Fréttablaðið - 13.09.2011, Qupperneq 8
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR8
www.ms.is
þér að vinna kalkið úr mjólkinni.
Meira fjör með Fjörmjólk!
Nú í nýjum
umbúðum
með
skrúftapp
a
Íslenska
sjávarútvegssýningin
20
11
Smárinn, Kópavogur • September 22-24
www.icefish.is
Samstarfsaðili um flutninga SkipuleggjandiAlþjóðleg útgáfa
Opinber íslensk útgáfa
Eini viðburðurinn sem nær til íslenska
sjávarútvegsins í heild sinni
* Alþjóðlegar VIP-sendinefndir verða á staðnum
* Íslensku sjávarútvegsverðlaunin verða afhent í fimmta sinn þann
22. september 2011
Allt fyrir atvinnumenn í sjávarútvegi frá veiðum til
vinnslu og dreifingar á fullunnum afurðum
Stuðningsaðilar eru:
• Sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið
• Utanríksráðuneytið
• Samtök iðnaðarins
• Fiskifélag Íslands
• Landssamband íslenskra útvegsmanna
• Landssamband smábátaeigenda
• Samtök fiskvinnslustöðva
• Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
• VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna
• Sjómannasamband Íslands
• Félag atvinnurekenda
• Samtök verslunar og þjónustu
• Íslandsstofa
• Fiskifréttir
Nánari upplýsingar veitir Marianne Rasmussen-Coulling í síma
+44 (0) 1329 825335, netfang: mrasmussen@mercatormedia.com
Íslenska sjávarútvegssýningin er
atburður á vegum Mercator Media
Opinbert flugfélag/loftflutningafélag & hótelkeðja
1. Hvað vill hátt hlutfall lands-
manna draga aðildarumsókn
Íslands að ESB til baka?
2. Hvaða fótboltalið unnu Kefl-
víkingar um helgina?
3. Hver er búinn að gera sína eigin
útgáfu af sígildum íslenskum pop-
plögum?
SVÖR
1. Tæp 37 prósent 2. Val 3. Tónlistar-
maðurinn Hermigervill
FJÁRMÁL Fyrrverandi hluthafar í
Landsbanka Íslands skora á aðra
hluthafa að styðja við vitnamál
sem höfðað verður á næstu vikum
gegn Björgólfi Thor Björgólfs-
syni, fyrrverandi eiganda bank-
ans. Ólafur Kristinsson lögmað-
ur er skrifaður
fyrir auglýs-
ingu sem birt-
ist í blöðum í
gær og í dag um
málið.
Málið snýr
að því að Björg-
ólfur Thor hafi
fengið lán í
bankanum sem
ótengdur aðili.
Markmiðið með
vitnamálinu er að afla frekari
upplýsinga um viðskipti, lánveit-
ingar og skilgreinda stöðu Björg-
ólfs Thors innan bankans, auk
þess sem aðkoma endurskoðanda
og lykilstjórnenda verður könnuð.
Í framhaldinu verður tekin
ákvörðun um það hvort höfð-
að verði skaðabótamál á hendur
honum, að því er fram kemur í
auglýsingu Ólafs. Þegar höfðu
hluthafar tæplega þriggja pró-
senta hlutafjár staðfest stuðning
við málið, sem endurspeglar 6,2
prósent hlutafjár í eigu annarra
en Landsbankans, stjórnenda
hans og Björgólfs Thors.
Þá segir Ólafur að fjöldi hlut-
hafa hafi bæst í hópinn strax í
gær, þó formleg skráning vegna
málsins hefjist í dag. Hann hafi
fengið gríðarlega góð viðbrögð.
„Mörgum spurningum er ósvar-
að er varðar aðkomu Björgólfs
Thors að stjórnun Landsbankans
en mikilvægast er þó að skera úr
um lögmæti lánveitinga til hans
og hvort ekki hefði átt að skil-
greina hann sem tengdan aðila í
bankanum í ljósi beins og óbeins
eignarhalds,“ segir í auglýsing-
unni.
Lögfræðistofan Landslög hefur
unnið lögfræðiálit fyrir hlut-
hafana og samkvæmt því var
Björgólfur Thor tengdur aðili
gagnvart bankanum. Ólafur segir
að Landslögum hafi verið falið að
undirbúa vitnamálið og undirbún-
ingur sé vel á veg kominn.
thorunn@frettabladid.is
Skoða möguleikann
á skaðabótamáli
Fyrrverandi hluthafar í Landsbanka Íslands kanna möguleikann á því að höfða
skaðabótamál gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni. Skorað er á hluthafa að styðja
við málið. Forsvarsmaður segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð.
LANDSBANKINN Björgólfur Thor hefði samkvæmt lögfræðiáliti átt að vera skil-
greindur tengdur aðili í bankanum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
BJÖRGÓLFUR THOR
BJÖRGÓLFSSON
Björgólfur Thor Björgólfsson, fyrrverandi eigandi Landsbankans, vildi í gær ekki
veita viðtal vegna mögulegrar málshöfðunar. Talsmaður hans vísaði á pistil á
vefsvæði Björgólfs Thors sem skrifaður var í gær. Þar segir að Ólafur Kristinsson
lögmaður hafi boðað fyrir réttu ári að hann ætlaði að safna fyrrverandi hlut-
höfum í Landsbankanum saman til að höfða mál gegn Björgólfi Thor.
