Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2011, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 13.09.2011, Qupperneq 27
meistaradeild evrópu ● fréttablaðið ●ÞRIÐJUDAGUR 13. SEPTEMBER 2011 3 Það þekkja allir Messi, Rooney, Ronaldo og Torres. En hvaða leikmenn eiga eftir að koma mest á óvart í Meistaradeildinni í vetur? Arnar Björnsson, einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, bendir á 11 leikmenn sem áhorfendur ættu að taka vel eftir í vetur. „Það eru margir leikmenn sem gætu sett skemmtilegan svip á keppnina og skotið sér upp á stjörnuhimininn í vetur,“ segir Arnar. Þjóðverjinn Mario Götze var lykil maður í sigri Borussia Dort- mund í þýsku Bundesligunni síðast- liðinn vetur. „Grunnurinn er til staðar og hann er ótrúlega góður miðað við aldur og getur orðið ein af stórstjörnunum í boltanum.“ Eden Hazard, kantmaður Lille, spilaði einnig stórt hlutverk þegar lið hans tryggði sér óvæntan sigur í frönsku deildinni. „Hazard var einn heitasti leikmaðurinn á mark- aðinum í sumar og það er spurn- ing hvað hann verður lengi hjá Lille. Annar leikmaður sem áhorf- endur ættu að gefa gaum er Dan- inn Christian Eriksen. Það verður gaman að sjá hann með Kolbeini Sigþórssyni. Tveir frábærir leik- menn sem hafa alla burði til að ná enn lengra.“ Einn leikmaður sem hefur komið Arnari á óvart í vetur er Phil Jones, varnarmaður Manchester United. „Það er ljóst að Ferguson hefur veðjað á réttan leikmann og hann hefur staðið sig betur en ég reiknaði með. Smell- passar í United-liðið.“ „Juan Mata lærði fræðin hjá Real Madrid og gæti orðið einn af lykilmönnum Chelsea í vetur og Kóreumaðurinn Park Chu-Young gæti spilað stórt hlutverk hjá Arsenal. Ég sá hann spila nokkra leiki með Mónakó og hann kemur með nýja vídd inn í enska boltann.“ Einn áhugaverðasti mark- vörðurinn í Meistaradeildinni er Manuel Neuer hjá Bayern. „Það verður forvitnilegt að sjá hvort forráðamenn Manchester United eigi eftir að naga sig í handar bökin fyrir að hafa ekki keypt Neuer í sumar.“ „Giuseppe Rossi hjá Villarreal hefur ótrúlegt markanef og verð- ur gaman að fylgjast með honum kljást við stóra og sterka varnar- menn í Meistaradeildinni. Fábio Coentrão er fjölhæfur leik maður og gæti gert gæfumuninn fyrir Real Madrid. Hann var að mínu mati besti maður Portúgala hér á Laugardalsvelli gegn Íslendingum. Marek Hamšík er stórskemmti- legur sóknarmaður hjá Napoli og João Moutinho hjá Porto er alvöru- miðjumaður og gæti orðið stórt númer í Evrópuboltanum.“ Götze verður STÓRSTJARNA MARIO GÖTZE Borussia Dortmund Fæddur: 3. júní 1992 (19 ára) Staða á velli: Sóknartengiliður Næsta stórstjarna Þýskalands og efstur á óskalista Manchester United. Hefur þegar stimplað sig inn í þýska landsliðið. EDEN HAZARD Lille Fæddur: 7. janúar 1991 (20 ára) Staða á velli: Kantmaður Eldfljótur og leikinn Belgi sem Arsenal reyndi að kaupa í sumar og Liverpool freistaði þess að fá forkaupsrétt á. CHRISTIAN ERIKSEN Ajax Fæddur: 14. febrúar 1992 (19 ára) Staða á velli: Sóknartengiliður Efnilegasti Dani sem komið hefur fram í síðan Michael Laudrup sló í gegn. Yngsti leikmaðurinn á HM 2010. JUAN MATA Chelsea Fæddur: 28. apríl 1988 (23 ára) Staða á velli: Kantmaður/framherji Upp alinn hjá Real Madrid, sló í gegn hjá Valencia og seldur til Chelsea fyrir 23,5 milljónir punda. MAREK HAMŠÍK Napoli Fæddur: 27. júlí 1987 (24 ára) Staða á velli: Sóknartengiliður Besti leikmaður Slóvakíu frá upphafi. Kom til Brescia aðeins 17 ára og seldur til Napoli fyrir 5,5 milljónir evra 2007. MANUEL NEUER Bayern Munchen Fæddur: 2 7. mars 1986 (25 ára) Staða á velli: Markvörður Var frábær milli stanganna hjá Schalke og Bayern borgaði 18 milljónir evra fyrir hann í sumar. GIUSEPPE ROSSI Villarreal Fæddur: 1. febrúar 1987 (24 ára) Staða á velli: Framherji Fæddur í New Jersey í Bandaríkjunum, lék í unglingaliðum Man. Utd og er orðinn lykilmaður í ítalska landsliðinu. PHIL JONES Manchester United Fæddur: 21. febrúar 1992 (19 ára) Staða á velli: Miðvörður Hefur leikið frábærlega með United í upphafi tímabilsins. Þykir líklegur sem framtíðarfyrirliði enska landsliðsins. FÁBIO COENTRÃO Real Madrid Fæddur: 11. mars 1988 (23 ára) Staða á velli: Vinstri bakvörður Portúgalskur landsliðsmaður sem Real Madrid borgaði 30 milljónir evra fyrir í sumar. Getur einnig leikið á kantinum. PARK CHUYOUNG Arsenal Fæddur: 10. júlí 1985 (26 ára) Staða á velli: Framherji Fyrirliði landsliðs Suður-Kóreu. Kom frá Mónakó, þar sem hann skoraði 25 mörk í 91 deildarleik á þremur árum. JOÃO MOUTINHO Porto Fæddur: 8. september 1986 (24 ára) Staða á velli: Miðjumaður Leikstjórnandi Porto sem sigraði í Evrópudeildinni og ofarlega á óskalista stærstu liða Evrópu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.