Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 20
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR20
Okkar ástkæri
Stefán Guðmundsson
fyrrverandi alþingismaður,
Sauðárkróki,
lést laugardaginn 10. september. Jarðarförin auglýst
síðar.
Ómar Bragi Stefánsson María Björk Ingvadóttir
Hjördís Stefánsdóttir Kristinn Jens Sigurþórsson
Stefán Vagn Stefánsson Hrafnhildur Guðjónsdóttir
og barnabörn.
Margrét Jónsdóttir og synir.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
Margrétar Hannesdóttur
frá Núpsstað, Langholtsvegi 15.
Þökkum starfsfólki öldrunardeildar Borgarspítalans
B-4 og starfsfólki Skógarbæjar fyrir hjartahlýju og góða
umönnun.
Jón Valur Samúelsson Lovísa Gunnarsdóttir
Elsa Samúelsdóttir
Margrét Samúelsdóttir Sveinn Sveinbjörnsson
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn
timamot@frettabladid.is
Okkar ástkæra
Guðmunda Erlendsdóttir
lést sunnudaginn 11. september á deild B-6,
Landspítala Fossvogi. Jarðarför auglýst síðar.
Gunnar Valur Þorgeirsson
Hrefna Gunnarsdóttir Jónas Ástráðsson
Louisa Gunnarsdóttir Birgir Þór Jónsson
Erna Gunnarsdóttir Haukur Ólafsson
Auður Björk Gunnarsdóttir Þórhallur K. Jónsson
Ástkær eiginmaður minn,
Sigurður Sigurjónsson
til heimilis að Teigagerði 12, Reykjavík,
er látinn. Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðbjörg Hjálmsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
María Gunnarsdóttir
(Maja)
sjúkraliði,
Suðurgötu 2a, Vogum,
sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 7. september,
verður jarðsungin frá Kálfatjarnarkirkju fimmtudaginn
15. september kl. 15.00.
Þórður Kristinn Guðmundsson
Ívar Örn Þórðarson Sigríður Vigdís Þórðardóttir
Guðríður Kristín Þórðardóttir Sölvi Hall
Halla Guðbjörg Þórðardóttir Sigurjón Veigar Þórðarson
og barnabörn.
Eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Guðrún Sigurðardóttir
frá Vatni í Haukadal, fyrrverandi
hjúkrunarforstjóri FSN, Bakkabakka
4b, Neskaupstað,
lést að heimili sínu þriðjudaginn 6. september. Útför
hennar fer fram frá Norðfjarðarkirkju þriðjudaginn
13. september klukkan 14.
Halldór Þorsteinsson
Sveinbjörg Halldórsdóttir Kári Þormar
Þórunn Björg Halldórsdóttir Ragnar Eðvarðsson
Snorri Halldórsson Sigrún Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
40 TÍSKUHÖNNUÐURINN OG BÍTLADÓTTIRIN STELLA MCCARTNEY er fertug.„Tískuiðnaðurinn hefur síst gert mig hugsjúka út af útliti mínu, auk þess sem ég hef haft svolitlar
áhyggjur af holdafarinu. Ég vona að fötin mín endurspegli það. Fólki á að líða vel í þeim.“
Þrjátíu ár eru í dag liðin síðan Borgarfjarðarbrúin
var vígð, en umferð um hana hófst sumarið
áður.
Með brúnni styttist leiðin á milli Akraness og
Borgarness úr 69 í 38 kílómetra.
Brúin er 520 metra löng, sú næstlengsta á
landinu á eftir Skeiðarárbrú. Hún var viðamesta
mannvirki sem Vegagerðin hafði ráðist í til þess
tíma.
Við vígslu brúarinnar lýsti Halldór E. Sigurðs-
son, fyrrverandi samgönguráðherra, því yfir að
brúin væri opin og klippti á borða sem strengdur
hafði verið þvert yfir hana. Halldór var einn ötul-
asti hvatamaður brúargerðarinnar og átti mikinn
þátt í að hrinda málinu í framkvæmd á sínum
tíma.
Borgarfjarðarbrú liggur í þjóðbraut og var
strax mikil samgöngubót. Þar sem brúin tekur
land í Borgarnesi hefur byggst upp stór versl-
unar- og þjónustukjarni.
ÞETTA GERÐIST: 13. SEPTEMBER 1981
Borgarfjarðarbrúin formlega vígð
„Börnin æptu upp af gleði
þegar titillinn var í höfn,
enda höfðu þau mikið fyrir
honum og stemningin eins
og á æsispennandi kosn-
inganótt þegar menn eru
ýmist inni eða úti síðasta
hálftímann,“ segir Helgi
Árnason, skólastjóri Rima-
skóla, um árangur yngri
sveitar skólans sem varð
Norðurlandameistari barna-
skólasveita í skák í bænum
Hadsten á Jótlandi í Dan-
mörku um nýliðna helgi.
