Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 30
13. SEPTEMBER 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● evrópudeildin Tveir af efnilegustu knatt- spyrnumönnum Íslands fá tækifæri til að láta að sér kveða í Evrópudeild- inni í vetur. Jóhann Berg Guðmunds- son leikur með hollenska liðinu AZ Alkmaar og Rúrik Gísla- son leikur með danska lið- inu Odense Boldklub. Báðir hófu þeir fótboltaferilinn í Kópavogi, Jó- hann Berg með Breiðabliki en Rúrik með HK. Jóhann flutti fimmtán ára til Englands með for- eldrum sínum og æfði um skamma hríð með unglingaliði Chelsea og síðar komst hann að hjá Fulham. Meiðsli settu strik í reikninginn og hann sneri heim til Íslands í desember 2007 og gekk á ný til liðs við Breiðablik. Hann kom sem stormsveipur inn í íslenska bolt- ann vorið 2008 og var einn besti leik- maður Íslandsmótsins það ár. Jóhann gerði fimm ára samning við AZ Alkma- ar í janúar 2009 og eftir eitt ár í vara- liðinu stimplaði hann sig inn síðastliðinn vetur. Hann lék 23 deildarleiki og skor- aði eitt mark, auk þess sem hann skoraði eitt mark í hollensku bikarkeppninni og tvö mörk í níu leikjum í Evrópudeildinni. Jóhann hefur haldið uppteknum hætti það sem af er þessu tímabili og búinn að skora bæði í hollensku deildinni og í und- ankeppni Evrópudeildarinnar. Rúrik vakti ungur athygli með HK og hann gerði samning við belgíska stór- liðið Anderlecht í febrúar 2004. Honum líkaði ekki dvölin í Belgíu og rifti samn- ingnum síðar sama ár. Sumarið 2005 lék hann með meistaraflokki HK í næstefstu deild og stóð sig mjög vel. Þaðan lá leiðin til Charlton Athletic, þar sem hann gerði þriggja ára samning en náði aldrei að komast í aðalliðið. Rúrik náði loks að láta ljós sitt skína eftir að hann gekk til liðs við danska liðið Viborg árið 2007. Hann vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína og eitt af sterkustu liðum Dana, OB, lagði allt í sölurn- ar til að fá hann til sín tveimur árum seinna. Hjá OB hefur Rúrik ver ið e i n aðal stjarna liðsins. JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON OG RÚRIK GÍSLASON, KANTMENN ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS, VERÐA Í ELDLÍNUNNI Í EVRÓPUDEILDINNI Í VETUR Framtíðarstjörnur JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON Fæddur: 27. október 1990 (20 ára) Staða á velli: Vinstri kantmaður Ferill: 2008 Breiðablik 22 6 2010-2011 AZ Alkmaar 25 2 Landsleikir: Ísland 13 0 RÚRIK GÍSLASON Fæddur: 23. febrúar 1988 (23 ára) Staða á velli: Hægri kantmaður Ferill: 2004 Anderlecht 0 0 2005 HK 12 1 2005–2007 Charlton 0 0 2007–2009 Viborg 47 17 2009-2011 Odense 50 8 Landsleikir: Ísland 12 1 Í Evrópudeildinni eru 48 lið sem skipt er í tólf riðla. Stærstu nöfnin í ár eru Tottenham, Paris Saint-Germain, PSV Eindhoven, Lazio, Schalke og Atlético Madrid en auk þess verður spennandi að fylgjast með Íslendingaliðunum, FC København, Odense Boldklub, AZ Alkmaar og AEK Aþenu. Alls komast 32 lið áfram úr riðlakeppninni og sjálfur úrslitaleikurinn fer fram í Búkarest miðvikudaginn 9. maí 2012. Riðlarnir í Evrópudeildinni A-riðill Tottenham (England) Rubin Kazan (Rússland) PAOK (Grikkland) Shamrock Rovers (Írland) B-riðill FC København (Danmörk) Standard Liège (Belgía) Hannover 96 (Þýskaland) Vorskla Poltava (Úkraína) C-riðill PSV Eindhoven (Holland) Hapoel Tel Aviv (Ísreal) Rapid Búkarest (Rúmenía) Legia Varsjá (Pólland) D-riðill Sporting Lissabon (Portúgal) Lazio (Ítalía) Zürich (Sviss) Vaslui (Rúmenía) E-riðill Dynamo Kiev (Úkraína) Besiktas (Tyrkland) Stoke (England) Maccabi Tel Aviv (Ísrael) F-riðill Paris Saint-Germain (Frakkland) Athletic Bilbao (Spánn) Red Bull Salzburg (Austurríki) Slovan Bratislava (Slóvakía) G-riðill AZ Alkmaar (Holland) Metalist Kharkiv (Úkraína) Austria Vín (Austurríki) Malmö FF (Svíþjóð) H-riðill Braga (Portúgal) Club Brugge (Belgía) Birmingham (England) Maribor (Slóvenía) I-riðill Atlético Madrid (Spánn) Udinese (Ítalía) Rennes (Frakkland) Celtic (Skotland) J-riðill Schalke 04 (Þýskaland) Steaua Búkarest (Rúmenía) Maccabi Haifa (Ísrael) AEK Larnaca (Kýpur) K-riðill Twente (Holland) Fulham (England) Odense (Danmörk) Wisla Kraków (Pólland) L-riðill Anderlecht (Belgía) AEK Aþena (Grikkland) Lokomotiv Moskva (Rússland) Sturm Graz (Austurríki) Það verður gaman að fylgjast með danska liðinu FC København í Evr- ópudeildinni í vetur. Með liðinu leika Íslendingarnir Sölvi Geir Otte- sen og Ragnar Sigurðsson. Sölvi og Ragnar eru báðir mið- verðir og það mun mæða mikið á þeim í leikjum liðsins sem er í sterk- um riðli með Standard Liège frá Belgíu, Hannover 96 frá Þýskalandi og Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi hefur verið í miklum metum hjá aðdáendum FCK síðan hann kom til liðsins sumarið 2010. Hann skoraði mikilvægasta mark í sögu félagsins þegar hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Rosenborg í undankeppni Meistaradeildarinnar í fyrra og þar með sæti í riðlakeppninni. Ragnar var keyptur frá sænska liðinu IFK Gautaborg í sumar og á fyrir höndum harða baráttu um sæti í liðinu. FCK er með sterkustu vörn danska boltans og hefur fengið á sig fæst mörk allra liða í dönsku deild- inni undanfarin þrjú ár. Þessi sterki varnarleikur hefur tryggt liðinu tit- ilinn öll þrjú árin. Nýr þjálfari FCK er Svíinn Rol- and Nilsson, fyrrverandi bak- SÖLVI GEIR OTTESEN OG RAGNAR SIGURÐSSON LEIKA Í VÖRNINNI HJÁ FC KØBENHAVN Besta varnarlína í Danmörku SÖLVI GEIR OTTESEN Fæddur: 18. febrúar 1984 (27 ára) Kaupverð: 150 milljónir króna Ferill: 2001-2004 Víkingur 36 0 2004-2008 Djurgården 35 2 2008–2010 SönderjyskE 54 6 2010- FC København 19 4 Landsleikir: Ísland 15 0 RAGNAR SIGURÐSSON Fæddur: 19. júní 1986 (25 ára) Kaupverð: 118 milljónir króna Ferill: 2004-2006 Fylkir 38 2 2006-2011 IFK Gautaborg 122 11 2011- FC København 4 0 Landsleikir: Ísland 16 0 Sölvi Geir Ottesen hefur verið lykilmaður í vörn dönsku meistaranna FC København frá því hann kom til liðsins frá SönderjyskE í júní 2010. vörður IFK Gautaborg, Sheffield Wednesday og Coventry. Hann tók við af Norðmanninum Ståle Sol- bakken sem var ráðinn til Köln í sumar. Nilsson leiddi Malmö FF til sigurs í sænsku deildinni í fyrra og fyrsta verk hans eftir að hann tók við FCK var að kaupa Ragnar, sem hann þekkti vel úr sænska boltanum. Miðvörðurinn efnilegi Elfar Freyr Helgason gekk til liðs við AEK í Aþenu í júlí eftir að hafa verið einn besti miðvörður Pepsi- deildarinnar með Breiðabliki undanfarin tvö ár. Elfar er snöggur og sterkur í loftinu og hann á framtíðina fyrir sér. Hann gerði þriggja ára samning við AEK en hann var til reynslu hjá félaginu síðastliðið haust þar sem þjálfari liðsins, Spánverjinn Manolo Jimenez, hreifst af honum. Samkeppni um stöður í miðri vörn AEK er mikil en þó gæti Elfar átt möguleika á að vinna sér sæti í liðinu. Miðvörðurinn Traianos Dellas, sem var einn besti maður Grikkja er þeir urðu Evrópumeistarar 2004, er orðinn 35 ára og á ekki mikið eftir í boltanum. Elfar bíður færis ELFAR FREYR HELGASON Fæddur: 27. júlí 1989 (22 ára) Staða á velli: Miðvörður Kaupverð: 21 milljón króna Ferill: 2009-2011 Breiðablik 44 1 2011- AEK Aþena 0 0 Landsleikir: Ísland 1 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.