Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 31
Enginn Íslendingur hefur verið í sigurliði í UEFA-bikarnum eða Evrópukeppni bikarhafa. Þær keppnir voru sameinaðar árið 1999 undir nafni UEFA-bikarsins, sem breyttist síðan í Evrópudeild- ina (UEFA Europa League) árið 2009. Arnór Guðjohnsen komst tvisvar í úrslitaleik með Ander- lecht, einu sinni í UEFA-bikarnum og einu sinni í Evrópukeppni bikarhafa, en tapaði í bæði skiptin. Arnór var á sínu fyrsta tímabili með Anderlecht, 1983-84, þegar liðið komst í úrslitaleik UEFA- bikarins og mætti þar Tottenham. Arnór hafði glímt við meiðsli allan veturinn og lék ekki fyrri leikinn sem fram fór í Belgíu og endaði 1-1. Hann kom inná sem varamaður í leik liðanna á White Hart Lane en leikur inn endaði einnig með jafntefli og eftir fram- lengingu var gripið til vítaspyrnu- keppni. Staðan var 4-3 fyrir Tottenham þegar komið var að Arnóri að taka fimmtu vítaspyrnu liðsins en Tony Parks varði spyrn- una og Tottenham fangaði sigri. Anderlecht komst í úrslit í Evr- ópukeppni bikarhafa vorið 1990 og mætti þar Sampdoria. Leikur- inn endaði með markalausu jafn- tefli en Gianluca Vialli tryggði Sampdoria titilinn með tveimur mörkum í framlengingu. Ásgeir Sigurvinsson lék til úr- slita í UEFA-bikarnum með Stutt- gart árið 1989 en tapaði fyrir Diego Maradona og félögum hans í Na- poli. Fyrri leikurinn endaði með 2-1 sigri Napoli á Ítalíu og sá seinni, sem fram fór í Stuttgart, endaði 3-3. evrópudeildin ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 7 Eiður Smári Guðjohnsen gekk til liðs við gríska félagið AEK í Aþenu í sumar og það mun væntanlega mæða mikið á honum í Evrópudeildinni í vetur. Fyrsti leikur liðsins í riðlakeppninni, gegn Anderlecht, verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudag. Íslendingar hafa aldrei áður sýnt grískum fótbolta eins mikinn áhuga og nú. Arnar Grétarsson var óvænt ráðinn yfirmaður knatt- spyrnumála AEK í mars 2010. en hann lék með liðinu á árunum 1997 til 2000. Í sumar fékk Arnar bæði Eið Smára og varnarmann- inn Elfar Frey Helgason til liðs við AEK og þar á bæ eru bundn- ar miklar vonir við Íslendingana. HEIMSÆKIR ÆSKUSLÓÐIR Fyrsti leikur AEK í Evrópudeild- inni er gegn Anderlecht í Belgíu á fimmtudag. Sama dag fagnar Eiður Smári 33 ára afmæli sínu, en hann er fæddur 15. september 1978. Eiður Smári ætti að þekkja vel til á þessum velli því þar gerði Arnór faðir hans garðinn frægan með Anderlecht á árunum 1983- 1990. Arnór náði hátindi ferilsins með Anderlecht veturinn 1986- 1987 þegar hann varð belgískur meistari með liðinu, markahæsti leikmaður deildarinnar og valinn besti leikmaðurinn í Belgíu. Á þessum árum steig Eiður Smári sín fyrstu skref í fótboltanum. Á meðan Arnór lék með Anderlecht spilaði Eiður Smári með drengja- liði í bænum Brussegem þar sem fjölskyldan bjó skammt fyrir utan Brussel. Hann var aðalmarka- skorari liðsins og sýndi strax mikla knattspyrnuhæfileika. Á sumrin lék hann síðan með ÍR á Íslandi. LEIKJAHÆSTUR ÍSLENDINGA Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Eiður Smári mætir Anderlecht í Evrópukeppni því hann var í liði Chelsea sem lék gegn Anderlecht í Meistaradeildinni í nóvember 