Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.09.2011, Blaðsíða 4
13. september 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 Það væru ekki eðli- legir viðskiptahættir að sá sem semdi um kaup á orkunni væri líka eigandi í fyrirtækinu. EINAR KARL HARALDSSON FYRRVERANDI UPPLÝSINGAFULLTRÚI FORSÆTISRÁÐUNEYTISINS GENGIÐ 12.09.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 217,0753 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 117,48 118,04 186,15 187,05 159,67 160,57 21,439 21,565 21,056 21,18 17,79 17,894 1,5262 1,5352 184,13 185,23 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is 3.OOO fá vinning! Aðalútdráttur DRÖGUM Í DAG 13. SEPTEMBER ÁTT ÞÚ MIÐA? Tryggðu þér miða á www.hhi.is, í síma 8OO 66 11 eða hjá næsta umboðsmanni. VÍSINDI Stjörnufræðingar við Stjörnustöð Evrópulanda á suður- hveli (ESO) tilkynntu í gær að þeir hefðu uppgötvað rúmlega 50 nýjar fjarreikistjörnur. Þar af eru sextán svokallaðar risajarðir en ein þeirra er við brún lífbeltisins í sínu sólkerfi. ESO er ein stærsta stjörnu- stöð heims en fimmtán Evrópu- ríki standa að baki henni. Höfuð- stöðvar ESO eru nærri München í Þýskalandi en nær allir sjónaukar og mælitæki stofnunarinnar eru í Síle. Aldrei áður hafa jafnmargar fjarreikistjörnur fundist í einu. - mþl Stjörnustöð Evrópulanda: Uppgötvuðu 50 nýjar plánetur PLÁNETUR Á síðustu árum hefur fjöldi þekktra reikistjarna margfaldast. FRAKKLAND, AP Dominique Strauss- Kahn, fyrrverandi yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var yfirheyrður í Frakklandi í gær vegna ásakana um að hafa reynt að nauðga franskri blaðakonu fyrir átta árum. Saksóknaraembættið í Frakk- landi tekur sér væntanlega nokkr- ar vikur eða mánuði í að ákveða hvort mál verður höfðað á hendur honum. Strauss-Kahn er nýkominn aftur til Frakklands eftir að mála- ferli á hendur honum, vegna ásak- ana um að hafa reynt að nauðga hótelþernu í New York í vor, voru felld niður. - gb Rannsaka nauðgunartilraun: Strauss-Kahn yfirheyrður BRETLAND, AP Óháða bankamála- nefndin í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að skilja beri fjárfestingarstarfsemi frá annarri starfsemi banka. Breskir bankar eigi þó að fá frest til ársins 2019 til að fara í slíkar breytingar. Nefndin telur að almennir við- skiptavinir bankanna eigi að geta stundað sín viðskipti án allrar áhættu af fjárfestingum bank- anna. Með þessu yrði komið í veg fyrir að skattgreiðendur þyrftu í framtíðinni að borga tjón almennra viðskiptavina reynist fjárfestingar bankanna ótraustar, eins og gerðist árið 2008. - gb Bresk þingnefnd: Vill að bönkum verði skipt upp VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 21° 18° 15° 21° 23° 16° 16° 26° 19° 31° 30° 31° 14° 21° 19° 16°Á MORGUN 5-10 m/s V-til, annars hægari. FIMMTUDAGUR 5-10 m/s. 3 10 10 6 6 6 4 5 6 2 9 13 4 8 6 6 4 9 7 13 2 7 9 10 10 10 11 14 12 10 13 13 BJARTVIÐRI Fljótlega verða smá breytingar hjá okkur en á morgun gengur smám saman í suðlæga átt með hlýnandi veðri. Yfi rleitt bjart- viðri á morgun en á fi mmtudag fer að rigna um suðvest- an- og vestanvert landið. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ALÞINGI Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, vill rannsókn á málefnum HS Orku, allt frá einkavæðingu til kaupa Magma á fyrir- tækinu. Hann spurði forsætis- ráðherra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur, á þingi í gær hvort nokkuð væri slíkri rannsókn til fyrirstöðu. Jóhanna sagði svo ekki vera og minnti á að Alþingi hefði nýverið samþykkt frumvarp um rannsóknar nefndir. Hún minnti á fleiri mál sem þörfnuðust rann- sóknar við, svo sem einkavæðingu bankanna. Þá upplýsti Jóhanna að rætt hefði verið við Magma um lengri leigutíma og forkaupsrétt á auknum hlut. Þær viðræður lægju niðri að ósk Reykjanesbæjar vegna viðræðna um jarðhitaréttindi. - kóp Jóhanna til í rannsókn: Bjarni vill rann- sókn á Magma BJARNI BENEDIKTSSON FRAKKLAND, AP Einn maður lét lífið, annar varð fyrir alvarlegum brunasárum og þrír aðrir meidd- ust minna þegar sprenging varð í endurvinnslustöð kjarnorku- úrgangs í sunnanverðu Frakk- landi í gær. Franska kjarnorkueftirlitið fullyrti að engin geislavirk efni hefðu borist út úr endurvinnslu- stöðinni. Aðeins klukkustund tók að ná tökum á ástandinu. „Samkvæmt fyrstu