„Ólafur virðist byggja framgöngu sína á þeirri trú, að ekki hafi verið réttilega
upplýst um eignarhlut samstarfsmanna minna í Samson eignarhaldsfélaginu
sem fór með ríflega 40 prósenta eignarhlut í Landsbankanum. Eins og fram
hefur komið þá var bæði [Fjármálaeftirlitinu] og regluverði Landsbankans
kunnugt um það eignarhald. Fullyrðingar um annað byggja ekki á neinum
gögnum,“ segir á vef Björgólfs Thors. - bj
FME og regluvörður þekktu eignarhald
VIÐSKIPTI Einar Sveinsson hefur
keypt Áningu-fjárfestingar, einn
af stærstu hluthöfum Nýherja.
Eigendur Áningar voru fjórir;
Benedikt Jóhannesson, stjórnar-
formaður Nýherja, Þórður Sverris-
son forstjóri og Halldór Teitsson
auk Einars sem átti fjórðung. Hann
hefur nú keypt hina út.
Einar vildi hvorki tjá sig um
kaupverðið né hvort kaupin hefðu
verið liður í fjárhagslegri endur-
skipulagningu Nýherja eða Áning-
ar.
Áning tapaði rúmum 385
milljónum króna samkvæmt síð-
asta uppgjöri frá árinu 2009.
Skuldir námu 650 milljónum
króna á móti 350 milljóna króna
neikvæðu eigin fé.
Áning á 7,4 prósenta hlut í
Nýherja. Hlutur Einars í Nýherja
er tvöfalt meiri í gegnum nokkur
eignarhaldsfélög. Þar á meðal eru
Gildruklettar og Hrómundur.
Félögin hafa látið á sjá eftir
bankahrunið. Gildruklettar töp-
uðu rúmum 540 milljónum króna á
árunum 2008 og 2009 og var eigið
fé félagsins neikvætt bæði árin.
Hrómundur
átti í Icelandair
Group, móður-
félagi N1 sem
kröfuhafar hafa
tekið yfir, og
félaginu Vafn-
ingi, sem tengd-
ist fasteigna-
viðskiptum
Sjóvár á Makaó.
Hrómundur tapaði sex milljörðum
króna árið 2008 og var með nei-
kvætt eigið fé upp á tvo milljarða
króna í lok árs. - jab
Engeyingurinn Einar Sveinsson orðinn einn af stærstu hluthöfum Nýherja:
Situr á skuldugum félögum
EINAR SVEINSSON
DÓMSMÁL Þrítugur karlmaður
hefur verið dæmdur í fjögurra
mánaða skilorðsbundið fangelsi
fyrir að vera með skammbyssu á
heimili sínu í leyfisleysi og fyrir
kannabisræktun.
Þá fundust um 1,2 kíló af kanna-
bislaufum við húsleit hjá mann-
inum og um 360 grömm af marí-
júana. Maðurinn játaði brot sín.
Við ákvörðun refsingar var litið til
þess að manninum var ekki gefið
að sök að hafa ætlað fíkniefnin til
sölu og að maðurinn hafði tekið sig
á og farið í meðferð. - jhh
Fékk skilorðsbundinn dóm:
Með ólöglega
byssu og dóp
DÓMSMÁL Riftunarmál slitastjórn-
ar Landsbankans gegn Sigurjóni
Þ. Árnasyni, fyrrverandi banka-
stjóra, var fellt niður í héraðsdómi
í gær, en slitastjórnin hafði krafið
Sigurjón um endurgreiðslu á 300
milljóna króna launagreiðslu.
Slitastjórn Landsbankans höfð-
aði mál á hendur Sigurjóni Þ. Árna-
syni, fyrrverandi bankastjóra,
auk tveggja annarra starfsmanna
bankans á síðasta ári vegna launa
sem bankaráð greiddi mönnunum í
aðdraganda falls bankans.
Málið sneri að kaupréttarsamn-
ingum og öðrum greiðslum sem
slitastjórnin vildi fá rift og krafð-
ist endurgreiðslu á en málarekstur-
inn hefur staðið yfir frá áramótum.
Málið var fellt niður í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær en dóm-
urinn úrskurðaði að slitastjórnin
skyldi greiða Sigurjóni 700 þúsund
krónur í málskostnað. Páll Bene-
diktsson, talsmaður slita stjórnar
Landsbankans, sagði í samtali
við fréttastofu Stöðvar 2 að málið
hafi verið fellt niður af tækni-
legum ástæðum, en niðurstaðan
hafi ekki áhrif á framgang máls-
ins og bankinn muni áfram reyna
að sækja féð.
Sigurður G. Guðjónsson, lög-
maður Sigurjóns, sagði hins vegar
að málatilbúnaður slitastjórnar-
innar hefði verið í skötulíki. Hann
segir þó að skjólstæðingur hans
hefði fremur kosið að fá efnis-
lega niðurstöðu um hvort hann
yrði krafinn um endurgreiðslu
fjárins, en ekkert er því til fyrir-
stöðu að slitastjórnin haldi málinu
til streitu fyrir dómstólum þar til
hún fæst. - hgh
Riftunarmáli gegn Sigurjóni Þ. Árnasyni vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur:
Segir málatilbúnað vera í skötulíki
SIGURJÓN Þ. ÁRNASON Slitastjórn
Landsbankans var gert að greiða Sigur-
jóni 700 þúsund krónur í málskostnað.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEISTU SVARIÐ?