„Sigurinn var óvæntur
vegna þess hve börnin eru
ung, en við stefnum allt-
af á að standa okkur sem
best,“ segir Helgi um skák-
meistarana, sem eru á aldr-
inum 9 til 12 ára og unnu
sænska mótherja sína í
fyrstu umferð.
„Eftir fyrsta sigurinn töp-
uðum við niður klaufaleg-
um vinningum og urðum í
lokin að treysta á góð úrslit
gegn norsku sveitinni og að
Svíar misstu vinning, sem
þeir og gerðu. Undir lokin
skáru fleiri stig íslensku
barnanna úr um hver væri
Norðurlanda meistari,“
segir Helgi, aldeilis kátur
með sitt fólk sem hann
segir hafa æft lengi og
tekið þátt í fleiri alvöru
og löngum skákmótum en
jafnaldrar þeirra á Norður-
löndum. Sum eru reyndar
þegar farin að keppa fyrir
Íslands hönd á Evrópu- og
heimsmeistaramótum og
nú þegar talin til framtíðar-
skákmeistara Íslands
„Börnin stefna ákveðið á
þessa spennandi og raun-
hæfu leið. Þau eru tilbúin
að leggja á sig bæði æfing-
ar og keppni utan landstein-
anna, enda vinna þau mark-
visst að því að verða góðir
skákmenn,“ upplýsir Helgi
sem undanfarin átta ár
hefur farið með unga skák-
menn úr liðum Rimaskóla á
tíu Norðurlandamót. Aðeins
tvisvar hefur skólinn ekki
unnið til verðlauna, en fjór-
um sinnum hampað titlin-
um.
„Skák kallar á aga, kurt-
eisi og reglusemi, en númer
eitt er ánægjan sem henni
fylgir því skák er afar
skemmtileg og krakka sem
komnir eru á bragðið klæj-
ar í fingurna að tefla,“ segir
Helgi og vitnar um árangur
og áhuga skákprinsessunn-
ar Nansýjar Davíðsdóttur,
sem talin er með efnileg-
ustu skákstúlkum á alþjóð-
lega vísu.
„Nansý á kínverska for-
eldra og tækju íslenskir
foreldrar uppeldi þeirra til
fyrirmyndar gengi okkar
börnum betur. Hjá þeim
gilda ákveðnar reglur og
svo mikið öryggi að Nansý
er alltaf ánægð, undir búin
og vel stemmd. Árang-
ur hennar er því engin til-
viljun, jafnvel þótt Nansý
sé bráðklár, því heima er
haldið vel utan um hana,
þar sem hún æfir sig í allt
að fjóra klukkutíma á dag.“
Í starfi skólastjóra og
sem mikill skákáhuga-
maður og fyrrverandi skák-
kennari hefur Helga tekist
að gera skák áhugaverða og
skemmtilega í augum nem-
enda.
„En því fylgir hvorki
grimmd né heragi. Hér gilda
þó reglur og hér eru gerðar
kröfur, og á móti fá börnin
ánægju og tækifæri,“ segir
Helgi og leggur áherslu á að
skák sé frábært veganesti
út í lífið.
„Þó er ekki öllum börnum
gefið að vera skákmeistarar.
Þau þurfa að hafa til þess
góða rökhugsun og hæfi-
leika sem ég get ekki skil-
greint, en einnig vera til-
búin að leggja á sig vinnu,
og hafa aga og stuðning að
heiman. Í keppnisliðunum
eru þó ekki endilega „pró-
fessorar“ en samt krakkar
sem eru góðir í stærðfræði
og á bókina.“
thordis@frettabladid.is
YNGRI SKÁKSVEIT RIMASKÓLA: NÝKRÝNDIR NORÐURLANDAMEISTARAR
Beitir hvorki grimmd né heraga
GLAÐIR NORÐURLANDAMEISTARAR Metnaðarfullir nemendur Rimaskóla hafa á liðnum árum unnið til
ótal afreka á skákmótum, í upplestrar-, ræðu- og matreiðslukeppnum. Hér má sjá nýkrýnda Norðurlanda-
meistara barna í skák, frá hægri: Helgi Árnason skólastjóri, Jóhann Arnar Finnsson, Kristófer Jóel Jóhannes-
son, Oliver Aron Jóhannesson, Nansý Davíðsdóttir, Svandís Ósk Ríkharðsdóttir og Hjörvar Steinn Grétars-
son, liðsstjóri, landsliðsmaður í skák og fyrrverandi nemandi Rimaskóla.
AFMÆLI
ANDREA
GYLFA-
DÓTTIR
söngkona
er 49 ára.
EDDA
BJÖRG-
VINS-
DÓTTIR,
leikkona og
flugfreyja,
er 59 ára.