Fréttablaðið - 13.09.2011, Page 22
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR2
Kameron hefur verið önnum
kafinn við að kenna dans síðan
hann tók þátt í dansþættinum vin-
sæla og ferðast um allan heim í því
augnamiði. „Ég flutti til New York
strax eftir þættina og hef búið þar
síðan og æft dans. Þættirnir gerðu
mig það þekktan að ég hef verið
eftirsóttur sem kennari allar götur
síðan. Kennt mikið í Ástralíu,
Suður-Afríku, Skotlandi og fleiri
stöðum sem ég hefði aldrei komið
til annars.“
Er þessi stöðugi flækingur ekki
þreytandi? „Ef ég á að vera hrein-
skilinn þá tekur þetta dálítið á.
Ég var 21 árs þegar ég tók þátt í
SYTYCD og þá hafði maður enda-
lausa orku. Nú er ég 25 ára og er
farinn að finna fyrir því að þetta
tekur sinn toll. En þetta er það sem
ég vil gera og ég nýt þess í botn,
þannig að ég er búinn að eyða orð-
inu þreyta úr mínum orðaforða,“
segir Kameron hlæjandi.
fridrikab@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
Kameron hefur kennt víða, meðal
annars í Ástralíu, Afríku og Skotlandi.
Ferðamálaskóli Íslands www.menntun.is Sími 567 1466
Meðal námsefnis:
Mannleg samskipti.
Helstu áfangastaðir
erlendis í máli og
myndum.
Mismunandi
trúarbrögð.
Saga landsins,
menning og listir.
Frumbyggjar og saga
staðarins.
Þjóðlegir siðir og hefðir.
Leiðsögutækni og ræðumennska.
Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan.
Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra
í leiðsögn á erlendri grund.
Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson, Pétur Björnsson,
Jóhanna Kristjónsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Magnús Björnsson,
Pétur Óli Pétursson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Sr. Bragi Skúlason.
Fararstjórn erlendis
G æ ð i H r e i n l e i k i V i r k n i
M
A
G
N
Ú
S
D
Ó
T
T
I
R
H
Ó
L
M
F
R
Í
Ð
U
R
F æ ð u b ó t a re f n i í l a n d s l i ð s k l a s s a
f y r i r þ á s e m v i l j a n á á r a n g r i
SKÓMARKAÐUR
Grensásvegur 8 &
Nýbýlavegur 12
Sími 517 2040
Opið
mánud-föstud. 11-18
laugard. 11-16
St. 36-41
St. 40-46
St. 37-41
St. 36-41
Verð: 6.575
Verð: 6.595
Verð: 6.295
Verð: 5.895
NÝ SENDING
ÍSLENSKT
HUNDANAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
gott í þjálfun og í leik
VINSÆLVARA
Timburmenn eru eftirköst mikillar áfengisdrykkju. Slík eftir-
köst eru vegna eituráhrifa áfengis og einkennast af höfuð-
verk, óreglulegum hjartslætti, ógleði og ertingu frá melt-
ingarvegi. Höfuðverkurinnn er oftast vegna ofþornunar en
áfengi hefur vatnslosandi áhrif.
Vísindamenn á Rannsóknarstofu í
stofnfrumufræðum við Lífvísinda-
setur Háskóla Íslands og Land-
spítalann birtu nýverið grein í
lífvísinda ritinu PLoS ONE sem
varpar nýju ljósi á tengsl stofn-
frumna við æxlisvöxt í brjósta-
krabbameinum. Þeir binda vonir
við að uppgötvanir þeirra skili sér
í nýjum meðferðar úrræðum.
Rannsóknin, sem var hluti af
doktorsverkefni Valgarðs Sigurðs-
sonar, snerist um að þróa þrívítt
frumuræktunarlíkan þar sem
æðaþelsfrumur voru ræktaðar
með stofnfrumum úr brjóst kirtli.
„Okkur tókst að sýna fram á hvern-
ig svokallaðar æðaþels frumur
(æðaþel er innsta lagið í vegg
æða) geta umbreytt stofnfrumum í
brjóstkirtli í svokallaðar bandvefs-
líkar frumur. Slíkar bandvefs líkar
frumur hafa þann eiginleika að
skríða frá upprunalegri staðsetn-
ingu yfir í nærliggjandi vefi og
eru taldar gegna hlutverki í mein-
vörpum brjóstakrabbameina,“
segir Þórarinn Guðjónsson, dós-
ent í vefjafræði við Læknadeild
Háskóla Íslands, sem stýrði rann-
sókninni ásamt Magnúsi Karli
Magnússyni prófessor.
Bandvefsumbreyting æxlis-
frumna af þessu tagi er algeng í
undirflokki brjóstakrabbameina,
svokallaðra basal-líkra æxla, þar
sem batahorfur eru verri en í
öðrum tegundum brjóstakrabba-
meina. „Hingað til hafa engin sér-
tæk lyf virkað á þessi æxli. Því
eru notuð breiðvirkandi lyf sem
hafa oftar en ekki slæm áhrif á
einstaklinginn að öðru leyti. Við
erum að vonast til hægt verði að
nota lyf, sem jafnvel eru til á mark-
aði í dag, til að hindra þennan
æðavöxt samhliða öðrum lyfjum.
Með öðrum orðum að hægt verði að
koma í veg fyrir að æðaþelsfrum-
urnar geti haft þau áhrif á stofn-
frumurnar að þær fari að skríða
inn í aðlæga vefi,“ segir Þórarinn.
Hann segir rannsóknina varpa
ljósi á samspil æða og brjósta-
krabbameinsfrumna og að hún
auki þannig líkur á að hægt verði
að þróa ný meðferðarúrræði sem
beinist að þessu samspili. Hann
segir mikinn áhuga á því að þróa
krabbameinsmeðferðir sem hindra
meinvarpamyndun enda eru þau
helsta dánarorsök krabbameins-
sjúklinga. vera@frettabladid.is
Skilar sér mögulega í
nýjum meðferðarúrræðum
Rannsókn íslenskra vísindamanna varpar ljósi á tengsl stofnfrumna við æxlisvöxt í brjóstakrabbameinum.
Hún eykur líkur á að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem mögulega hindra meinvörp.
Þórarinn (til vinstri) og Magnús Karl
segja mikinn áhuga á að þróa meðferðir
sem hindra meinvörp enda draga þau
marga til dauða. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Vísindamönnunum tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur geta
umbreytt stofnfrumum þannig að þær fari að skríða frá upprunalegri staðsetningu
yfir í nærliggjandi vefi og mynda meinvörp. NORDICPHOTOS/GETTY
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI SKEMMTUN
Meiri Vísir.