Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 13. september 2011 29 NÝTT ÚTLIT HEFST Í KVÖLD KL. 21.25 SKJÁREINN AÐEINS Á MÁNUÐI NETFRELSI FYLGIR MEÐÁSKRIFT AÐ SKJÁEINUM Svo virðist sem söngkonan vin- sæla Jennifer Lopez skemmti sér vel á lausu en hún sat á fremsta bekk á tískusýningu Tommy Hilfiger ásamt leikaranum Bradley Cooper. Vel fór á með þeim tveimur og höfðu ljósmynd- arar sýningarinnar meira áhuga á parinu en fatnaðinum. Lopez og Cooper fóru síðan út að borða saman og ýttu þar með undir orðróm þess efnis að eitt- hvað meira sé á milli þeirra en vinskapur. Talsmaður Lopez segir hins vegar að þau tvö hafi hist til að ræða sameigin- legt verkefni. Lopez skildi við söngvarann Marc Anthony fyrr í sumar og skemmti sér vel á tísku- vikunni í New York. Daðrandi á tískuviku DÖÐRUÐU Jennifer Lopez og Bradley Cooper höfðu meiri áhuga á hvort öðru en sumartískunni 2012 frá Tommy Hilfiger. NORDICPHOTOS/GETTY Hugh Jackman hafði ekkert á móti því að þyngja sig fyrir hlut- verk sitt í myndinni Real Steel. Leikarinn fer með hlutverk fyrr- verandi hnefaleikamanns í mynd- inni. Um framtíðarmynd er að ræða sem fjallar um vélmenni sem eigast við í boxhringnum í stað manna. Jackman þurfti ekki að vera í jafngóðu formi og vanalega fyrir hlutverkið og líkaði það vel. „Það var fínt að geta fengið sér bjór af og til,“ sagði hinn 43 ára Jackman. Myndin verður frumsýnd vestan- hafs 7. október. Drakk bjór og þyngdi sig ÞYNGDI SIG Jackman hafði ekkert á móti því að þyngja sig fyrir hlutverkið. Bono, söngvari U2, telur að hljóm- sveitin muni starfa áfram um ókomna tíð, eða þangað til meðlim- ir hennar gefa upp öndina. „Þetta er eins og með prestana. Eina leiðin út er í kistu,“ sagði Bono um framtíð U2 í viðtali við Coventry Telegraph. Hann bætti því við að meðlimir sveitarinnar bæru mikla virðingu hver fyrir öðrum og það hefði mikið að segja. Bono lét þessi orð falla þegar hann mætti, ásamt gítarleikaranum The Edge, á frumsýningu heimild- armyndarinnar From the Sky Down á kvikmyndahátíðinni í Toronto. Myndin fjallar um gerð plötunnar Achtung Baby sem er orðin tuttugu ára gömul. „Það var erfitt að horfa á mynd- ina. Við erum ekki sérlega góðir í því að horfa um öxl. Edge þurfti til dæmis að pína mig til að hlusta á safnplöturnar sem við gerðum áður en þær voru gefnar út,“ sagði Bono. „Ég hef bara engan áhuga á því hvað við höfum gert. Mér finnst miklu meira spennandi hvað við ætlum að gera.“ Söngvarinn skilur ekkert í því hvers vegna einhverjir vilja sjá heimildarmynd um hvernig Acht- ung Baby varð til. „Við sömdum fullt af lögum og á endanum hljóm- uðu þau ansi vel. Þessi mynd snýst um hve litlu munaði að lögin urðu ekki til. Ég skil engan veginn af hverju einhver vill horfa á þetta.“ Aðeins dauðinn mun stöðva U2 BONO OG THE EDGE Tuttugu ár eru liðin síðan platan Achtung Baby með U2 kom út. Hinn 36 ára gamli Daniel Bedard var handtekinn í Montreal í Kanada á dög- unum og ákærður fyrir að brjótast inn í glæsi- hýsi söngkonunnar Celine Dion. Bedard stal húslyklum René Angélil, eiginmanns Dion, úr bíl hans og hélt svo heim til þeirra. Þar gerði hann sig heimakominn, borðaði sætabrauð og lét renna í heitt bað. Honum varð svo á að setja öryggis- kerfi hússins í gang og þegar lögreglan mætti á svæðið sagði hann: „Nei, hæ. Hvað eruð þið að gera hér?“ Bedard var handtekinn á staðnum. Braust inn og lét renna í baðkarið BROTIST INN Maðurinn sem braust inn til Celine Dion og eiginmanns hennar ætlaði í heitt bað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.