upplýsing- um varð sprengingin í ofni sem er notaður til að bræða geislavirkan úrgangsmálm sem þó er mjög lítið geislavirkur,“ segir í yfirlýsingu franska kjarnorkueftirlitsins. Enginn kjarnaofn er í stöðinni heldur er hún notuð einkum til að endurvinna geislavirkan úrgang frá kjarnorkuverum orkuveitu- fyrirtækisins EDF, sem rekur bæði endurvinnslustöðina og um það bil tuttugu kjarnorkuver í Frakklandi. Þar er einnig endurunninn geisla- virk efni frá sjúkrahúsum og lyfja- rannsóknarstofum, að sögn Carole Trivi, talskonu fyrirtækisins. Hún tók skýrt fram að þarna væru engin geislavirk efni úr vopnaframleiðslu endurunnin. - gb Sprenging í endurvinnslustöð kjarnorkuúrgangs í Frakklandi: Engin hætta sögð á geislaleka VIÐBÚNAÐUR Þyrla lent innan girðingar endurvinnslustöðvarinnar. NORDICPHOTOS/AFP UMFERÐ Vegagerðin mun gera umferðarkönnun á vegamótum Hringvegar og Reykjabrautar í Húnavatnssýslu næstkomandi fimmtudag og laugardag, frá klukkan átta að morgni til klukkan átta um kvöld. Allar bifreiðar sem koma að könnunarstaðnum verða stöðv- aðar og bílstjórar spurðir nokk- urra spurninga. Meðal annars er verið er að skoða aksturserindi og tíðni ferða milli einstakra staða og svæða, sem nýtast munu við almenna áætlanagerð. - sv Vegagerðin kannar umferð: Allar bifreiðar verða stöðvaðar VIÐSKIPTI Fulltrúar Norðuráls segja minnisblað Einars Karls Haralds- sonar, þáverandi upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins, til Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sigfússonar fjár- málaráðherra um málefni Helgu- víkurverkefnis ekki rétt. Ranglega sé farið með stöðuna varðandi kaup- tilboð Norðuráls í HS Orku. Minnisblaðið er dagsett 30. mars 2010. Þar er fullyrt að ekki standi viðræður yfir við aðra aðila en Magma um kaupin að svo stöddu og sagt að hugmyndir Norðuráls og Framtaks um verð hafi verið fjarri hugmyndum Íslandsbanka, sem seldi hlutinn fyrir hönd Geysis Green Energy. Ágúst H. Hafberg hjá Norðuráli segir þetta einfaldlega ekki rétt. „Ég skil þetta ekki því helgina áður en minnisblaðið var skrifað var okkur tilkynnt að setja ætti hlut- inn í söluferli. Minnisblaðið er því alltaf rangt, hver svo sem ástæðan fyrir því er.“ Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu á föstudag bauð Norður- ál í hlut GGE í HS Orku. „Ég get staðfest það að Norðurál tók þátt í söluferli á bréfum í HS Orku sem Íslandsbanki hélt utan um. Íslands- banki ákvað að selja hlutabréfin í HS til Magma. Við erum sannfærð um að okkar tilboð hafi verið mjög samkeppnishæft en samt sem áður var tilboði Magma tekið,“ sagði Ágúst þá í samtali við Fréttablaðið. Einar Karl segir minnisblaðinu hafa verið ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að Magma væri í við- ræðum um meirihluta kaup í fyrir- tækinu og ekki væru viðræður við aðra um kaupin. Ríkisstjórnin hafi hins vegar ekki verið aðili að mál- inu og stjórnvöld ekki haft áhrif á hverjum hluturinn var seldur. „Það var hins vegar almennt póli- tískt viðhorf, bæði innan Samfylk- ingar og Vinstri grænna, að ekki væri eðlilegt að álfyrirtæki, sem kaupandi að orku, ætti í orkufyrir- tækinu. Það væru ekki eðlilegir við- skiptahættir að sá sem semdi um kaup á orkunni væri líka eigandi í fyrirtækinu.“ Fréttablaðið óskaði eftir sam- tali við Birnu Einarsdóttur, for- stjóra Íslandsbanka, fyrir helgi, en fékk ekki, en þess í stað var send út tilkynning. „Það skal upplýst að á lokametrum söluferlisins höfðu borist tvö tilboð í hlutabréf GGE í HS Orku. Farið var yfir tilboðin og þau metin á hlutlægan hátt og geng- ið var að því tilboði sem metið var hærra,“ segir í yfirlýsingunni. Frekari spurningum Fréttablaðs- ins um málið var vísað til Geysis Green Energy. kolbeinn@frettabladid.is Segja minnisblað til ráðherra vera rangt Norðurál segir rangt að aðeins hafi verið viðræður í gangi við Magma um kaup á HS Orku, eins og fullyrt er í minnisblaði til ráðherra. Höfundur minnisblaðs- ins segir pólitíska andstöðu hafa verið gegn eign orkukaupanda á orkufyrirtæki. HELGUVÍK Fyrrverandi upplýsingafulltrúi í forsætisráðuneytinu segir að almennur pólitískur vilji hafi verið til þess í stjórnarflokkunum að álfyrirtæki sem kaupandi orku ætti ekki í orkufyrirtækjum. Norðurál hyggur á álver í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.