa, en sýningin er á
vegum Lagastofnunar Háskóla
Íslands.
Spennandi tímar eru framundan
á sveitarstjórnarstiginu. Sveitar-
stjórnarmenn og íbúar sveitar-
félaganna eru hvattir til að vera
meðvitaðir um þau tækifæri sem
felast í eflingu sveitarstjórnarstigs-
ins, hvort sem er með eflingu lýð-
ræðis eða með aukinni samvinnu.
Efling sveitar-
stjórnarstigsins
Fyrir hálfu ári, föstudaginn 11. mars klukkan 14.46 að staðar-
tíma, reið einn stærsti jarðskjálfti
frá því mælingar hófust yfir norð-
austurhluta Japans. Skjálftinn
mældist 9 á Richter. Fjöldi fólks
missti heimili sín og eyðileggingin
á Tohoku-svæðinu var gríðarleg.
Í skjálftanum og flóðbylgjunni
sem kom í kjölfarið, eyðilögðust
um 275.000 heimili og þar að auki
skemmdust ríflega 600.000 hús
mikið. Talið er að rúmlega 20.000
manns hafi látið lífið þegar heilu
bæirnir þurrkuðust út. Aðstæð-
ur á hamfarasvæðunum hafa því
verið hreinlega skelfilegar.
Þrátt fyrir að enn sé langt í
land á þeim svæðum sem verst
urðu úti, hefur mikið og gott upp-
byggingarstarf verið unnið. Starf
hjálparsamtaka hefur meðal ann-
ars beinst að uppbyggingu á skóla-
starfi og annars konar stuðningi
við börn. Það hefur ekki einung-
is stuðlað að betra lífi fyrir börn-
in sjálf, heldur einnig gefið þeim
fullorðnu tækifæri til að einbeita
sér að almennri uppbyggingu, vit-
andi af börnum sínum í skólum.
Skólar tóku við auknum nem-
endafjölda, m.a. vegna samein-
inga við skóla sem þurrkuðust út í
hamförunum. Jók það álag á kenn-
ara, starfsfólk og síðast en ekki
síst nemendur. Nú er það einnig
svo að mörg barnanna sem lentu í
skjálftanum og flóðbylgjunni, upp-
lifa martraðir og þjást mörg hver
af áfallastreituröskun vegna þess
sem fyrir augu þeirra bar.
Til að bæta ástandið hafa bæði
innlend sem og alþjóðleg hjálpar-
samtök lagt í gríðarlega mikla og
óeigingjarna uppbyggingarvinnu.
Hér á Íslandi stóðu Rauði krossinn
og Barnaheill fyrir söfnunum til
styrktar fórnarlömbum hörmung-
anna. Í heildina söfnuðust hér á
landi rúmlega 26 milljónir króna,
en innifalið í því er framlag ríkis-
stjórnarinnar. Óformlegur hópur
„Vina Japans“ tók að sér að kynna
söfnun Rauða krossins meðal
almennings sem studdi ötullega
við hana. Jafnframt studdi fjöldi
fyrirtækja safnanir beggja aðila
með rausnarlegum framlögum.
Þá voru haldnir hér á landi
nokkrir styrktartónleikar og síð-
ast en ekki síst þá tóku nokkrar
vaskar konur sig til og stofnuðu til
prjóna átaks. Í samstarfi við aðra
söfnuðu þær 550 kílóum af ullar-
fatnaði sem sendur var til hérað-
anna sem urðu hvað verst úti.
Í þar síðustu viku stóð hópurinn
„Vinir Japans“ svo fyrir viðburði í
HR undir yfirskriftinni „Brosandi
börn“ þar sem athygli var vakin á
aðstæðum barna á hamfarasvæð-
unum í Japan. Með viðburðinum
vildu Japanir á Íslandi og aðrir
aðstandendur færa Íslendingum
kærar þakkir fyrir þann mikla
samhug og stuðning vegna ham-
faranna í Japan.
Í tengslum við viðburðinn var
sett af stað söfnun meðal fyrir-
tækja, en ákveðið hefur verið að
beina afrakstri söfnunarinnar í
gegnum hjálparsamtök í Japan
er nefnast „Heart of gold“ (www.
hofg.org/en). Samtökin hafa það
að markmiði að gera líf barna á
svæðinu bærilegra, m.a. með því
að auðvelda þeim að taka þátt í
skólaferðalögum og öðrum upp-
örvandi viðburðum.
Öllum þeim sem hafa fengið
að kynnast því að búa í Japan er
það ljóst að á milli Íslands og Jap-
ans eru órjúfanleg vináttubönd
sem aldrei munu gleymast. Það
er japönsku þjóðinni ennfrem-
ur afskaplega mikilvægt að vita
af hlýjum stuðningi frá vinaþjóð
sinni hér í Norður-Atlantshafi, á
þeim erfiðu tímum sem hún geng-
ur nú í gegnum. Þeim stuðningi og
hlýhug mun japanska þjóðin seint
gleyma.
Styrktarreikningur söfnunar-
innar er 0301-26-077788 á kenni-
tölu 530892-2639 (Íslensk-jap-
anska félagið).
Hálft ár frá hamförunum í Jap-
an – þakkir fyrir stuðninginn
Heilbrigðismál
Guðbjartur
Hannesson
velferðarráðherra
Náttúruhamfarir
Ragnar
Þorvarðarson
formaður Íslensk-
japanska félagsins
Sveitar-
stjórnarmál
Þorleifur
Gunnlaugsson
varaborgarfulltrui
Það þarf að
kanna frekari leið-
ir og aðgerðir til eflingar
sveitarstjórnarstigsins svo
sem með sameiningu eða
aukinn samvinnu ...
Þeir sem oft eru veikir, nota lyf að stað-
aldri eða þurfa tímabundið á mjög dýr-
um lyfjum að halda munu greiða minna
fyrir lyfin en áður. Þeir sem alla jafna þurfa lítið á
lyfjum að halda munu greiða meira en þeir hafa gert
hingað til.