2005. Chelsea sigraði 2-0. Eiður Smári er langleikja- hæstur íslenskra leikmanna í Meistaradeildinni, en hann lék 45 leiki og skoraði sjö mörk fyrir Chelsea og Barcelona á árunum 2003-2009. Þá eru ekki með taldir þrír leikir og eitt mark í undan- keppni Meistara deildarinnar. Hann lék einnig sjö leiki og skor- aði þrjú mörk í UEFA-keppninni með Chelsea á árunum 2000-2002. Eiður Smári er einnig eini Ís- lendingurinn sem hefur verið í sigur liði í Evrópukeppni en hann sat reyndar á bekknum allan tím- ann í úrslitaleik Barcelona og Manchester United árið 2009. EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN OG FÉLAGAR HANS Í AEK FRÁ AÞENU MÆTA ANDERLECHT Í EVRÓPUDEILDINNI Á FIMMTUDAG Í BEINNI Á STÖÐ 2 SPORT Eiður Smári Guðjohnsen verður 33 ára á fimmtudag þegar hann leikur með AEK gegn Anderlecht. Þessi lið mættust einnig í Evrópudeildinni í fyrra og þá hafði Anderlecht betur, 3-0 í Belgíu og liðin gerðu síðan 1-1 jafntefli í Aþenu. MYND AEK Mætir Anderlecht á afmælisdaginn Eiður Smári Guðjohnsen Fæddur: 15. september 1978 (32 ára) Ferill: 1994 Valur 17 7 1994-1998 PSV Eindhoven 13 3 1998 KR 6 0 1998-2000 Bolton 55 18 2000-2006 Chelsea 185 54 2006-2009 Barcelona 72 10 2009-2010 Mónakó 9 0 2009-2010 Tottenham 11 1 2010-2011 Stoke 4 0 2010-2011 Fulham 10 0 Landsleikir: Ísland 67 24 Arnór lék tvisvar til úrslita og Ásgeir einu sinni ● ÍSLENDINGARNIR Í GRÍSKA BOLTANUM Eiður Smári Guðjohnsen og Elfar Freyr Helgason leika með AEK frá Aþenu í Evrópu deildinni og Arnar Grétars- son er einn af æðstu stjórnendum liðsins. ● Sigurður Grétarsson, bróðir Arnars, varð fyrstur Íslend- inga til þess að leika í gríska boltanum þegar hann gekk til liðs við Iraklis sumarið 1984. Liðið lék í efstu deild og Sigurður skoraði nokkur mörk og vakti athygli fyrir frammistöðu sína. Eftir eitt ár í Grikklandi var hann seldur til Luzern í Sviss. ● Ríkharður Daðason var lánaður frá KR til Kalamata í grísku 1. deildinni snemma árs 1997 og lék með liðinu frá febrúar til aprílloka. Hann spilaði tíu leiki og skoraði eitt mark í efstu deild áður en hann fór aftur til KR. ● Arnar Grétarsson gekk til liðs við AEK frá Leiftri sumarið 1997. Á fyrsta tíma- bili hans í Grikklandi varð liðið í 3. sæti og komst í 8-liða úrslit í Evrópukeppni bikar hafa. Tímabilið 1998-99 lenti liðið í 2. sæti og spilaði í UEFA-bikarnum og á þriðja og síðasta árinu varð liðið bikar meistari en hafnaði í 3. sæti deildarinnar. Alls lék hann 67 deildarleiki og skoraði eitt mark. Hann hélt síðan til Lokeren í Belgíu sumarið 2000. ● Kristófer Sigurgeirsson fór frá Fram til Aris í október 1998 og lék þar út tímabilið, alls 15 deildarleiki. ● Helgi Sigurðsson lék í tvö ár með Panathinaikos. Hann kom til liðsins frá Stabæk í Noregi fyrir 127 milljónir króna í ágúst 1999 en átti erfitt með að festa sig í sessi hjá félaginu og á tveimur árum spilaði hann aðeins 29 deildarleiki og skoraði tíu mörk. Hann var seldur til Lyn í Noregi fyrir 30 milljónir króna sumarið 2001. Arnór Guðjohnsen (neðri röð, lengst til hægri) með leikmönnum Anderlecht fyrir úrslitaleikinn gegn Sampdoria í Evrópukeppni bikarhafa 1990. MYNDIR NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.