Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2011, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 13.09.2011, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 13. september 2011 11 arionbanki.is – 444 7000 ÍS LE NS KA SI A KK .IS AR I5 62 75 09 /1 1 Heimilisbókhald Arion banka Bætum við námskeiðum í Meniga Vegna mikillar þátttöku bætir Arion banki við tveimur ókeypis byrjendanámskeiðum í notkun Meniga heimilisbókhaldsins. Lærðu grunnatriðin og þú kemst að því hvað það getur verið létt og skemmtilegt að sinna heimilisbókhaldinu. Miðvikudagur 14. sept. Fullbókað Fimmtudagur 15. sept. Laus sæti Miðvikudagur 21. sept. Laus sæti kl. 17.30 í Háskólanum í Reykjavík. Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is HÁSKÓLATORG Konur eru 54,2 prósent starfsfólks í háskólum í 52,9 prósentum stöðugilda. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VINNUMARKAÐUR Starfsfólk í háskólum landsins var 3.042 í 2.255 stöðugildum á síðasta skóla- ári. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands birti í gær. Starfsmönnum háskóla fjölgaði um 119 milli ára en aftur á móti fækkaði stöðugildum um 30. Starfsmenn sem sinntu kennslu á tímabilinu voru 2.128 í 1.355 stöðugildum. Ríflega helmingur starfsfólk við kennslu eru aðjúnktar og stunda- kennarar eða 1.175 talsins í 535 stöðugildum. Þá eru konur 54,2 prósent starfsfólks í háskólum í 52,9 prósentum stöðugilda. - mþl Fleiri konur vinna í háskólum: Starfsfólki fjölg- ar en stöðugild- um fækkar Þinur Dúnn Laugason Karlmannsnöfnin Þinur, Dúnn og Laugi hafa verið samþykkt af manna- nafnanefnd. Þá voru kvenmanns- nöfnin Vagnfríður, Elly og Jovina samþykkt, en síðastnefnda nafninu hafði áður verið hafnað. Aftur á móti var kvenmannsnafninu Einars hafnað. MANNANAFNANEFND FRUMKVÖÐLAR Åsa Magnusson fremst í flokki með öðrum þátttakendum á frumkvöðlaráðstefnu EUWIIN í síðustu viku. Fréttablaðið/Júlíus Valsson NÝSKÖPUN Sænski frumkvöðull- inn og uppfinningakonan Åsa Magnus son hlaut æðstu verðlaun Evrópusamtaka kvenna í ný- sköpun (EUWIIN). Verðlaunin hlaut hún fyrir björgunarbúnað- inn QSAVE PRO, sem ætlaður er björgunarsveitum, köfurum, sundlaugarvörðum og öðrum sem starfa við gæslu. Af rúmlega fimmtíu frum- kvöðlum sem kynntu hugmyndir sínar fyrir dómnefnd voru 29 íslenskar konur tilnefndar. Evrópuráðstefna samtakanna var haldin í Hörpu í síðustu viku og var þetta ein stærsta ráðstefna frumkvöðlakvenna í Evrópu á árinu. - jab Svíi fékk æðstu verðlaunin: 29 konur voru tilnefndar VIÐSKIPTI Reginn ehf., dótturfélag Landsbankans, skilaði 66 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins. Á sama tímabili í fyrra skilaði félagið 48 milljóna króna hagnaði. Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins námu 1.411 milljónum króna saman- borið við 965 milljónir króna á sama tímabil í fyrra. Rekstrar- hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 727 milljónum króna samanborið við 336 milljónir króna fyrir sama tímabil í fyrra. Hækkun á veltu milli ára skýrist af stærra eignasafni. Verðmæti eignasafns félagsins nam um mitt ár í fyrra um 23 milljörðum króna saman- borið við 34 milljarða króna um mitt ár nú. Reginn ehf. er eigandi að mörgum af helstu fasteignum höfuðborgarsvæðisins eins og Smáralind, Egilshöll, Laugum í Laugardal og Bíldshöfða 9, auk þróunarverkefna. Félagið á 58 fasteignir og 13 þróunarverkefni í formi lóða eða mannvirkja í byggingu. Stefnt er að því að skrá félagið á markað um mitt næsta ár. - jhh Verðmæti eignasafns fasteignafélags í eigu Landsbankans stóreykst: Reginn hagnast um 66 milljónir króna SMÁRALIND Á meðal eigna Regins ehf. er Smáralind, Laugar í Laugardal og Egilshöll. STJÓRNMÁL Gerry Stoker, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Southampton, mun flytja opinn fyrirlestur í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands á morgun, 14. september, klukkan 12.10. Erindið fjallar um hvernig stuðla megi að betri stjórnmálum í lýð- ræðiskerfi. Stoker er einn þekkt- asti stjórnmálafræðingur Evrópu. Rannsóknarsvið hans eru sveitar- stjórnarmál, stjórnmálaþátttaka, stjórnmálaflokkar og styrking borgaralegrar þátttöku í stjórn- málum. - sv Breskur stjórnmálafræðingur: Fyrirlestur um betri stjórnmál

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.